Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir og Pétur Þ. Óskarsson skrifa 26. mars 2025 11:33 Útflutningur er ein grunnstoða íslensks efnahagslífs og gegnir lykilhlutverki í að skapa gjaldeyristekjur, atvinnu og efnahagslegan stöðugleika. Lítill innanlandsmarkaður þýðir að íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli háð því að selja vörur og þjónustu erlendis til að vaxa og eflast sem hvetur til nýsköpunar og alþjóðlegrar samkeppnishæfni. Útflutningstekjur eru jafnframt sú líflína sem landið þarf til að fjármagna innflutning á vörum og þjónustu sem ekki eru framleidd hér heima, og tryggja okkur þar með lífsgæði og verðstöðugleika. Á fyrsta fjórðungi þessarar aldar hefur íslenskur útflutningur tekið stakkaskiptum. Í kringum aldamótin var útflutningur frá Íslandi einhæfur og viðskiptahalli var hvort tveggja, viðvarandi og ósjálfbær. Þessari þróun hefur okkur tekist að snúa við á undanförnum árum. Það hafa bæst við nýjar stoðir og viðskiptajöfnuður er alla jafna jákvæður, frekar en neikvæður. Sem er jákvætt, því þetta hefur gjörbreytt öllum forsendum tekjuöflunar íslensku þjóðarinnar. Lítil útflutningsþjóð þarf þó að geta brugðist hratt við breytingum á síkvikum mörkuðum. Það er ekki langt síðan að stór markaður í Rússlandi lokaðist íslenskum sjávarútvegi sem þurfti þá að leita á ný mið með sitt sölustarf í skugga sviptinga í alþjóðamálum. Þá er skemmst að minnast þeirra sviptinga sem urðu á heimsmörkuðum í tengslum við heimsfaraldur kórónavírusins. Enn á ný stöndum við frammi fyrir miklum sviptingum og á örfáum mánuðum hefur heimsmynd okkar breyst. Frjáls viðskipti, grunnur þess samfélagsmynsturs sem við höfum komið okkur upp á undanförnum áratugum, á nú undir högg að sækja. Við slíkar aðstæður er gott að búa að því að við höfum skapað landinu sterka ímynd og rekið öflugt markaðsstarf fyrir Ísland sem greiðir götu íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum. Öflugar stoðir útflutnings Þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir í alþjóðamálum teljum við að íslenskur útflutningur eigi ennþá mikið inni. Orkugeirinn, sem lengi hefur verið hornsteinn í útflutningi Íslendinga í gegnum orkusækinn iðnað, stendur nú frammi fyrir nýjum og spennandi tækifærum á sviði grænna lausna. Sú mikla þekking sem myndast hefur á sviði sjálfbærrar orkunýtingar og loftslagslausna er gríðarlega eftirsótt um allan heim. Orka og grænar lausnir hafa því mikla burði til að leggja meira af mörkum fyrir íslenskan útflutning. Hugvits- og tæknigeirinn hefur sýnt ótrúlegan vöxt á undanförnum árum. Íslensk fyrirtæki hafa náð fótfestu á ólíkum sviðum, allt frá líf- og heilsutækni til leikjaiðnaðar og fjártækni. Helstu áskoranir sem þau glíma við felast í að laða að sérfræðiþekkingu og fjárfestingar í harðri alþjóðlegri samkeppni. Ef vel tekst til við að leysa úr þeim áskorunum erum við væntanlega að horfa á upphaf mikils vaxtaskeiðs þessa geira og líklegt að íslensk hugvitsfyrirtæki verði leiðandi útflutningsfyrirtæki landsins innan skamms. Listir og skapandi greinar hafa einnig náð eftirtektarverðum árangri en þar hafa útflutningstekjur meira en tvöfaldast frá 2019 með mestum hlutfallslegum vexti í tónlist. Hér höfum við tækifæri til að bæði efla andann og auka tekjur af kvikmyndaiðnaði, tónlistarútflutningi, bókmenntum, hönnun og arkitektúr með samræmdu og öflugu markaðsstarfi. Ferðaþjónusta er ein umfangsmesta útflutningsgrein landsins og stendur undir nær þriðjungi útflutningstekna. Það er nokkur óvissa uppi í greininni, fjöldi ferðamanna dróst saman í janúar og febrúar. Áhersla markaðsstarfs í ferðaþjónustu hefur verið á að draga úr árstíðarsveiflu og dreifa ferðamönnum um landið, þótt enn sé vinna óunnin í að jafna ávinning milli landshluta. Lykilatriði til að auka verðmætasköpun er heilsársferðaþjónusta um allt land og sérhæfðari ferðaþjónusta eins og vellíðunar-, ævintýra-, menningar- og matarferðaþjónustu. Sjávarútvegur og matvæli hafa lengst af verið undirstaða íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Þrátt fyrir að náttúran setji framleiðslunni ákveðin mörk eru tækifæri til að auka útflutningsverðmæti með skýrri mörkun og nýsköpun. Miklar væntingar eru jafnframt til fiskeldis, ekki síst á landi, þar sem við höfum tækifæri til þess að skapa okkur mikla sérstöðu með hágæðavöru. Þá eru einnig tækifæri í auknum útflutningi drykkjarvara og matvæla þar sem hreinleiki og gæði eru í fyrirrúmi. Íslenskar vörur og þjónusta hafa öll skilyrði til að skara fram úr á alþjóðlegum mörkuðum, ekki vegna magns, heldur vegna gæða, hreinleika og sjálfbærni. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvernig við nýtum þessa sérstöðu okkar á næstu árum. Óvissa í alþjóðaviðskiptum Ísland hefur sýnt fram á hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum og nýta tækifæri á alþjóðlegum mörkuðum. Öflugar stoðir útflutnings auka lífsgæði á Íslandi til framtíðar að því gefnu að ekki verði gerðar grundvallarbreytingar á því kerfi frjálsra viðskipta sem við höfum búið við á Vesturlöndum. Það mun krefjast samhæfðra aðgerða stjórnvalda, atvinnulífs og stofnana að raungera þau tækifæri sem bjóðast og standa vörð um hagsmuni Íslands á erlendri grund. Ársfundur Íslandsstofu fer fram á Hilton Nordica kl. 15 á morgun. Umræðuefni fundarins er: Alþjóðaviðskipti á óvissutímum. Höfundar eru Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Íslandsstofu, og Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Vinnumarkaður Nýsköpun Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Útflutningur er ein grunnstoða íslensks efnahagslífs og gegnir lykilhlutverki í að skapa gjaldeyristekjur, atvinnu og efnahagslegan stöðugleika. Lítill innanlandsmarkaður þýðir að íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli háð því að selja vörur og þjónustu erlendis til að vaxa og eflast sem hvetur til nýsköpunar og alþjóðlegrar samkeppnishæfni. Útflutningstekjur eru jafnframt sú líflína sem landið þarf til að fjármagna innflutning á vörum og þjónustu sem ekki eru framleidd hér heima, og tryggja okkur þar með lífsgæði og verðstöðugleika. Á fyrsta fjórðungi þessarar aldar hefur íslenskur útflutningur tekið stakkaskiptum. Í kringum aldamótin var útflutningur frá Íslandi einhæfur og viðskiptahalli var hvort tveggja, viðvarandi og ósjálfbær. Þessari þróun hefur okkur tekist að snúa við á undanförnum árum. Það hafa bæst við nýjar stoðir og viðskiptajöfnuður er alla jafna jákvæður, frekar en neikvæður. Sem er jákvætt, því þetta hefur gjörbreytt öllum forsendum tekjuöflunar íslensku þjóðarinnar. Lítil útflutningsþjóð þarf þó að geta brugðist hratt við breytingum á síkvikum mörkuðum. Það er ekki langt síðan að stór markaður í Rússlandi lokaðist íslenskum sjávarútvegi sem þurfti þá að leita á ný mið með sitt sölustarf í skugga sviptinga í alþjóðamálum. Þá er skemmst að minnast þeirra sviptinga sem urðu á heimsmörkuðum í tengslum við heimsfaraldur kórónavírusins. Enn á ný stöndum við frammi fyrir miklum sviptingum og á örfáum mánuðum hefur heimsmynd okkar breyst. Frjáls viðskipti, grunnur þess samfélagsmynsturs sem við höfum komið okkur upp á undanförnum áratugum, á nú undir högg að sækja. Við slíkar aðstæður er gott að búa að því að við höfum skapað landinu sterka ímynd og rekið öflugt markaðsstarf fyrir Ísland sem greiðir götu íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum. Öflugar stoðir útflutnings Þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir í alþjóðamálum teljum við að íslenskur útflutningur eigi ennþá mikið inni. Orkugeirinn, sem lengi hefur verið hornsteinn í útflutningi Íslendinga í gegnum orkusækinn iðnað, stendur nú frammi fyrir nýjum og spennandi tækifærum á sviði grænna lausna. Sú mikla þekking sem myndast hefur á sviði sjálfbærrar orkunýtingar og loftslagslausna er gríðarlega eftirsótt um allan heim. Orka og grænar lausnir hafa því mikla burði til að leggja meira af mörkum fyrir íslenskan útflutning. Hugvits- og tæknigeirinn hefur sýnt ótrúlegan vöxt á undanförnum árum. Íslensk fyrirtæki hafa náð fótfestu á ólíkum sviðum, allt frá líf- og heilsutækni til leikjaiðnaðar og fjártækni. Helstu áskoranir sem þau glíma við felast í að laða að sérfræðiþekkingu og fjárfestingar í harðri alþjóðlegri samkeppni. Ef vel tekst til við að leysa úr þeim áskorunum erum við væntanlega að horfa á upphaf mikils vaxtaskeiðs þessa geira og líklegt að íslensk hugvitsfyrirtæki verði leiðandi útflutningsfyrirtæki landsins innan skamms. Listir og skapandi greinar hafa einnig náð eftirtektarverðum árangri en þar hafa útflutningstekjur meira en tvöfaldast frá 2019 með mestum hlutfallslegum vexti í tónlist. Hér höfum við tækifæri til að bæði efla andann og auka tekjur af kvikmyndaiðnaði, tónlistarútflutningi, bókmenntum, hönnun og arkitektúr með samræmdu og öflugu markaðsstarfi. Ferðaþjónusta er ein umfangsmesta útflutningsgrein landsins og stendur undir nær þriðjungi útflutningstekna. Það er nokkur óvissa uppi í greininni, fjöldi ferðamanna dróst saman í janúar og febrúar. Áhersla markaðsstarfs í ferðaþjónustu hefur verið á að draga úr árstíðarsveiflu og dreifa ferðamönnum um landið, þótt enn sé vinna óunnin í að jafna ávinning milli landshluta. Lykilatriði til að auka verðmætasköpun er heilsársferðaþjónusta um allt land og sérhæfðari ferðaþjónusta eins og vellíðunar-, ævintýra-, menningar- og matarferðaþjónustu. Sjávarútvegur og matvæli hafa lengst af verið undirstaða íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Þrátt fyrir að náttúran setji framleiðslunni ákveðin mörk eru tækifæri til að auka útflutningsverðmæti með skýrri mörkun og nýsköpun. Miklar væntingar eru jafnframt til fiskeldis, ekki síst á landi, þar sem við höfum tækifæri til þess að skapa okkur mikla sérstöðu með hágæðavöru. Þá eru einnig tækifæri í auknum útflutningi drykkjarvara og matvæla þar sem hreinleiki og gæði eru í fyrirrúmi. Íslenskar vörur og þjónusta hafa öll skilyrði til að skara fram úr á alþjóðlegum mörkuðum, ekki vegna magns, heldur vegna gæða, hreinleika og sjálfbærni. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvernig við nýtum þessa sérstöðu okkar á næstu árum. Óvissa í alþjóðaviðskiptum Ísland hefur sýnt fram á hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum og nýta tækifæri á alþjóðlegum mörkuðum. Öflugar stoðir útflutnings auka lífsgæði á Íslandi til framtíðar að því gefnu að ekki verði gerðar grundvallarbreytingar á því kerfi frjálsra viðskipta sem við höfum búið við á Vesturlöndum. Það mun krefjast samhæfðra aðgerða stjórnvalda, atvinnulífs og stofnana að raungera þau tækifæri sem bjóðast og standa vörð um hagsmuni Íslands á erlendri grund. Ársfundur Íslandsstofu fer fram á Hilton Nordica kl. 15 á morgun. Umræðuefni fundarins er: Alþjóðaviðskipti á óvissutímum. Höfundar eru Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Íslandsstofu, og Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun