Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir og Pétur Þ. Óskarsson skrifa 26. mars 2025 11:33 Útflutningur er ein grunnstoða íslensks efnahagslífs og gegnir lykilhlutverki í að skapa gjaldeyristekjur, atvinnu og efnahagslegan stöðugleika. Lítill innanlandsmarkaður þýðir að íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli háð því að selja vörur og þjónustu erlendis til að vaxa og eflast sem hvetur til nýsköpunar og alþjóðlegrar samkeppnishæfni. Útflutningstekjur eru jafnframt sú líflína sem landið þarf til að fjármagna innflutning á vörum og þjónustu sem ekki eru framleidd hér heima, og tryggja okkur þar með lífsgæði og verðstöðugleika. Á fyrsta fjórðungi þessarar aldar hefur íslenskur útflutningur tekið stakkaskiptum. Í kringum aldamótin var útflutningur frá Íslandi einhæfur og viðskiptahalli var hvort tveggja, viðvarandi og ósjálfbær. Þessari þróun hefur okkur tekist að snúa við á undanförnum árum. Það hafa bæst við nýjar stoðir og viðskiptajöfnuður er alla jafna jákvæður, frekar en neikvæður. Sem er jákvætt, því þetta hefur gjörbreytt öllum forsendum tekjuöflunar íslensku þjóðarinnar. Lítil útflutningsþjóð þarf þó að geta brugðist hratt við breytingum á síkvikum mörkuðum. Það er ekki langt síðan að stór markaður í Rússlandi lokaðist íslenskum sjávarútvegi sem þurfti þá að leita á ný mið með sitt sölustarf í skugga sviptinga í alþjóðamálum. Þá er skemmst að minnast þeirra sviptinga sem urðu á heimsmörkuðum í tengslum við heimsfaraldur kórónavírusins. Enn á ný stöndum við frammi fyrir miklum sviptingum og á örfáum mánuðum hefur heimsmynd okkar breyst. Frjáls viðskipti, grunnur þess samfélagsmynsturs sem við höfum komið okkur upp á undanförnum áratugum, á nú undir högg að sækja. Við slíkar aðstæður er gott að búa að því að við höfum skapað landinu sterka ímynd og rekið öflugt markaðsstarf fyrir Ísland sem greiðir götu íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum. Öflugar stoðir útflutnings Þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir í alþjóðamálum teljum við að íslenskur útflutningur eigi ennþá mikið inni. Orkugeirinn, sem lengi hefur verið hornsteinn í útflutningi Íslendinga í gegnum orkusækinn iðnað, stendur nú frammi fyrir nýjum og spennandi tækifærum á sviði grænna lausna. Sú mikla þekking sem myndast hefur á sviði sjálfbærrar orkunýtingar og loftslagslausna er gríðarlega eftirsótt um allan heim. Orka og grænar lausnir hafa því mikla burði til að leggja meira af mörkum fyrir íslenskan útflutning. Hugvits- og tæknigeirinn hefur sýnt ótrúlegan vöxt á undanförnum árum. Íslensk fyrirtæki hafa náð fótfestu á ólíkum sviðum, allt frá líf- og heilsutækni til leikjaiðnaðar og fjártækni. Helstu áskoranir sem þau glíma við felast í að laða að sérfræðiþekkingu og fjárfestingar í harðri alþjóðlegri samkeppni. Ef vel tekst til við að leysa úr þeim áskorunum erum við væntanlega að horfa á upphaf mikils vaxtaskeiðs þessa geira og líklegt að íslensk hugvitsfyrirtæki verði leiðandi útflutningsfyrirtæki landsins innan skamms. Listir og skapandi greinar hafa einnig náð eftirtektarverðum árangri en þar hafa útflutningstekjur meira en tvöfaldast frá 2019 með mestum hlutfallslegum vexti í tónlist. Hér höfum við tækifæri til að bæði efla andann og auka tekjur af kvikmyndaiðnaði, tónlistarútflutningi, bókmenntum, hönnun og arkitektúr með samræmdu og öflugu markaðsstarfi. Ferðaþjónusta er ein umfangsmesta útflutningsgrein landsins og stendur undir nær þriðjungi útflutningstekna. Það er nokkur óvissa uppi í greininni, fjöldi ferðamanna dróst saman í janúar og febrúar. Áhersla markaðsstarfs í ferðaþjónustu hefur verið á að draga úr árstíðarsveiflu og dreifa ferðamönnum um landið, þótt enn sé vinna óunnin í að jafna ávinning milli landshluta. Lykilatriði til að auka verðmætasköpun er heilsársferðaþjónusta um allt land og sérhæfðari ferðaþjónusta eins og vellíðunar-, ævintýra-, menningar- og matarferðaþjónustu. Sjávarútvegur og matvæli hafa lengst af verið undirstaða íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Þrátt fyrir að náttúran setji framleiðslunni ákveðin mörk eru tækifæri til að auka útflutningsverðmæti með skýrri mörkun og nýsköpun. Miklar væntingar eru jafnframt til fiskeldis, ekki síst á landi, þar sem við höfum tækifæri til þess að skapa okkur mikla sérstöðu með hágæðavöru. Þá eru einnig tækifæri í auknum útflutningi drykkjarvara og matvæla þar sem hreinleiki og gæði eru í fyrirrúmi. Íslenskar vörur og þjónusta hafa öll skilyrði til að skara fram úr á alþjóðlegum mörkuðum, ekki vegna magns, heldur vegna gæða, hreinleika og sjálfbærni. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvernig við nýtum þessa sérstöðu okkar á næstu árum. Óvissa í alþjóðaviðskiptum Ísland hefur sýnt fram á hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum og nýta tækifæri á alþjóðlegum mörkuðum. Öflugar stoðir útflutnings auka lífsgæði á Íslandi til framtíðar að því gefnu að ekki verði gerðar grundvallarbreytingar á því kerfi frjálsra viðskipta sem við höfum búið við á Vesturlöndum. Það mun krefjast samhæfðra aðgerða stjórnvalda, atvinnulífs og stofnana að raungera þau tækifæri sem bjóðast og standa vörð um hagsmuni Íslands á erlendri grund. Ársfundur Íslandsstofu fer fram á Hilton Nordica kl. 15 á morgun. Umræðuefni fundarins er: Alþjóðaviðskipti á óvissutímum. Höfundar eru Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Íslandsstofu, og Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Vinnumarkaður Nýsköpun Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Útflutningur er ein grunnstoða íslensks efnahagslífs og gegnir lykilhlutverki í að skapa gjaldeyristekjur, atvinnu og efnahagslegan stöðugleika. Lítill innanlandsmarkaður þýðir að íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli háð því að selja vörur og þjónustu erlendis til að vaxa og eflast sem hvetur til nýsköpunar og alþjóðlegrar samkeppnishæfni. Útflutningstekjur eru jafnframt sú líflína sem landið þarf til að fjármagna innflutning á vörum og þjónustu sem ekki eru framleidd hér heima, og tryggja okkur þar með lífsgæði og verðstöðugleika. Á fyrsta fjórðungi þessarar aldar hefur íslenskur útflutningur tekið stakkaskiptum. Í kringum aldamótin var útflutningur frá Íslandi einhæfur og viðskiptahalli var hvort tveggja, viðvarandi og ósjálfbær. Þessari þróun hefur okkur tekist að snúa við á undanförnum árum. Það hafa bæst við nýjar stoðir og viðskiptajöfnuður er alla jafna jákvæður, frekar en neikvæður. Sem er jákvætt, því þetta hefur gjörbreytt öllum forsendum tekjuöflunar íslensku þjóðarinnar. Lítil útflutningsþjóð þarf þó að geta brugðist hratt við breytingum á síkvikum mörkuðum. Það er ekki langt síðan að stór markaður í Rússlandi lokaðist íslenskum sjávarútvegi sem þurfti þá að leita á ný mið með sitt sölustarf í skugga sviptinga í alþjóðamálum. Þá er skemmst að minnast þeirra sviptinga sem urðu á heimsmörkuðum í tengslum við heimsfaraldur kórónavírusins. Enn á ný stöndum við frammi fyrir miklum sviptingum og á örfáum mánuðum hefur heimsmynd okkar breyst. Frjáls viðskipti, grunnur þess samfélagsmynsturs sem við höfum komið okkur upp á undanförnum áratugum, á nú undir högg að sækja. Við slíkar aðstæður er gott að búa að því að við höfum skapað landinu sterka ímynd og rekið öflugt markaðsstarf fyrir Ísland sem greiðir götu íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum. Öflugar stoðir útflutnings Þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir í alþjóðamálum teljum við að íslenskur útflutningur eigi ennþá mikið inni. Orkugeirinn, sem lengi hefur verið hornsteinn í útflutningi Íslendinga í gegnum orkusækinn iðnað, stendur nú frammi fyrir nýjum og spennandi tækifærum á sviði grænna lausna. Sú mikla þekking sem myndast hefur á sviði sjálfbærrar orkunýtingar og loftslagslausna er gríðarlega eftirsótt um allan heim. Orka og grænar lausnir hafa því mikla burði til að leggja meira af mörkum fyrir íslenskan útflutning. Hugvits- og tæknigeirinn hefur sýnt ótrúlegan vöxt á undanförnum árum. Íslensk fyrirtæki hafa náð fótfestu á ólíkum sviðum, allt frá líf- og heilsutækni til leikjaiðnaðar og fjártækni. Helstu áskoranir sem þau glíma við felast í að laða að sérfræðiþekkingu og fjárfestingar í harðri alþjóðlegri samkeppni. Ef vel tekst til við að leysa úr þeim áskorunum erum við væntanlega að horfa á upphaf mikils vaxtaskeiðs þessa geira og líklegt að íslensk hugvitsfyrirtæki verði leiðandi útflutningsfyrirtæki landsins innan skamms. Listir og skapandi greinar hafa einnig náð eftirtektarverðum árangri en þar hafa útflutningstekjur meira en tvöfaldast frá 2019 með mestum hlutfallslegum vexti í tónlist. Hér höfum við tækifæri til að bæði efla andann og auka tekjur af kvikmyndaiðnaði, tónlistarútflutningi, bókmenntum, hönnun og arkitektúr með samræmdu og öflugu markaðsstarfi. Ferðaþjónusta er ein umfangsmesta útflutningsgrein landsins og stendur undir nær þriðjungi útflutningstekna. Það er nokkur óvissa uppi í greininni, fjöldi ferðamanna dróst saman í janúar og febrúar. Áhersla markaðsstarfs í ferðaþjónustu hefur verið á að draga úr árstíðarsveiflu og dreifa ferðamönnum um landið, þótt enn sé vinna óunnin í að jafna ávinning milli landshluta. Lykilatriði til að auka verðmætasköpun er heilsársferðaþjónusta um allt land og sérhæfðari ferðaþjónusta eins og vellíðunar-, ævintýra-, menningar- og matarferðaþjónustu. Sjávarútvegur og matvæli hafa lengst af verið undirstaða íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Þrátt fyrir að náttúran setji framleiðslunni ákveðin mörk eru tækifæri til að auka útflutningsverðmæti með skýrri mörkun og nýsköpun. Miklar væntingar eru jafnframt til fiskeldis, ekki síst á landi, þar sem við höfum tækifæri til þess að skapa okkur mikla sérstöðu með hágæðavöru. Þá eru einnig tækifæri í auknum útflutningi drykkjarvara og matvæla þar sem hreinleiki og gæði eru í fyrirrúmi. Íslenskar vörur og þjónusta hafa öll skilyrði til að skara fram úr á alþjóðlegum mörkuðum, ekki vegna magns, heldur vegna gæða, hreinleika og sjálfbærni. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvernig við nýtum þessa sérstöðu okkar á næstu árum. Óvissa í alþjóðaviðskiptum Ísland hefur sýnt fram á hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum og nýta tækifæri á alþjóðlegum mörkuðum. Öflugar stoðir útflutnings auka lífsgæði á Íslandi til framtíðar að því gefnu að ekki verði gerðar grundvallarbreytingar á því kerfi frjálsra viðskipta sem við höfum búið við á Vesturlöndum. Það mun krefjast samhæfðra aðgerða stjórnvalda, atvinnulífs og stofnana að raungera þau tækifæri sem bjóðast og standa vörð um hagsmuni Íslands á erlendri grund. Ársfundur Íslandsstofu fer fram á Hilton Nordica kl. 15 á morgun. Umræðuefni fundarins er: Alþjóðaviðskipti á óvissutímum. Höfundar eru Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Íslandsstofu, og Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun