Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 26. mars 2025 13:01 Í Skógarlundi á Akureyri rekur Akureyrarbær vinnustað þar sem veitt er þjónusta til fólks með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018. Fullorðnir einstaklingar stunda virkni og vinnu á skilgreindum vinnusvæðum ásamt því að stutt er við ýmsa félagslega þætti, umönnun og afþreyingu. Einnig er framleidd í Skógarlundi listræn gjafavara af ýmsu tagi. Hópurinn sem kemur í Skógarlund er mjög fjölbreyttur, stuðningsþarfir margvíslegar og því er starfið í sífelldri þróun. Húsnæði Skógarlundar var tekið í notkun árið 1996. Starfsemin fluttist þá frá Sólborg en þar hafði hún hafist árið 1992. Skógarlundur er í dag um 550 fm. að stærð og hefur staðið óbreytt frá þessum fyrstu árum. Nú er staðan hins vegar sú að bæði er biðlisti eftir þjónustu og sum sem sækja Skógarlund ná ekki fullum þjónustutíma. Viðmið um þjónustutíma eru 4 klst. á dag. Til að geta veitt þá lágmarksþjónustu sem skilgreind er í lögum, ásamt því að mæta mjög ólíkum þörfum, er bráðnauðsynlegt að byggja við húsnæði Skógarlundar. Lóðaplássið er til staðar og hugmyndir að stækkun hafa oft verið viðraðar áður. Nú er ekki hægt að fresta þeim áformum mikið lengur. Ýmis jákvæð samlegðaráhrif verða við stækkun. Fækkun verður á biðlista, hægt verður að veita betri þjónustu til fólks sem notar hjólastóla og önnur hjálpartæki, t.d. til vinnu og virkni. Eins verður hægt að nýta plássið fyrir þá sem nú þegar eru í þjónustu í Skógarlundi og þurfa aukna fjölbreytni eða tilbreytingu í virkni eða vinnu. Eins er líklegt að hægt verði að taka inn einstaklinga, á Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi, með minnkandi vinnugetu og fækka á biðlistum þar. Ég óska þess að Akureyrarbær standi sem allra best að þjónustu við fatlað fólk. Faglegt starf og húsnæði við hæfi spilar þar lykilhlutverk. Hefjum því undirbúning að stækkun Skógarlundar sem allra fyrst. Höfundur situr í velferðarráði Akureyrarbæjar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Samfylkingin Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í Skógarlundi á Akureyri rekur Akureyrarbær vinnustað þar sem veitt er þjónusta til fólks með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018. Fullorðnir einstaklingar stunda virkni og vinnu á skilgreindum vinnusvæðum ásamt því að stutt er við ýmsa félagslega þætti, umönnun og afþreyingu. Einnig er framleidd í Skógarlundi listræn gjafavara af ýmsu tagi. Hópurinn sem kemur í Skógarlund er mjög fjölbreyttur, stuðningsþarfir margvíslegar og því er starfið í sífelldri þróun. Húsnæði Skógarlundar var tekið í notkun árið 1996. Starfsemin fluttist þá frá Sólborg en þar hafði hún hafist árið 1992. Skógarlundur er í dag um 550 fm. að stærð og hefur staðið óbreytt frá þessum fyrstu árum. Nú er staðan hins vegar sú að bæði er biðlisti eftir þjónustu og sum sem sækja Skógarlund ná ekki fullum þjónustutíma. Viðmið um þjónustutíma eru 4 klst. á dag. Til að geta veitt þá lágmarksþjónustu sem skilgreind er í lögum, ásamt því að mæta mjög ólíkum þörfum, er bráðnauðsynlegt að byggja við húsnæði Skógarlundar. Lóðaplássið er til staðar og hugmyndir að stækkun hafa oft verið viðraðar áður. Nú er ekki hægt að fresta þeim áformum mikið lengur. Ýmis jákvæð samlegðaráhrif verða við stækkun. Fækkun verður á biðlista, hægt verður að veita betri þjónustu til fólks sem notar hjólastóla og önnur hjálpartæki, t.d. til vinnu og virkni. Eins verður hægt að nýta plássið fyrir þá sem nú þegar eru í þjónustu í Skógarlundi og þurfa aukna fjölbreytni eða tilbreytingu í virkni eða vinnu. Eins er líklegt að hægt verði að taka inn einstaklinga, á Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi, með minnkandi vinnugetu og fækka á biðlistum þar. Ég óska þess að Akureyrarbær standi sem allra best að þjónustu við fatlað fólk. Faglegt starf og húsnæði við hæfi spilar þar lykilhlutverk. Hefjum því undirbúning að stækkun Skógarlundar sem allra fyrst. Höfundur situr í velferðarráði Akureyrarbæjar fyrir hönd Samfylkingarinnar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar