Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. mars 2025 12:15 Réttir eru sums staðar orðnar að aðdráttarafli fyrir ferðamenn og vaxandi áhyggjur eru af velferð dýranna. Vísir/Arnar Dæmi eru um að sauðfé troðist undir og missi horn í réttum og fagráð um dýravelferð skoðar nú leiðir til að tryggja velferð dýranna. Yfirdýralæknir hjá MAST segir fjölda aðkomufólks í réttum stundum umfram fjölda fjár. Fagráð um dýravelferð sem starfar á grundvelli laga og er Matvælastofnun til ráðgjar um álitaefni um dýravelferð hefur á síðustu fundum sínum fjallað um meðferð sauðfjár í réttum. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast og formaður ráðsins, segir bændur og eftirlitsaðila með dýravelferð hafa vaxandi áhyggjur. „Að rekstur fjár og réttir sérstaklega séu orðnir viðburðir sem á sumum stöðum á landinu eru hreinlega notaðir sem aðdráttarafl eða afþreying og skemmtun fyrir ferðamenn. Á sumum stöðum hefur földi fólks sem tekur þátt í að draga fé stundum verið umfram fjölda fjár í almenning,“ segir Þóra. Fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja býður upp á skipulagðar ferðir í réttir.vísir/Vilhelm Ekki þarf nema stutta leit til þess að sjá að réttir eru á fjölmörgum síðum sérstaklega auglýstar fyrir ferðamenn. Icelandair birtir til að mynda dagskrá fjárrétta og á vefsíðu Inspired by Iceland eru ferðamenn eindregið hvattir til þess að kíkja í réttir. Þá býður fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja upp á skipulagðar ferðir. Brotin horn og marið fé Þóra segir aðkomufólk sem taki þátt oft hafa oft litla sem enga þekkingu og reynslu á meðferð fjár. „Svo við sjáum bæði brotin horn og marið fé, það er verið að toga í ull og í versta falli er fé og lömb að troðast undir.“ Ráðið hefur verið að kalla til ýmsa fagaðila til þess að kortleggja umfang vandans og skoða leiðir til úrbóta. Aðspurð hvort tilmæli ráðsins gætu falist í því að takmarka fjölda þeirra sem sé heimilt að taka þátt segir Þóra allt til umræðu. Málið verður tekið aftur fyrir á fundi á morgun en óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir. „Allavega standa vonir til þess að niðurstaða náist tímanlega og fyrir næstu réttir þannig að hægt sé að kynna mögulegar leiðir til úrbóta,“ segir Þóra. Dýraheilbrigði Dýr Réttir Ferðaþjónusta Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Fagráð um dýravelferð sem starfar á grundvelli laga og er Matvælastofnun til ráðgjar um álitaefni um dýravelferð hefur á síðustu fundum sínum fjallað um meðferð sauðfjár í réttum. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast og formaður ráðsins, segir bændur og eftirlitsaðila með dýravelferð hafa vaxandi áhyggjur. „Að rekstur fjár og réttir sérstaklega séu orðnir viðburðir sem á sumum stöðum á landinu eru hreinlega notaðir sem aðdráttarafl eða afþreying og skemmtun fyrir ferðamenn. Á sumum stöðum hefur földi fólks sem tekur þátt í að draga fé stundum verið umfram fjölda fjár í almenning,“ segir Þóra. Fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja býður upp á skipulagðar ferðir í réttir.vísir/Vilhelm Ekki þarf nema stutta leit til þess að sjá að réttir eru á fjölmörgum síðum sérstaklega auglýstar fyrir ferðamenn. Icelandair birtir til að mynda dagskrá fjárrétta og á vefsíðu Inspired by Iceland eru ferðamenn eindregið hvattir til þess að kíkja í réttir. Þá býður fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja upp á skipulagðar ferðir. Brotin horn og marið fé Þóra segir aðkomufólk sem taki þátt oft hafa oft litla sem enga þekkingu og reynslu á meðferð fjár. „Svo við sjáum bæði brotin horn og marið fé, það er verið að toga í ull og í versta falli er fé og lömb að troðast undir.“ Ráðið hefur verið að kalla til ýmsa fagaðila til þess að kortleggja umfang vandans og skoða leiðir til úrbóta. Aðspurð hvort tilmæli ráðsins gætu falist í því að takmarka fjölda þeirra sem sé heimilt að taka þátt segir Þóra allt til umræðu. Málið verður tekið aftur fyrir á fundi á morgun en óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir. „Allavega standa vonir til þess að niðurstaða náist tímanlega og fyrir næstu réttir þannig að hægt sé að kynna mögulegar leiðir til úrbóta,“ segir Þóra.
Dýraheilbrigði Dýr Réttir Ferðaþjónusta Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira