Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. mars 2025 09:21 Sydney Sweeney er ein heitasta leikkona heims um þessar mundir og það virðist hafa haft sín áhrif á sambandið. Neilson Barnard/Getty Images Bandaríska leikkonan Sydney Sweeney og unnusti hennar framleiðandinn Jonathan Davino eru hætt við að gifta sig. Sambandið hangir á bláþræði og þau standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þetta fullyrða nú bandarískir slúðurmiðlar. Us Weekly hefur eftir ónefndum heimildarmanni að þau séu þó ekki alveg hætt saman. Þau ætli sér að vinna í sambandinu en málin líti ekki vel út. Parið byrjaði saman árið 2018 og trúlofaði sig svo árið 2021. Þau hafa ítrekað lýst því yfir að þeim liggi ekkert á að gifta sig. Nú virðast þau einfaldlega hafa hætt við allt saman en samkvæmt Us Weekly tók leikkonan ákvörðunina þar sem henni hafi þótt of mikið álag á sér. „Sydney vildi hætta við allt saman, hún réði ekki við stressið.“ Þá segir miðillinn að Sweeney hafi einfaldlega of mikið að gera í vinnunni. Hún sé ein heitasta leikkona í heimi um þessar mundir, sé alltaf að leika í hinum ýmsu bíómyndum og þáttum og það hafi haft sín áhrif á sambandið. Davino er sagður hafa vilja eyða meiri tíma með leikkonunni, sem vilji þvert á móti einbeita sér að ferlinum. Orðrómur fór á kreik um að þau væru hætt saman fyrr í þessum mánuði eftir að það fréttist af því að þau hefðu ekki hitt hvort annað í meira en mánuð. Þá ýtti það undir orðróminn að leikkonan eyddi mynd af parinu af Instagram þar sem þau nutu áramótanna saman. Síðasta mynd sem náðist af þeim saman var tekin 20. janúar. Amid rumors that the Euphoria star and her fiancé Jonathan Davino may have quietly broken up, Sydney appears to have deleted a rare photo of the pair from her Instagram. pic.twitter.com/Hh9xghwka1— E! News (@enews) March 26, 2025 Hollywood Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Us Weekly hefur eftir ónefndum heimildarmanni að þau séu þó ekki alveg hætt saman. Þau ætli sér að vinna í sambandinu en málin líti ekki vel út. Parið byrjaði saman árið 2018 og trúlofaði sig svo árið 2021. Þau hafa ítrekað lýst því yfir að þeim liggi ekkert á að gifta sig. Nú virðast þau einfaldlega hafa hætt við allt saman en samkvæmt Us Weekly tók leikkonan ákvörðunina þar sem henni hafi þótt of mikið álag á sér. „Sydney vildi hætta við allt saman, hún réði ekki við stressið.“ Þá segir miðillinn að Sweeney hafi einfaldlega of mikið að gera í vinnunni. Hún sé ein heitasta leikkona í heimi um þessar mundir, sé alltaf að leika í hinum ýmsu bíómyndum og þáttum og það hafi haft sín áhrif á sambandið. Davino er sagður hafa vilja eyða meiri tíma með leikkonunni, sem vilji þvert á móti einbeita sér að ferlinum. Orðrómur fór á kreik um að þau væru hætt saman fyrr í þessum mánuði eftir að það fréttist af því að þau hefðu ekki hitt hvort annað í meira en mánuð. Þá ýtti það undir orðróminn að leikkonan eyddi mynd af parinu af Instagram þar sem þau nutu áramótanna saman. Síðasta mynd sem náðist af þeim saman var tekin 20. janúar. Amid rumors that the Euphoria star and her fiancé Jonathan Davino may have quietly broken up, Sydney appears to have deleted a rare photo of the pair from her Instagram. pic.twitter.com/Hh9xghwka1— E! News (@enews) March 26, 2025
Hollywood Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira