Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. mars 2025 11:38 Edda hefur slegið í gegn sem Guðríður. Edda Björgvinsdóttir leikkona segist ekki hafa grunað að eigin fíflalæti myndu ferðast svona víða. Þar vísar Edda til myndbanda sinna sem slegið hafa í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hún bregður sér í hlutverk eldri borgaranna þeirra Gyðu og Guðríðar sem hneyksla sig á hinum ýmsu þjóðfélagsmálum. „Sko þetta eru náttúrulega tóm fíflalæti sem enda alltaf einhvern veginn. Maður hefur ekki grun um það hvað fíflalætin manns ferðast víða, filterar í Snappi geta greinilega gert mann að áhrifavaldi,“ segir skellihlæjandi Edda Björgvins í samtali við Vísi. Edda brá sér í hlutverk Guðríðar í nýjasta myndbandinu þar sem hún gerði stólpagrín að útgerðinni. Þar áður birti Edda, eða öllu heldur Guðríður, myndband um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur en það allra fyrsta sem birtist 3. mars síðastliðinn var um áhyggjur þingmannsins Jóns Péturs Siemsen af áföstum töppum á plastflöskum. Horfa má á myndböndin hér fyrir neðan. „Svo er hugsanlega von á systur hennar líka. Þarna eru þær Guðríður og Gyða sem deila öllum skoðunum. Svo er þetta bara lífrænt, maður veit ekkert hvort það komi nokkuð meira frá þeim systrum,“ segir Edda sem er enn hlæjandi. Hún segir aldrei að vita. „Ég vildi að ég hefði það úthald en ef það koma svona stórgjafir eins og grenjuskjóður í útgerð eða alþingismaður sem leggur sig virkilega fram við að eyða tíma Alþingis í plasttappa. Því svona stórgjafir þær kveikja á ýmsu þegar maður er með góðan filter. Þannig maður veit aldrei hvað gerist næst, það eru þessar stórgjafir þjóðarinnar sem kveikja í Guðríði gömlu.“ Upplifir enga pressu Edda segist alveg gapandi hissa á því hvað hún deili húmor með stórum hluta þjóðarinnar. Hún hafi alls ekki átt von á viðbrögðunum við myndböndunum en þúsundir bregðast við myndböndunum og hundruð skilja eftir sig athugasemd þar sem viðkomandi lýsir því oftar en ekki að hann sé skellihlæjandi yfir myndböndunum. Edda segist ekki finna fyrir pressu vegna þessara vinsælda. „Sem betur fer þá upplifi ég aldrei pressu heldur frekar gjafir, ég bara hef ofsa trú á íslensku samfélagi, að halda áfram að færa Guðríði efni sem kveikir svona ofboðslega í henni. Ég hef þá trú án þess að ég lofi neinu.“ Grín og gaman Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Sjá meira
„Sko þetta eru náttúrulega tóm fíflalæti sem enda alltaf einhvern veginn. Maður hefur ekki grun um það hvað fíflalætin manns ferðast víða, filterar í Snappi geta greinilega gert mann að áhrifavaldi,“ segir skellihlæjandi Edda Björgvins í samtali við Vísi. Edda brá sér í hlutverk Guðríðar í nýjasta myndbandinu þar sem hún gerði stólpagrín að útgerðinni. Þar áður birti Edda, eða öllu heldur Guðríður, myndband um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur en það allra fyrsta sem birtist 3. mars síðastliðinn var um áhyggjur þingmannsins Jóns Péturs Siemsen af áföstum töppum á plastflöskum. Horfa má á myndböndin hér fyrir neðan. „Svo er hugsanlega von á systur hennar líka. Þarna eru þær Guðríður og Gyða sem deila öllum skoðunum. Svo er þetta bara lífrænt, maður veit ekkert hvort það komi nokkuð meira frá þeim systrum,“ segir Edda sem er enn hlæjandi. Hún segir aldrei að vita. „Ég vildi að ég hefði það úthald en ef það koma svona stórgjafir eins og grenjuskjóður í útgerð eða alþingismaður sem leggur sig virkilega fram við að eyða tíma Alþingis í plasttappa. Því svona stórgjafir þær kveikja á ýmsu þegar maður er með góðan filter. Þannig maður veit aldrei hvað gerist næst, það eru þessar stórgjafir þjóðarinnar sem kveikja í Guðríði gömlu.“ Upplifir enga pressu Edda segist alveg gapandi hissa á því hvað hún deili húmor með stórum hluta þjóðarinnar. Hún hafi alls ekki átt von á viðbrögðunum við myndböndunum en þúsundir bregðast við myndböndunum og hundruð skilja eftir sig athugasemd þar sem viðkomandi lýsir því oftar en ekki að hann sé skellihlæjandi yfir myndböndunum. Edda segist ekki finna fyrir pressu vegna þessara vinsælda. „Sem betur fer þá upplifi ég aldrei pressu heldur frekar gjafir, ég bara hef ofsa trú á íslensku samfélagi, að halda áfram að færa Guðríði efni sem kveikir svona ofboðslega í henni. Ég hef þá trú án þess að ég lofi neinu.“
Grín og gaman Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Sjá meira