Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2025 15:16 Baldur Fritz Bjarnason var langmarkahæstur í Olís-deild karla í vetur. Hann skoraði 211 mörk. Næstu menn, Reynir Þór Stefánsson úr Fram og Gróttumaðurinn Jón Ómar Gíslason, skoruðu 159 mörk hvor. ír ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason varð markakóngur Olís-deildar karla. Eftir því sem næst verður komist á hann metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili í efstu deild karla í handbolta. Baldur skoraði tíu mörk þegar ÍR tapaði fyrir FH, 33-29, í lokaumferð Olís-deildarinnar í gær. Tapið kom ekki að sök fyrir ÍR-inga sem enduðu í 10. sæti og leika þar með í Olís-deildinni á næsta tímabili. Baldur, sem er aðeins átján ára (fæddur 2007) fór mikinn á sínu fyrsta tímabili í Olís-deildinni og varð markakóngur hennar með 211 mörk. Hann lék alla 22 leiki ÍR og var því með 9,59 mörk að meðaltali í leik. Eftir því sem næst verður komist er það met í efstu deild á Íslandi. Metið yfir flest mörk á einu tímabili var, og er enn, í eigu Arnórs Atlasonar. Hann skoraði 237 mörk fyrir KA tímabilið 2003-04, eða 9,48 mörk að meðaltali í leik. Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Arnór Atlason var markahæstur á sínu síðasta tímabili hér heima.vísir/vilhelm Baldur sló ekki metið yfir flest mörk á einu tímabili, enda voru leikirnir í deildinni fjórum fleiri tímabilið 2003-04. En metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili virðist nú vera í eigu hans. Gagnagrunnur HSÍ nær þrjátíu ár aftur í tímann, eða til tímabilsins 1994-95. Upplýsingar um markakónga fyrir þann tíma eru ekki aðgengilegar. Það má þó áætla með nokkurri vissu að metið sé komið í eigu Baldurs enda voru mun færri mörk skoruð í handbolta í fyrndinni. Flest mörk að meðaltali í leik frá 1995 Baldur Fritz Bjarnason (ÍR 2025) - 9,59 Arnór Atlason (KA 2004) - 9,48 Theodór Sigurbjörnsson (ÍBV 2017) - 8,96 Julian Duranona (KA 1996) - 8,86 Halldór Jóhann Sigfússon (KA 2005) - 8,40 Mladen Cacic (ÍBV 2006) - 8,26 Ragnar Jóhannsson (Selfoss 2011) - 8,24 Haukur Þrastarson (Selfoss 2020) - 8,20 Hilmar Þórlindsson (Grótta/KR 2001) - 8,00 Jaliesky Garcia (HK 2002) - 7,88 Þrír leikmenn hafa rofið tvö hundruð marka múrinn í efstu deild frá 1995. Baldur og Arnór hafa áður verið nefndir en auk þeirra náði Theodór Sigurbjörnsson því með ÍBV tímabilið 2016-17 (233 mörk). Baldur er sonur Bjarna Fritzsonar, þjálfara ÍR, sem varð tvívegis markakóngur efstu deildar á sínum ferli. Fyrst tímabilið 2009-10 með FH (149 mörk) og svo með Akureyri tímabilið 2011-12 (163 mörk). Baldur virðist hafa erft markagenið frá föður sínum, Bjarna Fritzsyni.vísir/vilhelm Baldur er jafnframt fyrsti markakóngur ÍR í efstu deild síðan 2014-15 þegar Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði 168 mörk, eða 7,64 mörk að meðaltali í leik. Sturla Ásgeirsson varð markakóngur tímabilið á undan (2013-14) og Ragnar Óskarsson tímabilið 1999-00. Olís-deild karla ÍR Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Baldur skoraði tíu mörk þegar ÍR tapaði fyrir FH, 33-29, í lokaumferð Olís-deildarinnar í gær. Tapið kom ekki að sök fyrir ÍR-inga sem enduðu í 10. sæti og leika þar með í Olís-deildinni á næsta tímabili. Baldur, sem er aðeins átján ára (fæddur 2007) fór mikinn á sínu fyrsta tímabili í Olís-deildinni og varð markakóngur hennar með 211 mörk. Hann lék alla 22 leiki ÍR og var því með 9,59 mörk að meðaltali í leik. Eftir því sem næst verður komist er það met í efstu deild á Íslandi. Metið yfir flest mörk á einu tímabili var, og er enn, í eigu Arnórs Atlasonar. Hann skoraði 237 mörk fyrir KA tímabilið 2003-04, eða 9,48 mörk að meðaltali í leik. Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Arnór Atlason var markahæstur á sínu síðasta tímabili hér heima.vísir/vilhelm Baldur sló ekki metið yfir flest mörk á einu tímabili, enda voru leikirnir í deildinni fjórum fleiri tímabilið 2003-04. En metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili virðist nú vera í eigu hans. Gagnagrunnur HSÍ nær þrjátíu ár aftur í tímann, eða til tímabilsins 1994-95. Upplýsingar um markakónga fyrir þann tíma eru ekki aðgengilegar. Það má þó áætla með nokkurri vissu að metið sé komið í eigu Baldurs enda voru mun færri mörk skoruð í handbolta í fyrndinni. Flest mörk að meðaltali í leik frá 1995 Baldur Fritz Bjarnason (ÍR 2025) - 9,59 Arnór Atlason (KA 2004) - 9,48 Theodór Sigurbjörnsson (ÍBV 2017) - 8,96 Julian Duranona (KA 1996) - 8,86 Halldór Jóhann Sigfússon (KA 2005) - 8,40 Mladen Cacic (ÍBV 2006) - 8,26 Ragnar Jóhannsson (Selfoss 2011) - 8,24 Haukur Þrastarson (Selfoss 2020) - 8,20 Hilmar Þórlindsson (Grótta/KR 2001) - 8,00 Jaliesky Garcia (HK 2002) - 7,88 Þrír leikmenn hafa rofið tvö hundruð marka múrinn í efstu deild frá 1995. Baldur og Arnór hafa áður verið nefndir en auk þeirra náði Theodór Sigurbjörnsson því með ÍBV tímabilið 2016-17 (233 mörk). Baldur er sonur Bjarna Fritzsonar, þjálfara ÍR, sem varð tvívegis markakóngur efstu deildar á sínum ferli. Fyrst tímabilið 2009-10 með FH (149 mörk) og svo með Akureyri tímabilið 2011-12 (163 mörk). Baldur virðist hafa erft markagenið frá föður sínum, Bjarna Fritzsyni.vísir/vilhelm Baldur er jafnframt fyrsti markakóngur ÍR í efstu deild síðan 2014-15 þegar Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði 168 mörk, eða 7,64 mörk að meðaltali í leik. Sturla Ásgeirsson varð markakóngur tímabilið á undan (2013-14) og Ragnar Óskarsson tímabilið 1999-00.
Baldur Fritz Bjarnason (ÍR 2025) - 9,59 Arnór Atlason (KA 2004) - 9,48 Theodór Sigurbjörnsson (ÍBV 2017) - 8,96 Julian Duranona (KA 1996) - 8,86 Halldór Jóhann Sigfússon (KA 2005) - 8,40 Mladen Cacic (ÍBV 2006) - 8,26 Ragnar Jóhannsson (Selfoss 2011) - 8,24 Haukur Þrastarson (Selfoss 2020) - 8,20 Hilmar Þórlindsson (Grótta/KR 2001) - 8,00 Jaliesky Garcia (HK 2002) - 7,88
Olís-deild karla ÍR Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira