Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar 28. mars 2025 13:30 Fjármálaráðherra fullyrti nýverið úr ræðustól Alþingis að verðmyndun á fiski á Íslandi væri ákveðin með sýndarviðskiptum innan sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þessi fullyrðing er röng og eingöngu til þess fallin að villa almenningi sýn. Meginreglan er að verð á fiski á Íslandi ræðst af endanlegu söluverði þeirra afurða sem unnar eru úr fiskinum. Verðið á fiskinum (hráefninu) er hlutfall af afurðaverði. Íslenskur sjávarútvegur hefur þróast þannig að veiðar og vinnsla eru að mestu á sömu hendi, fyrirkomulag sem hefur skilað íslensku samfélagi miklum ávinningi. Ísland-Noregur Samanburður á tveimur fyrirtækjum – annað í Noregi en hitt á Íslandi – staðfestir þetta með óyggjandi hætti. Norska fyrirtækið, líkt og flest önnur norsk sjávarútvegsfyrirtæki, sinnir einungis lágmarksvinnslu, það er hausun áður en fiskurinn er sendur til vinnslu í láglaunalöndum. Íslenska fyrirtækið fullvinnur aflann hér á landi. Þessi munur á fullvinnslu og frumvinnslu skilar sér í endanlegu afurðaverði: það er 16% hærra fyrir þorsk og 77% hærra fyrir ýsu hjá íslenska fyrirtækinu. Þar að auki er skattspor þess 88% hærra en þess norska, enda fer vinnslan fram á Íslandi og skapar störf og tekjur innanlands. Ríkisstyrkt samkeppni Þeir sem þekkja til sjávarútvegs hafa séð hvernig stórar og hátæknivæddar fiskvinnslur hafa verið reistar á láglaunasvæðum Evrópusambandsins með verulegum opinberum styrkjum. Þessar vinnslur njóta einnig ríkisstyrkja í daglegum rekstri og hafa niðurgreitt forskot í samkeppni um hráefni. Þessar vinnslur hafa verið að færa sig upp á skaftið á íslenskum fiskmörkuðum, ekki síst vegna þess hve kvóti Norðmanna í Barentshafi er lítill. Verð sem myndast við þessar aðstæður á fiskmörkuðum í útlöndum á nú að leggja til grundvallar við breytingu á veiðigjaldi á Íslandi. Vanhugsuð atlaga Með fyrirhuguðum breytingum á gjaldinu er ráðist að grundvallarforsendum íslensks sjávarútvegs, sem hefur skilað landi og þjóð meiri ávinningi af sjávarauðlindinni en flestum öðrum þjóðum. Skattar eru ágætlega skilgreindir í lögum og stjórnarskrá. Það væri því heiðarlegra af ráðherrum fjármála og atvinnuvega að tala um skatta þegar um skatta er að ræða í stað þess að fela sig á bak við orðagjálfur eins og „réttlæti“ og „leiðréttingu“. Atlaga að fyrirkomulagi veiða og vinnslu á Íslandi er vanhugsuð og verður ekki án neikvæðra afleiðinga, en þær hafa stjórnvöld þó ekki lagt neitt mat á. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra fullyrti nýverið úr ræðustól Alþingis að verðmyndun á fiski á Íslandi væri ákveðin með sýndarviðskiptum innan sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þessi fullyrðing er röng og eingöngu til þess fallin að villa almenningi sýn. Meginreglan er að verð á fiski á Íslandi ræðst af endanlegu söluverði þeirra afurða sem unnar eru úr fiskinum. Verðið á fiskinum (hráefninu) er hlutfall af afurðaverði. Íslenskur sjávarútvegur hefur þróast þannig að veiðar og vinnsla eru að mestu á sömu hendi, fyrirkomulag sem hefur skilað íslensku samfélagi miklum ávinningi. Ísland-Noregur Samanburður á tveimur fyrirtækjum – annað í Noregi en hitt á Íslandi – staðfestir þetta með óyggjandi hætti. Norska fyrirtækið, líkt og flest önnur norsk sjávarútvegsfyrirtæki, sinnir einungis lágmarksvinnslu, það er hausun áður en fiskurinn er sendur til vinnslu í láglaunalöndum. Íslenska fyrirtækið fullvinnur aflann hér á landi. Þessi munur á fullvinnslu og frumvinnslu skilar sér í endanlegu afurðaverði: það er 16% hærra fyrir þorsk og 77% hærra fyrir ýsu hjá íslenska fyrirtækinu. Þar að auki er skattspor þess 88% hærra en þess norska, enda fer vinnslan fram á Íslandi og skapar störf og tekjur innanlands. Ríkisstyrkt samkeppni Þeir sem þekkja til sjávarútvegs hafa séð hvernig stórar og hátæknivæddar fiskvinnslur hafa verið reistar á láglaunasvæðum Evrópusambandsins með verulegum opinberum styrkjum. Þessar vinnslur njóta einnig ríkisstyrkja í daglegum rekstri og hafa niðurgreitt forskot í samkeppni um hráefni. Þessar vinnslur hafa verið að færa sig upp á skaftið á íslenskum fiskmörkuðum, ekki síst vegna þess hve kvóti Norðmanna í Barentshafi er lítill. Verð sem myndast við þessar aðstæður á fiskmörkuðum í útlöndum á nú að leggja til grundvallar við breytingu á veiðigjaldi á Íslandi. Vanhugsuð atlaga Með fyrirhuguðum breytingum á gjaldinu er ráðist að grundvallarforsendum íslensks sjávarútvegs, sem hefur skilað landi og þjóð meiri ávinningi af sjávarauðlindinni en flestum öðrum þjóðum. Skattar eru ágætlega skilgreindir í lögum og stjórnarskrá. Það væri því heiðarlegra af ráðherrum fjármála og atvinnuvega að tala um skatta þegar um skatta er að ræða í stað þess að fela sig á bak við orðagjálfur eins og „réttlæti“ og „leiðréttingu“. Atlaga að fyrirkomulagi veiða og vinnslu á Íslandi er vanhugsuð og verður ekki án neikvæðra afleiðinga, en þær hafa stjórnvöld þó ekki lagt neitt mat á. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun