Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. mars 2025 16:57 Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, mætti á íbúafund í Grafarvogi þar sem mörgum var heitt í hamsi. Vísir/Vilhelm Íbúa í Grafarvogi fannst henni hafa verið ógnað af borgarfulltrúa á íbúafundi í Grafarvogi eftir að hafa sakað Reykjavíkurborg um lygar. Fólki var heitt í hamsi þegar áform um uppbyggingu hverfisins voru rædd. Kynningarfundur um þéttingu byggðar í Grafarvogi var haldinn á fimmtudag í síðustu viku vegna áforma um þéttingu byggðar í hverfinu. Tillögur Reykjavíkurborgar hafa hlotið mikla gagnrýni frá íbúum í Grafarvogi. Meðal fundargesta var Bergþóra Long, 29 ára íbúi í Grafarvogi. „Fólki var alveg heitt í hamsi en ég mætti samt á þennan fund ekki í neinum baráttuham. Mig langaði bara til að hlusta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Að kynningunni lokinni var hópnum skipt í fernt. Bergþóra gaf sig á tal við Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata. „Þannig ég spyr hana hvort það sé ekki spurning á að við byrjum að selja allar óseldu íbúðirnar í Gufunesi,“ segir Bergþóra. Móðir Bergþóru hafi þá tekið þátt í samræðunum og hún deilt því með Alexöndru að umferðin í hverfinu væri afskaplega mikil. Vinnustaður hennar er þar sem mesta umferðaröngþveitið sé í hverfinu. „Þá kemur mamma inn í þetta og segir hvernig hún horfi á þetta alla daga. Samgöngur hafi ekki staðist og borgin hafi logið,“ segir Bergþóra. Alexandra hafi ekki tekið vel í orð móðurinnar um lygar borgarinnar og breitt úr sér, farið út með brjóstkassann og baðað út höndunum. „Hún var með hendurnar þannig að þetta var bara ógnun, finnst mér og mömmu. Mamma tók þessu ekki vel,“ segir Bergþóra. „Ég er ekkert reið vanalega yfir litlum hlutum en mér blöskraði svo. Ég varð brjáluð.“ Bergþóra segir bæði hana og móður sína hafa upplifað þetta sem ógnun. „Þó hún hafi ekki lamið neinn þá finnst mér þetta ógnun.“ Á myndskeiði sem barst fréttastofu sjást Alexandra og Bergþóra eiga í mjög háværum samskiptum eftir að atvikið átti sér stað. Eftir atvikið hafi Alexandra komið að móðurinni og beðið hana afsökunar vegna atviksins. Móðirin hafi tekið við afsökunarbeiðninni en á að hafa tjáð borgarfulltrúanum að henni fyndist hegðunin óviðeigandi. „Mamma var í miklu uppnámi fram á kvöld,“ segir Bergþóra. Erfiður fundur eftir erfiðan dag „Þetta var erfiður fundur og hluti af löngum og erfiðum degi,“ segir Alexandra í samtali við fréttastofu. Hún segist miður sín að yfir atvikinu. „Þarna var verið að gefa í skyn að ég væri ekki að starfa af heilindum. Ég hækkaði róminn aðeins sem ég hefði ekki átt að gera. Mér þykir það leitt að henni hafi liðið illa í þessu en um leið og þegar ég gerði mér grein fyrir því fór ég til hennar og spjallaði við hana,“ segir hún. Mikið hafi verið um á fundinum og margir vildu ræða við hana um málið. „Í rauninni var það ljóst um leið og við mættum að það var hiti. Það var ljóst strax að þetta yrði aldrei jákvæður fundur sem réðist af því hvað var mikill hiti alveg frá upphafi og lítil þolinmæði til að ræða þetta efnislega. Eins og ég segi sumt fólk hefur sterkar skoðanir og við þurfum að skoða þessi mál aðeins betur en líka að vera í jafnvægi við þörf fyrir húsnæði í borginni.“ Byggðamál Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Kynningarfundur um þéttingu byggðar í Grafarvogi var haldinn á fimmtudag í síðustu viku vegna áforma um þéttingu byggðar í hverfinu. Tillögur Reykjavíkurborgar hafa hlotið mikla gagnrýni frá íbúum í Grafarvogi. Meðal fundargesta var Bergþóra Long, 29 ára íbúi í Grafarvogi. „Fólki var alveg heitt í hamsi en ég mætti samt á þennan fund ekki í neinum baráttuham. Mig langaði bara til að hlusta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Að kynningunni lokinni var hópnum skipt í fernt. Bergþóra gaf sig á tal við Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata. „Þannig ég spyr hana hvort það sé ekki spurning á að við byrjum að selja allar óseldu íbúðirnar í Gufunesi,“ segir Bergþóra. Móðir Bergþóru hafi þá tekið þátt í samræðunum og hún deilt því með Alexöndru að umferðin í hverfinu væri afskaplega mikil. Vinnustaður hennar er þar sem mesta umferðaröngþveitið sé í hverfinu. „Þá kemur mamma inn í þetta og segir hvernig hún horfi á þetta alla daga. Samgöngur hafi ekki staðist og borgin hafi logið,“ segir Bergþóra. Alexandra hafi ekki tekið vel í orð móðurinnar um lygar borgarinnar og breitt úr sér, farið út með brjóstkassann og baðað út höndunum. „Hún var með hendurnar þannig að þetta var bara ógnun, finnst mér og mömmu. Mamma tók þessu ekki vel,“ segir Bergþóra. „Ég er ekkert reið vanalega yfir litlum hlutum en mér blöskraði svo. Ég varð brjáluð.“ Bergþóra segir bæði hana og móður sína hafa upplifað þetta sem ógnun. „Þó hún hafi ekki lamið neinn þá finnst mér þetta ógnun.“ Á myndskeiði sem barst fréttastofu sjást Alexandra og Bergþóra eiga í mjög háværum samskiptum eftir að atvikið átti sér stað. Eftir atvikið hafi Alexandra komið að móðurinni og beðið hana afsökunar vegna atviksins. Móðirin hafi tekið við afsökunarbeiðninni en á að hafa tjáð borgarfulltrúanum að henni fyndist hegðunin óviðeigandi. „Mamma var í miklu uppnámi fram á kvöld,“ segir Bergþóra. Erfiður fundur eftir erfiðan dag „Þetta var erfiður fundur og hluti af löngum og erfiðum degi,“ segir Alexandra í samtali við fréttastofu. Hún segist miður sín að yfir atvikinu. „Þarna var verið að gefa í skyn að ég væri ekki að starfa af heilindum. Ég hækkaði róminn aðeins sem ég hefði ekki átt að gera. Mér þykir það leitt að henni hafi liðið illa í þessu en um leið og þegar ég gerði mér grein fyrir því fór ég til hennar og spjallaði við hana,“ segir hún. Mikið hafi verið um á fundinum og margir vildu ræða við hana um málið. „Í rauninni var það ljóst um leið og við mættum að það var hiti. Það var ljóst strax að þetta yrði aldrei jákvæður fundur sem réðist af því hvað var mikill hiti alveg frá upphafi og lítil þolinmæði til að ræða þetta efnislega. Eins og ég segi sumt fólk hefur sterkar skoðanir og við þurfum að skoða þessi mál aðeins betur en líka að vera í jafnvægi við þörf fyrir húsnæði í borginni.“
Byggðamál Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira