Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2025 15:00 Albert Guðmundsson með bros á vör í leiknum við Atalanta í dag. Getty/Andrea Martini Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina tóku á móti sterku liði Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í dag og fögnuðu sætum 1-0 sigri. Albert var á sínum stað í byrjunarliði Fiorentina, eftir að hafa skorað í þremur leikjum í röð fyrir landsleikjahléið. Hann skoraði þó ekki í dag því eina mark leiksins kom úr smiðju Moise Kean sem þar með hefur skorað sextán mörk í ítölsku deildinni í vetur. Hann skoraði markið upp á sitt einsdæmi með því að vinna boltann af aftasta manni, í miðjuhringnum, taka langan sprett að marki gestanna og skora. 16 - Moise Kean (16) is the first Italian player to score more than 15 goals in a #SerieA season with Fiorentina since Giuseppe Rossi, 16 goals in 2013/14. Unstoppable. pic.twitter.com/fv4D1gRGax— OptaPaolo (@OptaPaolo) March 30, 2025 Fiorentina er nú í 7. sæti með 51 stig eftir 30 leiki, aðeins fimm stigum frá Bologna sem er í 4. sæti en fjögur efstu liðin eru örugg um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Atalanta er með 58 stig í 3. sætinu, eftir tvö töp í röð, og líklega úr leik í baráttunni um ítalska meistaratitilinn. Inter er efst með 64 stig og Napoli í 2. sæti með 61 en þessi lið eiga nú leik til góða á Atalanta síðar í dag. Ítalski boltinn
Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina tóku á móti sterku liði Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í dag og fögnuðu sætum 1-0 sigri. Albert var á sínum stað í byrjunarliði Fiorentina, eftir að hafa skorað í þremur leikjum í röð fyrir landsleikjahléið. Hann skoraði þó ekki í dag því eina mark leiksins kom úr smiðju Moise Kean sem þar með hefur skorað sextán mörk í ítölsku deildinni í vetur. Hann skoraði markið upp á sitt einsdæmi með því að vinna boltann af aftasta manni, í miðjuhringnum, taka langan sprett að marki gestanna og skora. 16 - Moise Kean (16) is the first Italian player to score more than 15 goals in a #SerieA season with Fiorentina since Giuseppe Rossi, 16 goals in 2013/14. Unstoppable. pic.twitter.com/fv4D1gRGax— OptaPaolo (@OptaPaolo) March 30, 2025 Fiorentina er nú í 7. sæti með 51 stig eftir 30 leiki, aðeins fimm stigum frá Bologna sem er í 4. sæti en fjögur efstu liðin eru örugg um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Atalanta er með 58 stig í 3. sætinu, eftir tvö töp í röð, og líklega úr leik í baráttunni um ítalska meistaratitilinn. Inter er efst með 64 stig og Napoli í 2. sæti með 61 en þessi lið eiga nú leik til góða á Atalanta síðar í dag.