„Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. mars 2025 11:30 Thea Imani er klár í stórleik helgarinnar. vísir Thea Imani Sturludóttir hefur notið sín vel með kvennaliði Vals í handbolta í vetur og verið öflug í EHF-bikarnum. Komið er að undanúrslitaleik þar sem Valskonur geta skráð sig í sögubækurnar. Valur fagnaði sigri í deildinni hér heima á fimmtudaginn var. Öruggur sigur á Gróttu skilaði titlinum í höfn. Það var þó ekki mikill tími til að fagna, með Evrópuleik sunnudagsins handan við hornið. „Við fögnuðum aðeins inni í klefa og erum allar ánægðar með þetta. En um leið þá var krefjandi að halda einbeitingu á deildinni því við vissum af þessum Evrópuleik. Núna er hausinn kominn alveg á Evrópu,“ segir Thea en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Viðtal við Theu fyrir Evrópuleikinn Thea segir að mikil einbeiting sé á undirbúninginn fyrir leikinn við Iuventa frá Slóvakíu á sunnudag. „Við erum búnar að vera í mörgum leikjum og stutt á milli. Maður er bara spenntur fyrir leiknum en um leið einbeittur. Við erum bara í því að undirbúa okkur. Sá tími er mjög mikilvægur þegar er svona stutt á milli og þegar maður er að spila á móti liði sem maður þekkir ekki eins vel,“ segir Thea. Valskonur hafa farið víða og slegið út sterk lið frá Svíþjóð, Spáni og Tékklandi. En hvað stendur upp úr í þessu Evrópuævintýri hingað til? „Bara hvað það er gaman að vera í þessu liði með þessum stelpum. Þær eru steiktar en þær eru líka geggjað skemmtilegar,“ segir Thea létt. Tók tíma að læra á andstæðinginn Fyrri leikur einvígisins fór fram ytra og tapaðist með tveimur mörkum síðustu helgi. Valur var sex mörkum undir í hálfleik og tók liðið sinn tíma að læra inn á andstæðinginn. Leikmenn liðsins eru sannfærðir um að þeir geti unnið þann litla mun upp á eigin heimavelli. „Við grófum okkar eigin skurð þarna undir með því að lenda svo langt undir. Við náðum að jafna, sem sýnir að ef við hefðum ekki gert þessi mistök sem við gerðum í fyrri hálfleik hefði þetta verið allt annar leikur. Núna erum við komnar á okkar heimavöll, þær þurfa að ferðast hingað og allt það. Ég er gríðarlega spennt og mjög jákvæð fyrir þetta,“ segir Thea. Leikur Vals og Iuventa fer fram klukkan 17:30 á sunnudaginn kemur. Valur Olís-deild kvenna EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Valur fagnaði sigri í deildinni hér heima á fimmtudaginn var. Öruggur sigur á Gróttu skilaði titlinum í höfn. Það var þó ekki mikill tími til að fagna, með Evrópuleik sunnudagsins handan við hornið. „Við fögnuðum aðeins inni í klefa og erum allar ánægðar með þetta. En um leið þá var krefjandi að halda einbeitingu á deildinni því við vissum af þessum Evrópuleik. Núna er hausinn kominn alveg á Evrópu,“ segir Thea en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Viðtal við Theu fyrir Evrópuleikinn Thea segir að mikil einbeiting sé á undirbúninginn fyrir leikinn við Iuventa frá Slóvakíu á sunnudag. „Við erum búnar að vera í mörgum leikjum og stutt á milli. Maður er bara spenntur fyrir leiknum en um leið einbeittur. Við erum bara í því að undirbúa okkur. Sá tími er mjög mikilvægur þegar er svona stutt á milli og þegar maður er að spila á móti liði sem maður þekkir ekki eins vel,“ segir Thea. Valskonur hafa farið víða og slegið út sterk lið frá Svíþjóð, Spáni og Tékklandi. En hvað stendur upp úr í þessu Evrópuævintýri hingað til? „Bara hvað það er gaman að vera í þessu liði með þessum stelpum. Þær eru steiktar en þær eru líka geggjað skemmtilegar,“ segir Thea létt. Tók tíma að læra á andstæðinginn Fyrri leikur einvígisins fór fram ytra og tapaðist með tveimur mörkum síðustu helgi. Valur var sex mörkum undir í hálfleik og tók liðið sinn tíma að læra inn á andstæðinginn. Leikmenn liðsins eru sannfærðir um að þeir geti unnið þann litla mun upp á eigin heimavelli. „Við grófum okkar eigin skurð þarna undir með því að lenda svo langt undir. Við náðum að jafna, sem sýnir að ef við hefðum ekki gert þessi mistök sem við gerðum í fyrri hálfleik hefði þetta verið allt annar leikur. Núna erum við komnar á okkar heimavöll, þær þurfa að ferðast hingað og allt það. Ég er gríðarlega spennt og mjög jákvæð fyrir þetta,“ segir Thea. Leikur Vals og Iuventa fer fram klukkan 17:30 á sunnudaginn kemur.
Valur Olís-deild kvenna EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni