Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. mars 2025 09:33 Max Verstappen og Liam Lawson keyrðu aðeins tvisvar saman sem liðsfélagar, í Ástralíu og Kína. Yuki Tsunoda verður í hinum Red Bull bílnum í Japan. Bryn Lennon - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Helmut Marko, helsti ráðgjafi forstjóra Red Bull í Formúlu 1, segir að heimsmeistarinn Max Verstappen sé ósattur með meðferðina sem liðsfélagi hans fékk. Liam Lawson var sendur aftur niður í ungmennaliðið eftir að hafa ekki fengið stig í fyrstu tveimur keppnunum. „Við vitum að Max er óánægður, en við þurfum tvo bíla framarlega. Ekki bara fyrir bílasmiðakeppnina, heldur líka til að hjálpa Max að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil. Þú getur keyrt og keppt af meiri kænsku þannig,“ sagði Marko í viðtali við De Telegraaf. Marko fer einnig fyrir Racing Bulls, ungmennaliði Red Bull, sem Liam Lawson mun nú keppa aftur fyrir eftir aðeins hundrað daga í aðalliðinu. Yuki Tsunoda fer í hina áttina og keyrir Red Bull bíl í japanska kappakstrinum fyrstu helgina í apríl. „Við þurftum að bregðast við áður en hann missti sjálfstraustið algjörlega. Við megum ekki gleyma því að ferillinn hans er ekki búinn. Hann er kominn aftur í Racing Bulls, lið með bíl sem getur vel skorað einhver stig, bíll sem er töluvert auðveldari í akstri, en aðallega, í liði þar sem hann verður ekki borinn saman við Max Verstappen“ skrifaði Marko í vikulegum pistli sínum á speedweek.com. Liam Lawson tjáði sig á Instagram í gær, í fyrsta sinn opinberlega síðan breytingin var tilkynnt. Þar sagði hann draum sinn síðan í barnæsku hafa verið að keyra Red Bull bíl, eitthvað sem hann vann að alla ævi. Þetta hafi verið honum erfitt. View this post on Instagram A post shared by Liam Lawson (@liamlawson30) Næsti kappakstur í Formúlu 1 fer fram í Japan sunnudaginn 6. apríl og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Akstursíþróttir Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
„Við vitum að Max er óánægður, en við þurfum tvo bíla framarlega. Ekki bara fyrir bílasmiðakeppnina, heldur líka til að hjálpa Max að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil. Þú getur keyrt og keppt af meiri kænsku þannig,“ sagði Marko í viðtali við De Telegraaf. Marko fer einnig fyrir Racing Bulls, ungmennaliði Red Bull, sem Liam Lawson mun nú keppa aftur fyrir eftir aðeins hundrað daga í aðalliðinu. Yuki Tsunoda fer í hina áttina og keyrir Red Bull bíl í japanska kappakstrinum fyrstu helgina í apríl. „Við þurftum að bregðast við áður en hann missti sjálfstraustið algjörlega. Við megum ekki gleyma því að ferillinn hans er ekki búinn. Hann er kominn aftur í Racing Bulls, lið með bíl sem getur vel skorað einhver stig, bíll sem er töluvert auðveldari í akstri, en aðallega, í liði þar sem hann verður ekki borinn saman við Max Verstappen“ skrifaði Marko í vikulegum pistli sínum á speedweek.com. Liam Lawson tjáði sig á Instagram í gær, í fyrsta sinn opinberlega síðan breytingin var tilkynnt. Þar sagði hann draum sinn síðan í barnæsku hafa verið að keyra Red Bull bíl, eitthvað sem hann vann að alla ævi. Þetta hafi verið honum erfitt. View this post on Instagram A post shared by Liam Lawson (@liamlawson30) Næsti kappakstur í Formúlu 1 fer fram í Japan sunnudaginn 6. apríl og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Akstursíþróttir Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira