Löng fangelsisvist blasir við popparanum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. mars 2025 13:00 Sean Kingston er þekktur fyrir smellina Beautiful Girls og Eenie Meenie. Getty/Jason Koerner Rapparinn Sean Kingston hefur verið dæmdur sekur fyrir margra milljóna króna fjársvik. Hann á yfir höfði sér marga tuga ára fangelsisvist fyrir lögbrotin. Kingston og Janice Turner, móðir hans, voru dæmd sek um fjögur tilfelli af fjársvikum og eina tilraun til fjársvika. Svikin voru upp á um eina milljón bandarískra dollara sem samsvarar rétt rúmlega 132 milljónum íslenskra króna. Atburðarásin hófst í maí árið 2024 þegar mæðginin voru handtekin í Flórída-fylki í Bandaríkjunum af lögregluteymi sem réðst inn í hús Kingston. Þá var búið að ákæra Kingston fyrir þjófnað. Í júlí það sama ár voru þau mæðginin ákærð fyrir áðurnefnd fjársvik. Kingston og Turner þóttust kaupa dýrar lúxusvörur, svo sem armbandsúr og bíla, en fölsuðu síðan kvittanir sem sýndu að millifærslur fyrir vörurnar myndu berast innan nokkurra daga. Eitt af helstu sönnunargögnunum, samkvæmt umfjöllun Variety, voru skilaboð sem Kingston sendi á móður sína. „Ég sagði þér að gera falska kvittun svo það lítur út fyrir að millifærslan muni berast innan nokkurra daga,“ skrifaði Kingston. Moshe Edery, skartgripasali, bar vitni fyrir dómi þar sem hann sagðist hafa gefið Kingston Audemars Piguet úr að virði 285 þúsund dollara eða um 37 og hálf milljón króna. Fyrir gjöfina hafi Kingston sagst ætla taka Edery með sér á rauðan dregil og í tökur á tónlistarmyndbandi. Þá hafi hann sent Edery skjáskot af falskri millifærslu. Edery var rekinn úr starfi fyrir gjöfina eftir að Kingston greiddi ekki. Samkvæmt umfjöllun Page Six verður dómsuppkvaðning Kingston og Turner 11. júlí næstkomandi. Hámarksrefsing fyrir hvert af þessum fimm brotum sem mæðginin hafa verið dæmd sek um eru tuttugu ár. Kingston og Turner horfa því upp á marga tuga ára fangelsisvist fyrir lögbrotin. Sean Kingston er helst þekktur fyrir lögin Beautiful Girls, sem kom út árið 2007 og Eenie Meenie þar sem poppstirnið Justin Bieber syngur með. Hann kom til Íslands árið 2015 þar sem hann spilaði á busaballi Verslunarskóla Íslands. Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Fleiri fréttir Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Sjá meira
Kingston og Janice Turner, móðir hans, voru dæmd sek um fjögur tilfelli af fjársvikum og eina tilraun til fjársvika. Svikin voru upp á um eina milljón bandarískra dollara sem samsvarar rétt rúmlega 132 milljónum íslenskra króna. Atburðarásin hófst í maí árið 2024 þegar mæðginin voru handtekin í Flórída-fylki í Bandaríkjunum af lögregluteymi sem réðst inn í hús Kingston. Þá var búið að ákæra Kingston fyrir þjófnað. Í júlí það sama ár voru þau mæðginin ákærð fyrir áðurnefnd fjársvik. Kingston og Turner þóttust kaupa dýrar lúxusvörur, svo sem armbandsúr og bíla, en fölsuðu síðan kvittanir sem sýndu að millifærslur fyrir vörurnar myndu berast innan nokkurra daga. Eitt af helstu sönnunargögnunum, samkvæmt umfjöllun Variety, voru skilaboð sem Kingston sendi á móður sína. „Ég sagði þér að gera falska kvittun svo það lítur út fyrir að millifærslan muni berast innan nokkurra daga,“ skrifaði Kingston. Moshe Edery, skartgripasali, bar vitni fyrir dómi þar sem hann sagðist hafa gefið Kingston Audemars Piguet úr að virði 285 þúsund dollara eða um 37 og hálf milljón króna. Fyrir gjöfina hafi Kingston sagst ætla taka Edery með sér á rauðan dregil og í tökur á tónlistarmyndbandi. Þá hafi hann sent Edery skjáskot af falskri millifærslu. Edery var rekinn úr starfi fyrir gjöfina eftir að Kingston greiddi ekki. Samkvæmt umfjöllun Page Six verður dómsuppkvaðning Kingston og Turner 11. júlí næstkomandi. Hámarksrefsing fyrir hvert af þessum fimm brotum sem mæðginin hafa verið dæmd sek um eru tuttugu ár. Kingston og Turner horfa því upp á marga tuga ára fangelsisvist fyrir lögbrotin. Sean Kingston er helst þekktur fyrir lögin Beautiful Girls, sem kom út árið 2007 og Eenie Meenie þar sem poppstirnið Justin Bieber syngur með. Hann kom til Íslands árið 2015 þar sem hann spilaði á busaballi Verslunarskóla Íslands.
Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Fleiri fréttir Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein