Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2025 13:30 Baldur segir ljóst að Bandaríkin muni ekki sætta sig við að önnur ríki geti haft áhrif á varnar- og hernaðaruppbyggingu hérlendis. Stóra spurningin sé hvort Bandaríkjamenn muni vilja ráða för þegar kemur að efnahagsmálum og viðskiptum þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í stöðu smáríkja í alþjóðasamfélaginu, segir tímaspursmál hvenær Bandaríkjastjórn fer að tala með sama hætti um Ísland og hún hefur gert um Grænland. Mikilvægi Íslands fyrir varnir Bandaríkjanna sé óumdeilt. „Það er samstaða um það í Washington að líta þannig á að Ísland sé á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Þannig að í ljósi útþenslustefnu nýrrar stjórnar, sem hún fer ekkert leynt með, munu þeir vilja tryggja það að íslensk stjórnvöld fari í einu og öllu að vilja þeirra,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor í samtali við fréttastofu. Hann segir hins vegar ekki ljóst hversu langt Trump-stjórnin sé tilbúin að ganga, til þess að tryggja að ríki innan áhrifasvæðisins lúti vilja Bandaríkjanna. „Það eigum við eftir að sjá á Grænlandi. En þeir eru að ganga æði langt, og nærri bæði dönskum og grænlenskum stjórnvöldum.“ Hagsmunir margra smáríkja undir Ekki sé hægt að túlka atburðarás síðustu daga og vikna sem annað en tilraun Trump-stjórnarinnar til að taka yfir Grænland. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti bandaríska herstöð á Grænlandi í gær, og lét hafa eftir sér að Danir hefðu ekki staðið sig nægilega vel í fjárfestingum í innviðum á eyjunni, sem er sjálfsstjórnarsvæði undir dönsku krúnunni. Ummælin féllu ekki vel í kramið hjá forsætisráðherra Danmerkur, né heldur utanríkisráðherranum. „Ísland á allt undir því að stór ríki virði fullveldi lítilla ríkja, virði alþjóðalög og virði landamæri ríkja. Ef heimurinn þróast í þá átt að stóru ríkin, eins og Rússland er að gera og Bandaríkin líka, hætta að virða landamæri ríkja, þá er illa komið fyrir smáríkjum. Ekki bara okkur heldur mörgum öðrum.“ Spurningin hversu mikla stjórn Bandaríkin vilja Baldur er fullviss um að Bandaríkin muni aldrei sætta sig við að önnur ríki geti íhlutast um hernaðaruppbyggingu á Íslandi. Stærsta spurningin sem eftir standi sé hvort bandarísk stjórnvöld muni vilja hlutast til um hvert Ísland hallar sér í viðskiptum og efnahagsmálum. „Og hvort að Bandaríkin muni skipta sér af fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið um aðild. Það er stóra spurningin, hvort Bandaríkin vilji bara ráða ferðinni þegar kemur að utanríkisstefnu Íslands. Ekki bara þegar kemur að varnarmálum heldur líka viðskiptum og efnahagssamvinnu,“ segir Baldur. Grænland Danmörk Bandaríkin Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani. 29. mars 2025 13:22 Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25 Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. 28. mars 2025 21:17 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
„Það er samstaða um það í Washington að líta þannig á að Ísland sé á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Þannig að í ljósi útþenslustefnu nýrrar stjórnar, sem hún fer ekkert leynt með, munu þeir vilja tryggja það að íslensk stjórnvöld fari í einu og öllu að vilja þeirra,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor í samtali við fréttastofu. Hann segir hins vegar ekki ljóst hversu langt Trump-stjórnin sé tilbúin að ganga, til þess að tryggja að ríki innan áhrifasvæðisins lúti vilja Bandaríkjanna. „Það eigum við eftir að sjá á Grænlandi. En þeir eru að ganga æði langt, og nærri bæði dönskum og grænlenskum stjórnvöldum.“ Hagsmunir margra smáríkja undir Ekki sé hægt að túlka atburðarás síðustu daga og vikna sem annað en tilraun Trump-stjórnarinnar til að taka yfir Grænland. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti bandaríska herstöð á Grænlandi í gær, og lét hafa eftir sér að Danir hefðu ekki staðið sig nægilega vel í fjárfestingum í innviðum á eyjunni, sem er sjálfsstjórnarsvæði undir dönsku krúnunni. Ummælin féllu ekki vel í kramið hjá forsætisráðherra Danmerkur, né heldur utanríkisráðherranum. „Ísland á allt undir því að stór ríki virði fullveldi lítilla ríkja, virði alþjóðalög og virði landamæri ríkja. Ef heimurinn þróast í þá átt að stóru ríkin, eins og Rússland er að gera og Bandaríkin líka, hætta að virða landamæri ríkja, þá er illa komið fyrir smáríkjum. Ekki bara okkur heldur mörgum öðrum.“ Spurningin hversu mikla stjórn Bandaríkin vilja Baldur er fullviss um að Bandaríkin muni aldrei sætta sig við að önnur ríki geti íhlutast um hernaðaruppbyggingu á Íslandi. Stærsta spurningin sem eftir standi sé hvort bandarísk stjórnvöld muni vilja hlutast til um hvert Ísland hallar sér í viðskiptum og efnahagsmálum. „Og hvort að Bandaríkin muni skipta sér af fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið um aðild. Það er stóra spurningin, hvort Bandaríkin vilji bara ráða ferðinni þegar kemur að utanríkisstefnu Íslands. Ekki bara þegar kemur að varnarmálum heldur líka viðskiptum og efnahagssamvinnu,“ segir Baldur.
Grænland Danmörk Bandaríkin Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani. 29. mars 2025 13:22 Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25 Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. 28. mars 2025 21:17 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani. 29. mars 2025 13:22
Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25
Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. 28. mars 2025 21:17