Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Aron Guðmundsson skrifar 30. mars 2025 10:33 Stefán Teitur Þórðarson fagnar sigurmarki sínu gegn Portsmouth um helgina en það kom á ögurstundu. PNEFC/Ian Robinson Í enska bikarnum eigum við Íslendingar okkar fulltrúa í átta liða úrslitunum, Skagamanninn Stefán Teit Þórðarson, leikmann Preston North End, sem verður í eldlínunni þegar að enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa mætir í heimsókn í dag. Stefán er á sínu fyrsta tímabili á Englandi eftir að hafa gengið til liðs við Preston frá danska úrvalsdeildarfélaginu Silkeborg. Nú þegar er Stefán Teitur orðinn mikilvægur hlekkur í liði Preston, Skagamaðurinn hefur komið við sögu í 38 leikjum á yfirstandandi tímabili og í þokkabót komið að nokkrum mörkum. Hann skoraði meðal annars dramatískt sigurmark í síðustu umferð í ensku B-deildinni gegn Portsmouth. „Það tók kannski smá tíma að venjast öllu á Englandi en ég hef verið að spila rosalega mikið og vel núna undanfarna fjóra til fimm mánuði. Ég fékk nýja stöðu eftir að ég kom þarna inn, er orðinn eina sexan í liðinu núna, öðruvísi staða en ég er vanur frá tíð minni í Danmörku en líður frábærlega innan sem utan vallar á Englandi. Það hefur sýnt sig í frammistöðu minni með Preston.“ Preston er um miðja deild í ensku B-deildinni og möguleikarnir á að komast upp í ensku úrvalsdeildina litlir. En í enska bikarnum er liðið komið alla leið í átta liða úrslit, er eina liðið úr neðri deildum Englands sem er eftir í þeirri keppni og á í dag leik þar gegn enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa á heimavelli. Aston Villa hefur verið með betri liðum Englands undanfarið ár eða svo og er komið alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Verðugt verkefni fyrir Stefán Teit og liðsfélaga hans í Preston en Skagamaðurinn hefur trú. Er maður að leyfa sér að dreyma um eitthvað bikarævintýri? „Já hundrað prósent. Þetta er í fyrsta skipti í einhver sextíu ár sem Preston North End kemst alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Maður finnur að það er mikil stemning og spenna fyrir þessu í öllum hópnum. Við erum nú þegar búnir að slá út úrvalsdeildarlið á tímabilinu í enska deildarbikarnum þar sem að við höfðum betur gegn Fulham. Það verður vonandi bara sama uppi á teningnum í bikarnum og við náum að slá út Aston Villa og koma okkur á Wembley.“ Leikur Preston Norh End og Aston Villa í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone sport klukkan hálf eitt í dag. Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Stefán er á sínu fyrsta tímabili á Englandi eftir að hafa gengið til liðs við Preston frá danska úrvalsdeildarfélaginu Silkeborg. Nú þegar er Stefán Teitur orðinn mikilvægur hlekkur í liði Preston, Skagamaðurinn hefur komið við sögu í 38 leikjum á yfirstandandi tímabili og í þokkabót komið að nokkrum mörkum. Hann skoraði meðal annars dramatískt sigurmark í síðustu umferð í ensku B-deildinni gegn Portsmouth. „Það tók kannski smá tíma að venjast öllu á Englandi en ég hef verið að spila rosalega mikið og vel núna undanfarna fjóra til fimm mánuði. Ég fékk nýja stöðu eftir að ég kom þarna inn, er orðinn eina sexan í liðinu núna, öðruvísi staða en ég er vanur frá tíð minni í Danmörku en líður frábærlega innan sem utan vallar á Englandi. Það hefur sýnt sig í frammistöðu minni með Preston.“ Preston er um miðja deild í ensku B-deildinni og möguleikarnir á að komast upp í ensku úrvalsdeildina litlir. En í enska bikarnum er liðið komið alla leið í átta liða úrslit, er eina liðið úr neðri deildum Englands sem er eftir í þeirri keppni og á í dag leik þar gegn enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa á heimavelli. Aston Villa hefur verið með betri liðum Englands undanfarið ár eða svo og er komið alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Verðugt verkefni fyrir Stefán Teit og liðsfélaga hans í Preston en Skagamaðurinn hefur trú. Er maður að leyfa sér að dreyma um eitthvað bikarævintýri? „Já hundrað prósent. Þetta er í fyrsta skipti í einhver sextíu ár sem Preston North End kemst alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Maður finnur að það er mikil stemning og spenna fyrir þessu í öllum hópnum. Við erum nú þegar búnir að slá út úrvalsdeildarlið á tímabilinu í enska deildarbikarnum þar sem að við höfðum betur gegn Fulham. Það verður vonandi bara sama uppi á teningnum í bikarnum og við náum að slá út Aston Villa og koma okkur á Wembley.“ Leikur Preston Norh End og Aston Villa í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone sport klukkan hálf eitt í dag.
Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira