Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. mars 2025 13:31 Valgerður stígur næst í hringinn í lok vikunnar. vísir/bjarni Eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum, Valgerður Guðsteinsdóttir, er ekki af baki dottin þó svo hún nálgist fertugt. Hún ætlar sér enn alla leið í íþróttinni. Hin 39 ára gamla Valgerður hefur oftar en ekki þurft að æfa ein hér heima en nú er hún komin að hjá hnefaleikafélagi á Englandi þar sem hún getur æft með fleiri öflugum konum. „Ég er komin með tvo nýja þjálfara þar í flottum, nýlegum klúbbi. Ég hafði samband við þá í nóvember og þeir sögðust strax ætla að taka mig,“ segir Valgerður kát. Þetta skref hefur strax borið ávöxt því Valgerður fær bardaga á Englandi í lok næstu viku. Hún býr enn heima á Íslandi og það er mikið púsluspil að hoppa milli landa. „Þetta gengur vel því ég á frábæra fjölskyldu, frábæran mann og svo er ég með æðislega vinnuveitendur. Ég get stokkið út þegar ég þarf en held samt vinnunni því ég þarf að sjá fyrir mér,“ segir hnefaleikakonan en allt kostar þetta skildinginn. „Sérstaklega þegar maður er mikið einn. Þrátt fyrir stuðningsaðila hef ég verið mikið í mínus í gegnum árin. Ég hef aldrei verið nálægt því að hætta en stundum kemur upp af hverju er ég að þessu. Sérstaklega þegar á móti blæs.“ Metnaðurinn og dugnaðurinn er mikill og okkar kona er með skýr markmið. „Ég veit hvert ég stefni og hvað ég get. Nú er ég með réttu mennina til að hjálpa mér að komast þangað. Ég ætla í stóra beltin, titlana. Ég verð í þessu þar til ég næ mínum markmiðum og þar til ég er sátt.“ Box Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Hin 39 ára gamla Valgerður hefur oftar en ekki þurft að æfa ein hér heima en nú er hún komin að hjá hnefaleikafélagi á Englandi þar sem hún getur æft með fleiri öflugum konum. „Ég er komin með tvo nýja þjálfara þar í flottum, nýlegum klúbbi. Ég hafði samband við þá í nóvember og þeir sögðust strax ætla að taka mig,“ segir Valgerður kát. Þetta skref hefur strax borið ávöxt því Valgerður fær bardaga á Englandi í lok næstu viku. Hún býr enn heima á Íslandi og það er mikið púsluspil að hoppa milli landa. „Þetta gengur vel því ég á frábæra fjölskyldu, frábæran mann og svo er ég með æðislega vinnuveitendur. Ég get stokkið út þegar ég þarf en held samt vinnunni því ég þarf að sjá fyrir mér,“ segir hnefaleikakonan en allt kostar þetta skildinginn. „Sérstaklega þegar maður er mikið einn. Þrátt fyrir stuðningsaðila hef ég verið mikið í mínus í gegnum árin. Ég hef aldrei verið nálægt því að hætta en stundum kemur upp af hverju er ég að þessu. Sérstaklega þegar á móti blæs.“ Metnaðurinn og dugnaðurinn er mikill og okkar kona er með skýr markmið. „Ég veit hvert ég stefni og hvað ég get. Nú er ég með réttu mennina til að hjálpa mér að komast þangað. Ég ætla í stóra beltin, titlana. Ég verð í þessu þar til ég næ mínum markmiðum og þar til ég er sátt.“
Box Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira