Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar 31. mars 2025 12:31 Við sveitarstjórnarmenn Framsóknar lýsum yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Tillagan ber með sér skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir atvinnulíf og byggðafestu vítt og breitt um landið. Sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífi fjölda sveitarfélaga og á mörgum stöðum einfaldlega lífæð samfélagsins. Því vekur það furðu og vonbrigði að lagafrumvarp skuli lagt fram án þess að nein greining hafi farið fram á áhrifum þess á sjávarútvegssveitarfélög, atvinnulíf eða byggðir landsins. Samkvæmt 129. grein sveitarstjórnarlaga ber að meta sérstaklega áhrif lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga. Þetta hefur ekki verið gert, sem er bæði ólöglegt og óábyrgt. Þessi vinnubrögð skapa vantraust og veikja tengsl ríkis og sveitarfélaga – á sama tíma og við þurfum á nánu og traustu samstarfi að halda.Við tökum undir gagnrýni Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem hafa lýst eindreginni andstöðu við frumvarpið. Ríkisstjórnin hefur ekki metið áhrif þessarar auknu skattheimtu á sjávarútvegssamfélög og afleiðingar sem skattheimtan getur leitt til. Slík óvissa er óásættanleg – og óverjandi að löggjafinn ákveði að fara þessa leið án upplýstrar umræðu og samráðs við þá sem breytingarnar varða hvað mest. Byggðarlögin og fólkið á bak við sjávarútveginn Þegar skattbyrði á lykilatvinnuveg, sem sjávarútvegurinn er víða um land, er aukin án greiningar og samráðs, eru það þau sem búa og starfa í sjávarbyggðum sem bera skaðann. Það er verulegt hagsmunamál að tryggja jafnvægi milli þjóðhagslegra tekna og sjálfbærs atvinnulífs í sjávarbyggðum. Með þessari tillögu virðist ríkisvaldið snúa baki við þeirri ábyrgð.Auk þess gagnrýnum við harðlega þá staðreynd að umsagnarfrestur vegna málsins er einungis tíu dagar. Svo skammur frestur gerir sveitarfélögum nær ókleift að vinna málið faglega og bera það upp í sveitarstjórn til að senda frá sér rökstudda umsögn. Þetta dregur úr gæðum ákvarðanatöku og skaðar traustið á stjórnsýslunni. Farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð er á hófsemi og heiðarleika Við skorum á ríkisstjórnina að staldra við og hefja raunverulegt samtal við hagaðila – samtal sem byggir á greiningum, staðreyndum og gagnkvæmri virðingu. Tillögur um veiðigjöld verða að taka mið af áhrifum þeirra – ekki aðeins á ríkissjóð, heldur á þau samfélög sem sjávarútvegurinn heldur uppi.Við krefjumst þess að þessi tillaga verði endurskoðuð frá grunni – í þágu skynsemi, sanngirni og framtíðar byggða um allt land. Anton Guðmundsson – oddviti Framsóknar - Suðurnesjabæ Ásgerður Kristín Gylfadóttir – oddviti Framsóknar - Hornafirði Ásrún Helga Kristinsdóttir – oddviti Framsóknar - Grindavíkurbæ Axel Örn Sveinbjörnsson – oddviti Framsóknar - Vopnafjarðarhreppi Hjálmar Bogi Hafliðason – oddviti Framsóknar - Norðurþingi Hrund Pétursdóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Skagafirði Jónína Brynjólfsdóttir – oddviti Framsóknar - Múlaþingi Monika Margrét Stefánsdóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Dalvíkurbyggð Sunna Hlín Jóhannesdóttir – oddviti Framsóknar - Akureyri Þuríður Lillý Sigurðardóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Við sveitarstjórnarmenn Framsóknar lýsum yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Tillagan ber með sér skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir atvinnulíf og byggðafestu vítt og breitt um landið. Sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífi fjölda sveitarfélaga og á mörgum stöðum einfaldlega lífæð samfélagsins. Því vekur það furðu og vonbrigði að lagafrumvarp skuli lagt fram án þess að nein greining hafi farið fram á áhrifum þess á sjávarútvegssveitarfélög, atvinnulíf eða byggðir landsins. Samkvæmt 129. grein sveitarstjórnarlaga ber að meta sérstaklega áhrif lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga. Þetta hefur ekki verið gert, sem er bæði ólöglegt og óábyrgt. Þessi vinnubrögð skapa vantraust og veikja tengsl ríkis og sveitarfélaga – á sama tíma og við þurfum á nánu og traustu samstarfi að halda.Við tökum undir gagnrýni Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem hafa lýst eindreginni andstöðu við frumvarpið. Ríkisstjórnin hefur ekki metið áhrif þessarar auknu skattheimtu á sjávarútvegssamfélög og afleiðingar sem skattheimtan getur leitt til. Slík óvissa er óásættanleg – og óverjandi að löggjafinn ákveði að fara þessa leið án upplýstrar umræðu og samráðs við þá sem breytingarnar varða hvað mest. Byggðarlögin og fólkið á bak við sjávarútveginn Þegar skattbyrði á lykilatvinnuveg, sem sjávarútvegurinn er víða um land, er aukin án greiningar og samráðs, eru það þau sem búa og starfa í sjávarbyggðum sem bera skaðann. Það er verulegt hagsmunamál að tryggja jafnvægi milli þjóðhagslegra tekna og sjálfbærs atvinnulífs í sjávarbyggðum. Með þessari tillögu virðist ríkisvaldið snúa baki við þeirri ábyrgð.Auk þess gagnrýnum við harðlega þá staðreynd að umsagnarfrestur vegna málsins er einungis tíu dagar. Svo skammur frestur gerir sveitarfélögum nær ókleift að vinna málið faglega og bera það upp í sveitarstjórn til að senda frá sér rökstudda umsögn. Þetta dregur úr gæðum ákvarðanatöku og skaðar traustið á stjórnsýslunni. Farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð er á hófsemi og heiðarleika Við skorum á ríkisstjórnina að staldra við og hefja raunverulegt samtal við hagaðila – samtal sem byggir á greiningum, staðreyndum og gagnkvæmri virðingu. Tillögur um veiðigjöld verða að taka mið af áhrifum þeirra – ekki aðeins á ríkissjóð, heldur á þau samfélög sem sjávarútvegurinn heldur uppi.Við krefjumst þess að þessi tillaga verði endurskoðuð frá grunni – í þágu skynsemi, sanngirni og framtíðar byggða um allt land. Anton Guðmundsson – oddviti Framsóknar - Suðurnesjabæ Ásgerður Kristín Gylfadóttir – oddviti Framsóknar - Hornafirði Ásrún Helga Kristinsdóttir – oddviti Framsóknar - Grindavíkurbæ Axel Örn Sveinbjörnsson – oddviti Framsóknar - Vopnafjarðarhreppi Hjálmar Bogi Hafliðason – oddviti Framsóknar - Norðurþingi Hrund Pétursdóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Skagafirði Jónína Brynjólfsdóttir – oddviti Framsóknar - Múlaþingi Monika Margrét Stefánsdóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Dalvíkurbyggð Sunna Hlín Jóhannesdóttir – oddviti Framsóknar - Akureyri Þuríður Lillý Sigurðardóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Fjarðabyggð
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun