Veður

Víða snjó­koma, slydda eða rigning í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu eitt til sjö stig í dag.
Hiti á landinu verður á bilinu eitt til sjö stig í dag. Vísir/Anton Brink

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan kalda eða stinningskalda og dálitlum skúrum eða éljum í dag, en þurru og björtu veðri á Norðaustur- og Austurlandi.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði hægari vindur síðdegis og rigning eða slydda suðaustan- og austanlands, en annars að mestu þurrt.

Hiti á landinu verður á bilinu eitt til sjö stig.

„Smálægð fer væntanlega norður yfir austanvert landið í nótt, með snjókomu, slyddu eða rigningu víða. Í kjölfar hennar er spáð stífri vestanátt á morgun og lítilsháttar éljum seinnipartinn.

Annað kvöld fer að lægja og á fimmtudag er útlit fyrir hægan vind og bjart veður, en skýjað vestanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Vaxandi vestanátt og slydda eða snjókoma, en stöku él vestantil. Vestan 10-18 m/s og dálítil él seinnipartinn, en styttir upp á Austurlandi. Hiti 0 til 6 stig. Dregur úr vindi um kvöldið.

Á fimmtudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og bjart veður, en skýjað vestanlands. Hiti 1 til 7 stig, en allvíða næturfrost.

Á föstudag: Suðaustan 5-13 og skýjað við vesturströndina, annars hægari og víða léttskýjað. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn.

Á laugardag og sunnudag: Suðlæg átt, skýjað og dálítil súld með köflum, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Milt í veðri.

Á mánudag: Suðvestanátt og bjart veður, en skýjað og sums staðar smávæta vestantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×