Fordæmir atvikið í Grindavík Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2025 17:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið afar leitt að heyra af því að maður hefði otað byssu að björgunarsveitarmanni. „Þetta var mjög alvarlegt og ég fordæmi það að þetta hafi gerst. Svona hegðun og svona atvik á auðvitað ekki að geta átt sér stað við þær aðstæður, að björgunarsveitarmenn séu að við störf sín að tryggja öryggi fólks og þurfi að reyna svona hegðun,“ segir Þorbjörg Sigríður. Beindi byssu yfir höfuð björgunarsveitarmanns Fyrr í dag var greint frá því að maður hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum eftir að hafa beint skotvopni að björgunarsveitarmanni í Grindavík, þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins. Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafa unnið með yfirvöldum Þorbjörg Sigríður segir sér hafi hingað til fundist aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafi unnið með lögreglu og almannavarna, farið að fyrirmælum og unnið með yfirvöldum að því að tryggja öryggi bæjarbúa, meðan þeir hafi þurft að búa við náttúruhamfarir, endurtekin eldgos og óvissu. „Um þetta snýst þetta allt saman. Þetta er jaðartilvik en ofboðslega leitt tilviki og alvarlegt og ég fordæmi það.“ Bærinn ekki rýmdur nema í ítrustu neyð Eitthvað hefur borið á því í dag að fólk þráist við að yfirgefa Grindavík að beiðni yfirvalda. Fréttastofa ræddi til að mynda við hjónin Guðmund og Kristólínu , sem neituðu í fyrstu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau sögðust hafa tekið því rólega í morgun, klætt sig, fengið sér morgunmat og svo farið að gefa kindunum. Þau teldu sig fullkomlega örugg heima hjá sér og vildu helst að yfirvöld létu þau í friði. Þorbjörg Sigríður segir að almennt hafi rýmingar gengið vel en einstaka tilvik hafi komið upp þar sem fólk neyti að yfirgefa bæinn. „Þar finnst mér stóra atriðið vera að það er auðvitað ekki verið að gefa út svona tilmæli til fólks nema vegna þess að nauðsynin er brýn. Ég ítreka þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur staðið bak við í allan dag, að fylgjast með tilmælum lögreglu og fara að þeim tilmælum. Ein tilmælin eru til dæmis að fólk eigi ekki að þarflausu að leggja leið sína til Grindavíkur. Nú þurfa lögregla, almannavarnir og björgunarsveitir einfaldlega að fá frið til þess að sinna sínu starfi. Við hjálpum þeim best með því að tryggja þeim vinnufrið.“ Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Almannavarnir Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Þetta var mjög alvarlegt og ég fordæmi það að þetta hafi gerst. Svona hegðun og svona atvik á auðvitað ekki að geta átt sér stað við þær aðstæður, að björgunarsveitarmenn séu að við störf sín að tryggja öryggi fólks og þurfi að reyna svona hegðun,“ segir Þorbjörg Sigríður. Beindi byssu yfir höfuð björgunarsveitarmanns Fyrr í dag var greint frá því að maður hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum eftir að hafa beint skotvopni að björgunarsveitarmanni í Grindavík, þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins. Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafa unnið með yfirvöldum Þorbjörg Sigríður segir sér hafi hingað til fundist aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafi unnið með lögreglu og almannavarna, farið að fyrirmælum og unnið með yfirvöldum að því að tryggja öryggi bæjarbúa, meðan þeir hafi þurft að búa við náttúruhamfarir, endurtekin eldgos og óvissu. „Um þetta snýst þetta allt saman. Þetta er jaðartilvik en ofboðslega leitt tilviki og alvarlegt og ég fordæmi það.“ Bærinn ekki rýmdur nema í ítrustu neyð Eitthvað hefur borið á því í dag að fólk þráist við að yfirgefa Grindavík að beiðni yfirvalda. Fréttastofa ræddi til að mynda við hjónin Guðmund og Kristólínu , sem neituðu í fyrstu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau sögðust hafa tekið því rólega í morgun, klætt sig, fengið sér morgunmat og svo farið að gefa kindunum. Þau teldu sig fullkomlega örugg heima hjá sér og vildu helst að yfirvöld létu þau í friði. Þorbjörg Sigríður segir að almennt hafi rýmingar gengið vel en einstaka tilvik hafi komið upp þar sem fólk neyti að yfirgefa bæinn. „Þar finnst mér stóra atriðið vera að það er auðvitað ekki verið að gefa út svona tilmæli til fólks nema vegna þess að nauðsynin er brýn. Ég ítreka þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur staðið bak við í allan dag, að fylgjast með tilmælum lögreglu og fara að þeim tilmælum. Ein tilmælin eru til dæmis að fólk eigi ekki að þarflausu að leggja leið sína til Grindavíkur. Nú þurfa lögregla, almannavarnir og björgunarsveitir einfaldlega að fá frið til þess að sinna sínu starfi. Við hjálpum þeim best með því að tryggja þeim vinnufrið.“
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Almannavarnir Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira