„Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2025 07:01 Ólafur Jóhann er gestur Einkalífsins að þessu sinni. Vísir/Anton Brink Ólafur Jóhann Steinsson ein skærasta Tik-Tok stjarna landsins segist aldrei hafa látið það á sig fá að vera með meðfæddan hjartagalla. Læknar töldu hann þó í æsku eiga lítinn möguleika á eðlilegu lífi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Ólafur Jóhann er gestur. Þar ræðir Ólafur árin á Tik-Tok en hann er ein vinsælasti Íslendingurinn á miðlinum. Hann ræðir barnæskuna í Grafarvogi og í Kópavogi, menntaskólaárin í heimsfaraldri og hjartaaðgerð sem hann fór nýverið í í Sviþjóð. Hann segir dagana þar þá erfiðustu sem hann hefur lifað. Klippa: Einkalífið - Ólafur Jóhann Steinsson Hljóp bara samt „Ég greinist með einhvern hjartagalla, þau vita ekkert hvað og ég er sendur til Boston tveggja daga gamall. Ég fer í eina aðgerð og eina þræðingu, fimm daga gamall og ver fyrstu þremur vikum lífsins í Boston.“ Hann útskýrir að ein ósæðin hjá honum hafi ekki pumpað blóði sem skyldi. Ólafur Jóhann því vanur að fara til hjartalæknis tvisvar til þrisvar á ári í skoðun. Það hafi hann gert í yfir níutíu skipti. „Á fyrstu árunum þá prufaði ég allar íþróttir, fótbolta, handbolta, körfubolta, samkvæmisdans sem tók vel á þolið. Maður var að byggja upp þolið á meðan öðrum fannst þetta allt í lagi.“ Veltirðu þér einhvern tímann upp úr því að þú værir öðruvísi? „Nei samt ekki, því þetta hefur aldrei hrjáð mig. Foreldrum mínum var samt sagt þegar ég var í aðgerð í Boston að þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta. Ég æfði samt fótbolta í mörg ár. Svo var þeim sagt að ég yrði að fara í aðgerð nánast árlega en það gerðist aldrei.“ Ólafur Jóhann með kærustunni sinni, Sigurlaugu, úti í Svíþjóð þar sem aðgerðin var framkvæmd. Aðsend Kallið kom skyndilega Ólafur segir í Einkalífinu að árið 2019 hafi honum verið tjáð að nú yrði hann að fara í alvöru aðgerð þar sem gert yrði við hjarta hans. Eftir það hafi tíminn liðið og liðið og liðið. Svo fékk hann tíðindin. „Ég og kærastan vorum á Maldíveyjum í fríi núna í janúar, við vorum í þrjátíu gráðum, það var geðveikt,“ segir Ólafur Jóhann. „Við komum heim og þá var hjartalæknirinn búinn að hringja í mig, það var ekkert símasamband þarna og þá kemur í ljós að það á að koma að þessu einhvern tímann á næstu þremur til sex mánuðum.“ Ólafur fór í skoðun til hjartalæknisins síns í febrúar og þá var honum tjáð að þetta yrði líklega ekki fyrr en í maí. Daginn eftir hafi læknirinn hringt og sagt honum að aðgerðin yrði eftir tvær vikur. Einni og hálfri viku síðan var hann mættur til Svíþjóðar. „Þetta var smá sjokk. Ég er í vinnu við að gera Tik Tok og hef birt vídjó á hverjum einasta degi og hef gert í tvö og hálft ár, ég er reyndar aðeins byrjaður að slaka á núna því ég hef ekki tímann í þetta og þarf aðeins að hvíla mig,“ segir Ólafur Jóhann sem bjó þá til myndbönd til að eiga í sarpnum og birta á meðan hann væri í aðgerðinni. Svona lítur hjartað í Ólafi Jóhanni út í dag. Öskraði úr sársauka í klukkutíma Í Einkalífinu lýsir Ólafur Jóhann því hvernig það hafi tekið hann mun meiri tíma að jafna sig eftir aðgerð en hann hafi átt von á. Hann segir þennan tíma þann erfiðasta sem hann hefur upplifað. „Ég var búinn að ákveða að ég ætlaði heim eftir viku. Drífa þetta vel en svo var fullt af aukaveseni. Hægri partur hjartans var með of mikinn vökva og svo var eitthvað í lungnasekknum. Vanalega losar líkaminn þetta en það var ekki að gerast þannig ég fer aftur á gjörgæslu og fæ endalaust af þessum hjartalyfjum og er þarna líka á laugardeginum, líka á sunnudeginum. Þessi sunnudagur var án efa versti dagur lífs míns,“ segir Ólafur Jóhann sem lýsir rosalegri aðgerð læknanna sem gerð var á honum á meðan hann var vakandi. „Ég ligg á hliðinni, horfi á skjáinn, þannig ég sé nálina fara inn í gegn til þess að losa vökvann. Það fóru þarna sjö til áttahundruð úr þessu á einum degi. Ég öskraði úr sársauka þarna í næstum því klukkutíma. Ég fann vangefið mikið fyrir þessu. Þetta er versti dagur lífs míns, by far.“ @olafurjohann123 Vonandi munið þið eiga betri afmælisdag en engar áhyggjur ég er góður! ♬ original sound - oli Einkalífið Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Ólafur Jóhann er gestur. Þar ræðir Ólafur árin á Tik-Tok en hann er ein vinsælasti Íslendingurinn á miðlinum. Hann ræðir barnæskuna í Grafarvogi og í Kópavogi, menntaskólaárin í heimsfaraldri og hjartaaðgerð sem hann fór nýverið í í Sviþjóð. Hann segir dagana þar þá erfiðustu sem hann hefur lifað. Klippa: Einkalífið - Ólafur Jóhann Steinsson Hljóp bara samt „Ég greinist með einhvern hjartagalla, þau vita ekkert hvað og ég er sendur til Boston tveggja daga gamall. Ég fer í eina aðgerð og eina þræðingu, fimm daga gamall og ver fyrstu þremur vikum lífsins í Boston.“ Hann útskýrir að ein ósæðin hjá honum hafi ekki pumpað blóði sem skyldi. Ólafur Jóhann því vanur að fara til hjartalæknis tvisvar til þrisvar á ári í skoðun. Það hafi hann gert í yfir níutíu skipti. „Á fyrstu árunum þá prufaði ég allar íþróttir, fótbolta, handbolta, körfubolta, samkvæmisdans sem tók vel á þolið. Maður var að byggja upp þolið á meðan öðrum fannst þetta allt í lagi.“ Veltirðu þér einhvern tímann upp úr því að þú værir öðruvísi? „Nei samt ekki, því þetta hefur aldrei hrjáð mig. Foreldrum mínum var samt sagt þegar ég var í aðgerð í Boston að þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta. Ég æfði samt fótbolta í mörg ár. Svo var þeim sagt að ég yrði að fara í aðgerð nánast árlega en það gerðist aldrei.“ Ólafur Jóhann með kærustunni sinni, Sigurlaugu, úti í Svíþjóð þar sem aðgerðin var framkvæmd. Aðsend Kallið kom skyndilega Ólafur segir í Einkalífinu að árið 2019 hafi honum verið tjáð að nú yrði hann að fara í alvöru aðgerð þar sem gert yrði við hjarta hans. Eftir það hafi tíminn liðið og liðið og liðið. Svo fékk hann tíðindin. „Ég og kærastan vorum á Maldíveyjum í fríi núna í janúar, við vorum í þrjátíu gráðum, það var geðveikt,“ segir Ólafur Jóhann. „Við komum heim og þá var hjartalæknirinn búinn að hringja í mig, það var ekkert símasamband þarna og þá kemur í ljós að það á að koma að þessu einhvern tímann á næstu þremur til sex mánuðum.“ Ólafur fór í skoðun til hjartalæknisins síns í febrúar og þá var honum tjáð að þetta yrði líklega ekki fyrr en í maí. Daginn eftir hafi læknirinn hringt og sagt honum að aðgerðin yrði eftir tvær vikur. Einni og hálfri viku síðan var hann mættur til Svíþjóðar. „Þetta var smá sjokk. Ég er í vinnu við að gera Tik Tok og hef birt vídjó á hverjum einasta degi og hef gert í tvö og hálft ár, ég er reyndar aðeins byrjaður að slaka á núna því ég hef ekki tímann í þetta og þarf aðeins að hvíla mig,“ segir Ólafur Jóhann sem bjó þá til myndbönd til að eiga í sarpnum og birta á meðan hann væri í aðgerðinni. Svona lítur hjartað í Ólafi Jóhanni út í dag. Öskraði úr sársauka í klukkutíma Í Einkalífinu lýsir Ólafur Jóhann því hvernig það hafi tekið hann mun meiri tíma að jafna sig eftir aðgerð en hann hafi átt von á. Hann segir þennan tíma þann erfiðasta sem hann hefur upplifað. „Ég var búinn að ákveða að ég ætlaði heim eftir viku. Drífa þetta vel en svo var fullt af aukaveseni. Hægri partur hjartans var með of mikinn vökva og svo var eitthvað í lungnasekknum. Vanalega losar líkaminn þetta en það var ekki að gerast þannig ég fer aftur á gjörgæslu og fæ endalaust af þessum hjartalyfjum og er þarna líka á laugardeginum, líka á sunnudeginum. Þessi sunnudagur var án efa versti dagur lífs míns,“ segir Ólafur Jóhann sem lýsir rosalegri aðgerð læknanna sem gerð var á honum á meðan hann var vakandi. „Ég ligg á hliðinni, horfi á skjáinn, þannig ég sé nálina fara inn í gegn til þess að losa vökvann. Það fóru þarna sjö til áttahundruð úr þessu á einum degi. Ég öskraði úr sársauka þarna í næstum því klukkutíma. Ég fann vangefið mikið fyrir þessu. Þetta er versti dagur lífs míns, by far.“ @olafurjohann123 Vonandi munið þið eiga betri afmælisdag en engar áhyggjur ég er góður! ♬ original sound - oli
Einkalífið Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira