„Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2025 07:01 Ólafur Jóhann er gestur Einkalífsins að þessu sinni. Vísir/Anton Brink Ólafur Jóhann Steinsson ein skærasta Tik-Tok stjarna landsins segist aldrei hafa látið það á sig fá að vera með meðfæddan hjartagalla. Læknar töldu hann þó í æsku eiga lítinn möguleika á eðlilegu lífi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Ólafur Jóhann er gestur. Þar ræðir Ólafur árin á Tik-Tok en hann er ein vinsælasti Íslendingurinn á miðlinum. Hann ræðir barnæskuna í Grafarvogi og í Kópavogi, menntaskólaárin í heimsfaraldri og hjartaaðgerð sem hann fór nýverið í í Sviþjóð. Hann segir dagana þar þá erfiðustu sem hann hefur lifað. Klippa: Einkalífið - Ólafur Jóhann Steinsson Hljóp bara samt „Ég greinist með einhvern hjartagalla, þau vita ekkert hvað og ég er sendur til Boston tveggja daga gamall. Ég fer í eina aðgerð og eina þræðingu, fimm daga gamall og ver fyrstu þremur vikum lífsins í Boston.“ Hann útskýrir að ein ósæðin hjá honum hafi ekki pumpað blóði sem skyldi. Ólafur Jóhann því vanur að fara til hjartalæknis tvisvar til þrisvar á ári í skoðun. Það hafi hann gert í yfir níutíu skipti. „Á fyrstu árunum þá prufaði ég allar íþróttir, fótbolta, handbolta, körfubolta, samkvæmisdans sem tók vel á þolið. Maður var að byggja upp þolið á meðan öðrum fannst þetta allt í lagi.“ Veltirðu þér einhvern tímann upp úr því að þú værir öðruvísi? „Nei samt ekki, því þetta hefur aldrei hrjáð mig. Foreldrum mínum var samt sagt þegar ég var í aðgerð í Boston að þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta. Ég æfði samt fótbolta í mörg ár. Svo var þeim sagt að ég yrði að fara í aðgerð nánast árlega en það gerðist aldrei.“ Ólafur Jóhann með kærustunni sinni, Sigurlaugu, úti í Svíþjóð þar sem aðgerðin var framkvæmd. Aðsend Kallið kom skyndilega Ólafur segir í Einkalífinu að árið 2019 hafi honum verið tjáð að nú yrði hann að fara í alvöru aðgerð þar sem gert yrði við hjarta hans. Eftir það hafi tíminn liðið og liðið og liðið. Svo fékk hann tíðindin. „Ég og kærastan vorum á Maldíveyjum í fríi núna í janúar, við vorum í þrjátíu gráðum, það var geðveikt,“ segir Ólafur Jóhann. „Við komum heim og þá var hjartalæknirinn búinn að hringja í mig, það var ekkert símasamband þarna og þá kemur í ljós að það á að koma að þessu einhvern tímann á næstu þremur til sex mánuðum.“ Ólafur fór í skoðun til hjartalæknisins síns í febrúar og þá var honum tjáð að þetta yrði líklega ekki fyrr en í maí. Daginn eftir hafi læknirinn hringt og sagt honum að aðgerðin yrði eftir tvær vikur. Einni og hálfri viku síðan var hann mættur til Svíþjóðar. „Þetta var smá sjokk. Ég er í vinnu við að gera Tik Tok og hef birt vídjó á hverjum einasta degi og hef gert í tvö og hálft ár, ég er reyndar aðeins byrjaður að slaka á núna því ég hef ekki tímann í þetta og þarf aðeins að hvíla mig,“ segir Ólafur Jóhann sem bjó þá til myndbönd til að eiga í sarpnum og birta á meðan hann væri í aðgerðinni. Svona lítur hjartað í Ólafi Jóhanni út í dag. Öskraði úr sársauka í klukkutíma Í Einkalífinu lýsir Ólafur Jóhann því hvernig það hafi tekið hann mun meiri tíma að jafna sig eftir aðgerð en hann hafi átt von á. Hann segir þennan tíma þann erfiðasta sem hann hefur upplifað. „Ég var búinn að ákveða að ég ætlaði heim eftir viku. Drífa þetta vel en svo var fullt af aukaveseni. Hægri partur hjartans var með of mikinn vökva og svo var eitthvað í lungnasekknum. Vanalega losar líkaminn þetta en það var ekki að gerast þannig ég fer aftur á gjörgæslu og fæ endalaust af þessum hjartalyfjum og er þarna líka á laugardeginum, líka á sunnudeginum. Þessi sunnudagur var án efa versti dagur lífs míns,“ segir Ólafur Jóhann sem lýsir rosalegri aðgerð læknanna sem gerð var á honum á meðan hann var vakandi. „Ég ligg á hliðinni, horfi á skjáinn, þannig ég sé nálina fara inn í gegn til þess að losa vökvann. Það fóru þarna sjö til áttahundruð úr þessu á einum degi. Ég öskraði úr sársauka þarna í næstum því klukkutíma. Ég fann vangefið mikið fyrir þessu. Þetta er versti dagur lífs míns, by far.“ @olafurjohann123 Vonandi munið þið eiga betri afmælisdag en engar áhyggjur ég er góður! ♬ original sound - oli Einkalífið Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Ólafur Jóhann er gestur. Þar ræðir Ólafur árin á Tik-Tok en hann er ein vinsælasti Íslendingurinn á miðlinum. Hann ræðir barnæskuna í Grafarvogi og í Kópavogi, menntaskólaárin í heimsfaraldri og hjartaaðgerð sem hann fór nýverið í í Sviþjóð. Hann segir dagana þar þá erfiðustu sem hann hefur lifað. Klippa: Einkalífið - Ólafur Jóhann Steinsson Hljóp bara samt „Ég greinist með einhvern hjartagalla, þau vita ekkert hvað og ég er sendur til Boston tveggja daga gamall. Ég fer í eina aðgerð og eina þræðingu, fimm daga gamall og ver fyrstu þremur vikum lífsins í Boston.“ Hann útskýrir að ein ósæðin hjá honum hafi ekki pumpað blóði sem skyldi. Ólafur Jóhann því vanur að fara til hjartalæknis tvisvar til þrisvar á ári í skoðun. Það hafi hann gert í yfir níutíu skipti. „Á fyrstu árunum þá prufaði ég allar íþróttir, fótbolta, handbolta, körfubolta, samkvæmisdans sem tók vel á þolið. Maður var að byggja upp þolið á meðan öðrum fannst þetta allt í lagi.“ Veltirðu þér einhvern tímann upp úr því að þú værir öðruvísi? „Nei samt ekki, því þetta hefur aldrei hrjáð mig. Foreldrum mínum var samt sagt þegar ég var í aðgerð í Boston að þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta. Ég æfði samt fótbolta í mörg ár. Svo var þeim sagt að ég yrði að fara í aðgerð nánast árlega en það gerðist aldrei.“ Ólafur Jóhann með kærustunni sinni, Sigurlaugu, úti í Svíþjóð þar sem aðgerðin var framkvæmd. Aðsend Kallið kom skyndilega Ólafur segir í Einkalífinu að árið 2019 hafi honum verið tjáð að nú yrði hann að fara í alvöru aðgerð þar sem gert yrði við hjarta hans. Eftir það hafi tíminn liðið og liðið og liðið. Svo fékk hann tíðindin. „Ég og kærastan vorum á Maldíveyjum í fríi núna í janúar, við vorum í þrjátíu gráðum, það var geðveikt,“ segir Ólafur Jóhann. „Við komum heim og þá var hjartalæknirinn búinn að hringja í mig, það var ekkert símasamband þarna og þá kemur í ljós að það á að koma að þessu einhvern tímann á næstu þremur til sex mánuðum.“ Ólafur fór í skoðun til hjartalæknisins síns í febrúar og þá var honum tjáð að þetta yrði líklega ekki fyrr en í maí. Daginn eftir hafi læknirinn hringt og sagt honum að aðgerðin yrði eftir tvær vikur. Einni og hálfri viku síðan var hann mættur til Svíþjóðar. „Þetta var smá sjokk. Ég er í vinnu við að gera Tik Tok og hef birt vídjó á hverjum einasta degi og hef gert í tvö og hálft ár, ég er reyndar aðeins byrjaður að slaka á núna því ég hef ekki tímann í þetta og þarf aðeins að hvíla mig,“ segir Ólafur Jóhann sem bjó þá til myndbönd til að eiga í sarpnum og birta á meðan hann væri í aðgerðinni. Svona lítur hjartað í Ólafi Jóhanni út í dag. Öskraði úr sársauka í klukkutíma Í Einkalífinu lýsir Ólafur Jóhann því hvernig það hafi tekið hann mun meiri tíma að jafna sig eftir aðgerð en hann hafi átt von á. Hann segir þennan tíma þann erfiðasta sem hann hefur upplifað. „Ég var búinn að ákveða að ég ætlaði heim eftir viku. Drífa þetta vel en svo var fullt af aukaveseni. Hægri partur hjartans var með of mikinn vökva og svo var eitthvað í lungnasekknum. Vanalega losar líkaminn þetta en það var ekki að gerast þannig ég fer aftur á gjörgæslu og fæ endalaust af þessum hjartalyfjum og er þarna líka á laugardeginum, líka á sunnudeginum. Þessi sunnudagur var án efa versti dagur lífs míns,“ segir Ólafur Jóhann sem lýsir rosalegri aðgerð læknanna sem gerð var á honum á meðan hann var vakandi. „Ég ligg á hliðinni, horfi á skjáinn, þannig ég sé nálina fara inn í gegn til þess að losa vökvann. Það fóru þarna sjö til áttahundruð úr þessu á einum degi. Ég öskraði úr sársauka þarna í næstum því klukkutíma. Ég fann vangefið mikið fyrir þessu. Þetta er versti dagur lífs míns, by far.“ @olafurjohann123 Vonandi munið þið eiga betri afmælisdag en engar áhyggjur ég er góður! ♬ original sound - oli
Einkalífið Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira