Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. apríl 2025 20:14 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að atburðurinn í dag sé sambærilegur kvikuinnskotinu í nóvember 2023 þegar stóri kvikugangurinn myndaðist. Hann segir að gangurinn sé að troða sér í norðaustur og að gosið í dag hafi bara verið „smá leki“ frá ganginum neðanjarðar. Magnús segir líklegt að komið sé að seinnihlutanum í eldgosaröðinni við Sundhnúka. „Það er þannig að innrennslið hefur verið að minnka með hverjum mánuði. Ef sú þróun heldur áfram er mjög líklegt að það dragi að lokum í þessu öllu. Það gæti komið eitt í viðbót ef það þróast þannig, svo gæti innflæðið breyst aftur. Það er líklegra hitt, að við séum komin mjög í seinnihlutann,“ segir Magnús Tumi. Atburðir dagsins sambærilegir kvikuinnskotinu í nóvember 2023 Magnús Tumi segir að eldgos og kvikuhreyfingar dagsins séu samskonar atburður og varð í nóvember 2023, en á miklu minni mælikvarða. Í nóvember 2023 myndaðist stór kvikugangur en úr varð ekkert eldgos fyrr en mánuði seinna. Magnús segir að meira efni hafi farið inn í þennan gang í nóvember 2023 en fór upp á yfirborðið í tveimur stærstu gosunum samanlagt. „Munurinn á þessu og gosunum sem hafa komið er að megnið af kvikunni er að troða sér leið neðanjarðar en ekki koma upp á yfirborðið, og gosið sem við fengum í dag var bara smá leki,“ segir Magnús Tumi. Eldgosinu að öllum líkindum lokið „Við vitum ekki hvort þetta sé búið, því það er ennþá skjálftavirkni þarna nyrst og það gæti brotist þar til yfirborðs.“ Hann segir að kvikugangurinn sé að troða sér í norðaustur, og það valdi jarðskjálftum. Það sé þó ólíklegt að það verði stórt eldgos á nýjum stað. „Það er ekki líklegt að það verði gos þar að ráði, það hefur ekki verið þannig síðustu fimmtán þúsund árin, en það gæti alveg komið upp smávegis,“ segir hann. Magnús segir að atburður dagsins sé öðruvísi en síðustu eldgos hafa verið. „Það sem verður í framhaldinu, það er eins og kom fram, þetta gæti verið endirinn eða byrjunin á endinum nema það fari eitthvað nýtt af stað.“ „Gosinu sem við sáum er að öllum líkindum lokið. Það er ekki útilokað að það geti gosið þarna nyrst, þó það sé ekki endilega líklegt, og það verður þá lítið gos,“ segir Magnús Tumi. „Þannig að sennilega erum við að sjá seinnipartinn af þessum tiltekna atburði.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Magnús segir líklegt að komið sé að seinnihlutanum í eldgosaröðinni við Sundhnúka. „Það er þannig að innrennslið hefur verið að minnka með hverjum mánuði. Ef sú þróun heldur áfram er mjög líklegt að það dragi að lokum í þessu öllu. Það gæti komið eitt í viðbót ef það þróast þannig, svo gæti innflæðið breyst aftur. Það er líklegra hitt, að við séum komin mjög í seinnihlutann,“ segir Magnús Tumi. Atburðir dagsins sambærilegir kvikuinnskotinu í nóvember 2023 Magnús Tumi segir að eldgos og kvikuhreyfingar dagsins séu samskonar atburður og varð í nóvember 2023, en á miklu minni mælikvarða. Í nóvember 2023 myndaðist stór kvikugangur en úr varð ekkert eldgos fyrr en mánuði seinna. Magnús segir að meira efni hafi farið inn í þennan gang í nóvember 2023 en fór upp á yfirborðið í tveimur stærstu gosunum samanlagt. „Munurinn á þessu og gosunum sem hafa komið er að megnið af kvikunni er að troða sér leið neðanjarðar en ekki koma upp á yfirborðið, og gosið sem við fengum í dag var bara smá leki,“ segir Magnús Tumi. Eldgosinu að öllum líkindum lokið „Við vitum ekki hvort þetta sé búið, því það er ennþá skjálftavirkni þarna nyrst og það gæti brotist þar til yfirborðs.“ Hann segir að kvikugangurinn sé að troða sér í norðaustur, og það valdi jarðskjálftum. Það sé þó ólíklegt að það verði stórt eldgos á nýjum stað. „Það er ekki líklegt að það verði gos þar að ráði, það hefur ekki verið þannig síðustu fimmtán þúsund árin, en það gæti alveg komið upp smávegis,“ segir hann. Magnús segir að atburður dagsins sé öðruvísi en síðustu eldgos hafa verið. „Það sem verður í framhaldinu, það er eins og kom fram, þetta gæti verið endirinn eða byrjunin á endinum nema það fari eitthvað nýtt af stað.“ „Gosinu sem við sáum er að öllum líkindum lokið. Það er ekki útilokað að það geti gosið þarna nyrst, þó það sé ekki endilega líklegt, og það verður þá lítið gos,“ segir Magnús Tumi. „Þannig að sennilega erum við að sjá seinnipartinn af þessum tiltekna atburði.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira