Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. apríl 2025 22:44 Nýr meirihluti í borgarstjórn er kolfallinn miðað við nýja viðhorfskönnun Gallup. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærstur í borgarstjórn samkvæmt nýrri könnun Gallup, og mælist með þriðjungsfylgi. Flokkur fólksins dettur út miðað við könnunina og Framsókn helst rétt svo inni. Samkvæmt könnuninni sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið er nýr meirihluti Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Flokks fólksins kolfallinn. Flokkarnir fengju aðeins 10 borgarfulltrúa kjörna, en borgarfulltrúar eru 23. Flokkur fólksins tapar helmingi Sjálfstæðiflokkurinn hefur bætt töluvert við sig frá síðustu könnun Gallup í janúar, en Flokkur fólksins hefur tapað um helmingi fylgis síns milli kannanna og fengi engan borgarfulltrúa. Fram kemur hjá Viðskiptablaðinu að konur yfirgefi Flokk fólksins frekar en karlar. Könnunin var framkvæmd dagana 1. til 30. mars 2025. Í úrtaki voru 3.598 Reykvíkingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 47,7%. Svona voru niðurstöðurnar: Sjálfstæðisflokkurinn: 33,9 prósent - 9 borgarfulltrúar Samfylkingin: 20 prósent - 5 borgarfulltrúar Sósíalistaflokkurinn: 13,1 prósent - 3 borgarfulltrúar Viðreisn: 9,5 prósent - 2 borgarfulltrúar Píratar: 5,5 prósent - 1 borgarfulltrúi Miðflokkurinn: 5,1 prósent - 1 borgarfulltrúi Framsóknarflokkurinn: 4,7 prósent - 1 borgarfulltrúi Vinstri græn: 4,6 prósent - 1 borgarfulltrúi Flokkur fólksins: 3,6 prósent - enginn borgarfulltrúi Sósíalistar sækja fram Eini flokkur núverandi meirihluta sem eykur fylgi sitt milli kannana er Sósíalistaflokkurinn, sem fór úr 10 prósentum í könnuninni í janúar upp í 13,1 prósent. Flokkurinn fékk tvo borgarfulltrúa kjörna árið 2022 með 7,7 prósentum. Píratar fengu 11,6 prósent í kosningunum 2022 en fylgi þeirra hefur hríðfallið í ár og mælist flokkurinn með 5,5 prósent fylgi í dag og fengi einn borgarfulltrúa. Skoðanakannanir Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samkvæmt könnuninni sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið er nýr meirihluti Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Flokks fólksins kolfallinn. Flokkarnir fengju aðeins 10 borgarfulltrúa kjörna, en borgarfulltrúar eru 23. Flokkur fólksins tapar helmingi Sjálfstæðiflokkurinn hefur bætt töluvert við sig frá síðustu könnun Gallup í janúar, en Flokkur fólksins hefur tapað um helmingi fylgis síns milli kannanna og fengi engan borgarfulltrúa. Fram kemur hjá Viðskiptablaðinu að konur yfirgefi Flokk fólksins frekar en karlar. Könnunin var framkvæmd dagana 1. til 30. mars 2025. Í úrtaki voru 3.598 Reykvíkingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 47,7%. Svona voru niðurstöðurnar: Sjálfstæðisflokkurinn: 33,9 prósent - 9 borgarfulltrúar Samfylkingin: 20 prósent - 5 borgarfulltrúar Sósíalistaflokkurinn: 13,1 prósent - 3 borgarfulltrúar Viðreisn: 9,5 prósent - 2 borgarfulltrúar Píratar: 5,5 prósent - 1 borgarfulltrúi Miðflokkurinn: 5,1 prósent - 1 borgarfulltrúi Framsóknarflokkurinn: 4,7 prósent - 1 borgarfulltrúi Vinstri græn: 4,6 prósent - 1 borgarfulltrúi Flokkur fólksins: 3,6 prósent - enginn borgarfulltrúi Sósíalistar sækja fram Eini flokkur núverandi meirihluta sem eykur fylgi sitt milli kannana er Sósíalistaflokkurinn, sem fór úr 10 prósentum í könnuninni í janúar upp í 13,1 prósent. Flokkurinn fékk tvo borgarfulltrúa kjörna árið 2022 með 7,7 prósentum. Píratar fengu 11,6 prósent í kosningunum 2022 en fylgi þeirra hefur hríðfallið í ár og mælist flokkurinn með 5,5 prósent fylgi í dag og fengi einn borgarfulltrúa.
Skoðanakannanir Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira