Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 12:16 Anthony Elanga fagnar eftir að flautað var til leiksloka í viðureign Nottingham Forest og Manchester United. getty/Mike Egerton Eftir sigur Nottingham Forest á Manchester United í gær, 1-0, vildi Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, ekki viðurkenna að það hefðu verið mistök að selja Anthony Elanga. Hann skoraði eina mark leiksins á City Ground. Sænski kantmaðurinn hefur leikið einkar vel fyrir Forest í vetur og á stóran þátt í því að liðið er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Forest keypti Elanga frá United fyrir tveimur árum. Hann gerði gamla félaginu sínu grikk í gær þegar hann skoraði eftir mikinn sprett fram völlinn strax á 5. mínútu. Eftir leikinn var Amorim spurður að því hvort forveri hans í starfi, Erik ten Hag, hefði gert mistök með því að losa sig við Elanga. „Við tölum mikið um það sem menn sem voru hjá United eru að gera en þeir fengu tækifæri hérna,“ sagði Amorim. „Hjá Manchester United hefurðu ekki tímann. Ég fæ ekki tíma. Við verðum að laga hlutina strax. Við erum ekki að tala um leikmenn sem spiluðu ekki fyrir United. Þeir spiluðu hérna. Stundum er pressan hérna of mikil, stundum færðu ekki tímann og þú ættir að fá tíma til að þessir ungu leikmenn geti þroskast. En þú þarft traustan grunn og ef þú hefur hann ekki getum við ekki hjálpað þessum krökkum. Þeir fengu sín tækifæri og stundum er fótboltinn þannig og pressan að spila fyrir Manchester United er mikil.“ Elanga hefur skorað sex mörk og lagt upp átta í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Hann hefur alls komið að 28 mörkum á tveimur tímabilum með Forest. Elanga, sem verður 23 ára í lok mánaðarins, lék alls 55 leiki fyrir United, flesta undir stjórn Ralfs Rangnick, og skoraði fjögur mörk. Hann fékk fá tækifæri hjá Ten Hag og var svo seldur til Forest sumarið 2023. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Sænski kantmaðurinn hefur leikið einkar vel fyrir Forest í vetur og á stóran þátt í því að liðið er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Forest keypti Elanga frá United fyrir tveimur árum. Hann gerði gamla félaginu sínu grikk í gær þegar hann skoraði eftir mikinn sprett fram völlinn strax á 5. mínútu. Eftir leikinn var Amorim spurður að því hvort forveri hans í starfi, Erik ten Hag, hefði gert mistök með því að losa sig við Elanga. „Við tölum mikið um það sem menn sem voru hjá United eru að gera en þeir fengu tækifæri hérna,“ sagði Amorim. „Hjá Manchester United hefurðu ekki tímann. Ég fæ ekki tíma. Við verðum að laga hlutina strax. Við erum ekki að tala um leikmenn sem spiluðu ekki fyrir United. Þeir spiluðu hérna. Stundum er pressan hérna of mikil, stundum færðu ekki tímann og þú ættir að fá tíma til að þessir ungu leikmenn geti þroskast. En þú þarft traustan grunn og ef þú hefur hann ekki getum við ekki hjálpað þessum krökkum. Þeir fengu sín tækifæri og stundum er fótboltinn þannig og pressan að spila fyrir Manchester United er mikil.“ Elanga hefur skorað sex mörk og lagt upp átta í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Hann hefur alls komið að 28 mörkum á tveimur tímabilum með Forest. Elanga, sem verður 23 ára í lok mánaðarins, lék alls 55 leiki fyrir United, flesta undir stjórn Ralfs Rangnick, og skoraði fjögur mörk. Hann fékk fá tækifæri hjá Ten Hag og var svo seldur til Forest sumarið 2023.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn