Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum þriðjudaginn 15. apríl. Íþróttadeild spáir FH 7. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið lendi einu sæti neðar en á síðasta tímabili. FH vann sér sæti í Bestu deildinni haustið 2021. FH-ingar vöktu athygli fyrir skemmtilega spilamennsku á nýliðatímabilinu 2022 og enduðu í 6. sæti með 29 stig. Sjötta sætið var einnig niðurstaða síðasta tímabils þótt stigin hafi verið fjórum færri. Arna Eiríksdóttir er í lykilhlutverki í vörn FH og er fyrirliði liðsins.vísir/anton Eins og 2023 gaf FH eftir á lokasprettinum í fyrra og tapaði öllum leikjunum í úrslitakeppninni. Alls tapaði FH fjórtán leikjum í fyrra en aðeins Keflavík, sem féll, tapaði fleiri. FH-ingar unnu hins vegar átta leiki og gerðu aðeins eitt jafntefli. FH hefur nú sitt þriðja tímabil í röð í Bestu deildinni og stefnan er væntanlega sett á að komast í úrslitakeppni efri hlutans þriðja árið í röð. Bræðurnir Guðni og Hlynur Svan Eiríkssynir eru sem fyrr þjálfarar FH. Komnar: Hildur Þóra Hákonardóttir frá Breiðabliki Íris Una Þórðardóttir frá Þrótti Katla María Þórðardóttir frá Örebro (Svíþjóð) Deja Sandoval frá FHL Maya Hansen frá Bandaríkjunum Farnar: Hanna Kallmaier til Keflavíkur Selma Sól Sigurjónsdóttir til Hauka Anna Nurmi til Åland United (Finnlandi) Rakel Eva Bjarnadóttir til HK (var á láni hjá ÍH) Emma Björt Bjarnadóttir til Fylkis (var á láni hjá Fram) Hanna Faith Victoriudóttir til Grindavíkur Bryndís Halla Gunnarsdóttir til Hauka Anna Rakel Snorradóttir til Grindavíkur (var á láni hjá ÍH) Hildur María Jónasdóttir til Fram (var á láni hjá HK) FH fékk á sig 49 mörk á síðasta tímabili, flest allra liða, og miðað við leikmennina sem liðið hefur fengið í vetur á að bæta úr því. Hildur Þóra Hákonardóttir kom frá Breiðabliki og tvíburasysturnar Íris Una og Katla María Þórðardætur eru einnig komnar í Krikann. Þær ættu að styrkja varnarleik Fimleikafélagsins enda allt góðir og reyndir leikmenn. View this post on Instagram A post shared by Stjarnan FC (@stjarnanfc) FH hefur svo fengið tvo erlenda leikmenn; Mayu Hansen frá Bandaríkjunum og Deju Sandoval sem lék með FHL á síðasta tímabili. Hansen er framherji sem kemur úr bandaríska háskólaboltanum og hún þarf að axla mikla ábyrgð í sóknarleik FH. Sandoval er bandarískur varnarmaður sem lék alla átján leiki FHL í Lengjudeildinni í fyrra. Hvað segir sérfræðingurinn? „Hafnfirðingar eru á leið inn í sitt þriðja tímabil í röð í Bestu deildinni. Niðurstaðan síðustu tvö tímabil hefur verið 6. sætið. Sem nýliðar sumarið 2023 var árangurinn frábær en kannski ákveðin vonbrigði að ná ekki að gera betur árið á eftir. Halda jú 6. sætinu en safna aðeins færri stigum,“ segir Mist Rúnarsdóttir sem verður sérfræðingur í Bestu mörkunum líkt og undanfarin ár. „Það hafa verið miklar mannskapsbreytingar á milli ára og virðist vera að einhverju leyti áfram. Nema hvað að ungu stelpurnar sem hafa fengið smjörþefinn af stóra sviðinu síðustu tímabil eru að vaxa í stærri skó og þar með stærri hlutverk.“ View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) „Efniviðurinn í Hafnarfirði er geggjaður og með klókindum, góðri stemmningu og ábyrgðarfullu framlagi eldri leikmanna gæti FH stillt upp mjög spennandi liði. Það er alltaf gaman að horfa á liðið spila og hugrekki og þrautseigja eru orð sem mér finnst lýsa FH. Með aga og einbeitingu geta þær gert vel hvar sem er en þær þurfa að finna stöðugleika.“ „Liðið hefur sótt áhugaverðan liðsstyrk sem við eigum eftir að sjá betur þegar líður á. Tvíburasysturnar reynslumiklu frá Sandgerði, þær Katla María og Íris Una, sameinast á ný og vilja stimpla sig inn af krafti. Þá hefur reynst FH-ingum vel að sækja varnarmenn austur og hin öfluga Deja Jaylyn Sandovil getur vonandi lagt sitt af mörkum til að binda saman varnarleikinn. Eins og staðan er núna sé ég FH halda sig á svipuðum slóðum í deildinni og undanfarin tímabil og berjast um sæti í efri hlutanum.“ Aldís Guðlaugsdóttir hefur leikið vel í marki FH síðustu ár.vísir/diego Lykilmenn Aldís Guðlaugsdóttir, 21 árs markvörður Arna Eiríksdóttir, 22 ára miðvörður Maya Hansen, framherji Fylgist með Thelma Karen Pálmadóttir er afar efnileg og einn af fjölmörgum lofandi leikmönnum í Kaplakrikanum. Þrátt fyrir að vera fædd 2008 hefur hún leikið alls 25 leiki í Bestu deildinni. Hún lék sína fyrstu leiki sumarið 2023, þá aðeins fimmtán ára. Thelma lék nítján af 23 deildarleikjum FH á síðasta tímabili og hlutverk hennar verður eflaust enn stærra í sumar. Í besta/versta falli Grunnmarkmið FH-inga hlýtur að vera meðal sex efstu liða deildarinnar og komast í úrslitakeppni efri hlutans þriðja árið í röð. Það er vel gerlegt en það er erfitt að sjá FH fara mikið ofan en í 5. sæti. Liðið gæti svo hæglega endað á neðra skiltinu, sérstaklega ef varnarleikurinn lagast ekki. Þá vilja FH-ingar eflaust enda tímabilið í ár á betri nótum en 2023 og 2024 og passa að botninn detti ekki algjörlega úr leik liðsins. Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastól 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 10. apríl 2025 10:01 Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02 Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 10:02 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum þriðjudaginn 15. apríl. Íþróttadeild spáir FH 7. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið lendi einu sæti neðar en á síðasta tímabili. FH vann sér sæti í Bestu deildinni haustið 2021. FH-ingar vöktu athygli fyrir skemmtilega spilamennsku á nýliðatímabilinu 2022 og enduðu í 6. sæti með 29 stig. Sjötta sætið var einnig niðurstaða síðasta tímabils þótt stigin hafi verið fjórum færri. Arna Eiríksdóttir er í lykilhlutverki í vörn FH og er fyrirliði liðsins.vísir/anton Eins og 2023 gaf FH eftir á lokasprettinum í fyrra og tapaði öllum leikjunum í úrslitakeppninni. Alls tapaði FH fjórtán leikjum í fyrra en aðeins Keflavík, sem féll, tapaði fleiri. FH-ingar unnu hins vegar átta leiki og gerðu aðeins eitt jafntefli. FH hefur nú sitt þriðja tímabil í röð í Bestu deildinni og stefnan er væntanlega sett á að komast í úrslitakeppni efri hlutans þriðja árið í röð. Bræðurnir Guðni og Hlynur Svan Eiríkssynir eru sem fyrr þjálfarar FH. Komnar: Hildur Þóra Hákonardóttir frá Breiðabliki Íris Una Þórðardóttir frá Þrótti Katla María Þórðardóttir frá Örebro (Svíþjóð) Deja Sandoval frá FHL Maya Hansen frá Bandaríkjunum Farnar: Hanna Kallmaier til Keflavíkur Selma Sól Sigurjónsdóttir til Hauka Anna Nurmi til Åland United (Finnlandi) Rakel Eva Bjarnadóttir til HK (var á láni hjá ÍH) Emma Björt Bjarnadóttir til Fylkis (var á láni hjá Fram) Hanna Faith Victoriudóttir til Grindavíkur Bryndís Halla Gunnarsdóttir til Hauka Anna Rakel Snorradóttir til Grindavíkur (var á láni hjá ÍH) Hildur María Jónasdóttir til Fram (var á láni hjá HK) FH fékk á sig 49 mörk á síðasta tímabili, flest allra liða, og miðað við leikmennina sem liðið hefur fengið í vetur á að bæta úr því. Hildur Þóra Hákonardóttir kom frá Breiðabliki og tvíburasysturnar Íris Una og Katla María Þórðardætur eru einnig komnar í Krikann. Þær ættu að styrkja varnarleik Fimleikafélagsins enda allt góðir og reyndir leikmenn. View this post on Instagram A post shared by Stjarnan FC (@stjarnanfc) FH hefur svo fengið tvo erlenda leikmenn; Mayu Hansen frá Bandaríkjunum og Deju Sandoval sem lék með FHL á síðasta tímabili. Hansen er framherji sem kemur úr bandaríska háskólaboltanum og hún þarf að axla mikla ábyrgð í sóknarleik FH. Sandoval er bandarískur varnarmaður sem lék alla átján leiki FHL í Lengjudeildinni í fyrra. Hvað segir sérfræðingurinn? „Hafnfirðingar eru á leið inn í sitt þriðja tímabil í röð í Bestu deildinni. Niðurstaðan síðustu tvö tímabil hefur verið 6. sætið. Sem nýliðar sumarið 2023 var árangurinn frábær en kannski ákveðin vonbrigði að ná ekki að gera betur árið á eftir. Halda jú 6. sætinu en safna aðeins færri stigum,“ segir Mist Rúnarsdóttir sem verður sérfræðingur í Bestu mörkunum líkt og undanfarin ár. „Það hafa verið miklar mannskapsbreytingar á milli ára og virðist vera að einhverju leyti áfram. Nema hvað að ungu stelpurnar sem hafa fengið smjörþefinn af stóra sviðinu síðustu tímabil eru að vaxa í stærri skó og þar með stærri hlutverk.“ View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) „Efniviðurinn í Hafnarfirði er geggjaður og með klókindum, góðri stemmningu og ábyrgðarfullu framlagi eldri leikmanna gæti FH stillt upp mjög spennandi liði. Það er alltaf gaman að horfa á liðið spila og hugrekki og þrautseigja eru orð sem mér finnst lýsa FH. Með aga og einbeitingu geta þær gert vel hvar sem er en þær þurfa að finna stöðugleika.“ „Liðið hefur sótt áhugaverðan liðsstyrk sem við eigum eftir að sjá betur þegar líður á. Tvíburasysturnar reynslumiklu frá Sandgerði, þær Katla María og Íris Una, sameinast á ný og vilja stimpla sig inn af krafti. Þá hefur reynst FH-ingum vel að sækja varnarmenn austur og hin öfluga Deja Jaylyn Sandovil getur vonandi lagt sitt af mörkum til að binda saman varnarleikinn. Eins og staðan er núna sé ég FH halda sig á svipuðum slóðum í deildinni og undanfarin tímabil og berjast um sæti í efri hlutanum.“ Aldís Guðlaugsdóttir hefur leikið vel í marki FH síðustu ár.vísir/diego Lykilmenn Aldís Guðlaugsdóttir, 21 árs markvörður Arna Eiríksdóttir, 22 ára miðvörður Maya Hansen, framherji Fylgist með Thelma Karen Pálmadóttir er afar efnileg og einn af fjölmörgum lofandi leikmönnum í Kaplakrikanum. Þrátt fyrir að vera fædd 2008 hefur hún leikið alls 25 leiki í Bestu deildinni. Hún lék sína fyrstu leiki sumarið 2023, þá aðeins fimmtán ára. Thelma lék nítján af 23 deildarleikjum FH á síðasta tímabili og hlutverk hennar verður eflaust enn stærra í sumar. Í besta/versta falli Grunnmarkmið FH-inga hlýtur að vera meðal sex efstu liða deildarinnar og komast í úrslitakeppni efri hlutans þriðja árið í röð. Það er vel gerlegt en það er erfitt að sjá FH fara mikið ofan en í 5. sæti. Liðið gæti svo hæglega endað á neðra skiltinu, sérstaklega ef varnarleikurinn lagast ekki. Þá vilja FH-ingar eflaust enda tímabilið í ár á betri nótum en 2023 og 2024 og passa að botninn detti ekki algjörlega úr leik liðsins.
Komnar: Hildur Þóra Hákonardóttir frá Breiðabliki Íris Una Þórðardóttir frá Þrótti Katla María Þórðardóttir frá Örebro (Svíþjóð) Deja Sandoval frá FHL Maya Hansen frá Bandaríkjunum Farnar: Hanna Kallmaier til Keflavíkur Selma Sól Sigurjónsdóttir til Hauka Anna Nurmi til Åland United (Finnlandi) Rakel Eva Bjarnadóttir til HK (var á láni hjá ÍH) Emma Björt Bjarnadóttir til Fylkis (var á láni hjá Fram) Hanna Faith Victoriudóttir til Grindavíkur Bryndís Halla Gunnarsdóttir til Hauka Anna Rakel Snorradóttir til Grindavíkur (var á láni hjá ÍH) Hildur María Jónasdóttir til Fram (var á láni hjá HK)
Lykilmenn Aldís Guðlaugsdóttir, 21 árs markvörður Arna Eiríksdóttir, 22 ára miðvörður Maya Hansen, framherji
Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastól 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 10. apríl 2025 10:01
Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02
Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 10:02
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti