Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2025 15:58 Rósu Björk finnst undarlegt að viðbótin hafi verið undirrituð af embættismanni og ekki komið fyrir Alþingi eða utanríkismálanefnd. Guðlaugur Þór var utanríkisráðherra man ekki eftir þessum þætti málsins. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis furðar sig á að hvorki nefndin né Alþingi hafi fengið upplýsingar um að viðbót hafi verið gerð við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna árið 2017. Þáverandi utanríkisráðherra man ekki eftir því að viðbótin hafi verið gerð en fagnar umræðu um öryggis og varnamál. Upplýst var í fréttaskýringarþættinum Kveik á Rúv í gær að stjórnvöld hefðu gert viðbætur við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna sem voru undirritaðar 13. og 17. október 2017. Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var við völd þegar síðari viðbótin var undirrituð. Í viðbótinni koma fram ný ákvæði í samninginn eins og „Operating locations“ sem fjallar um sérstök aðgerðarsvæði Bandaríkjahers hér á landi. Sérfræðingar sem koma fram í Kveik telja ákvæði tvíræð og veiti Bandaríkjaher aukna heimild til aðgerða hér á landi án skýrs samþykkis Alþingis. Þá kom fram í þættinum í gær að þessi viðbót hafi ekki verið rædd á Alþingi eða birt í Stjórnartíðindum. „Aldrei verið að leyna neinu“ Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var utanríkisráðherra þegar viðbótin var gerð. Varst þú meðvitaður um að verið væri að gera þessar viðbætur? „Ég man ekki eftir nákvæmlega þessum þætti málsins. Svo það sé sagt þá var aldrei verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð. Ef sérfræðingur ráðuneytisins hefði talið eðlilegt að það væri farið með þetta inn í utanríkismálanefnd eða þingið þá hefðum við að sjálfsögðu gert það. En ég man ekki eftir þessu sérstaka máli. Hann segir hins vegar gott að verið sé að ræða öryggis- og varnamál. „Því meira sem við ræðum þessi mál því betra.“ Hefði ekki verið eðlilegt að bera þetta líka undir Alþingis og utanríkismálanefnd? „Ef að sérfræðingarnir sem kláruðu þessa útfærslu hefði talið það eðlilegt hefðum við að sjálfsögðu gert það.“ Mikilvægt að málið verði upplýst Rósa Björk Brynjólfsdóttir var þingmaður Vinstri grænna í minnihluta í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma. Hún furðar sig á að málið hafi ekki komið á borð nefndarinnar. „Það sem mér finnst vera aðkallandi að skýra betur er hvers vegna vegna farið var í undirritun á uppfærslu á varnarsamningnum á þessum tíma þegar starfsstjórn var við völd. Samkvæmt túlkun þjóðréttarfræðinga sem Kveikur talaði við í gær eru alla vega þarna atriði sem hefði þurft að bera undir Alþingi.“ Þú sast í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma. Kom þetta mál aldrei ekki inn á ykkar borð? „Nei þetta kom ekki inn á okkar borð.“ Hún telur afar mikilvægt málið verði upplýst. „Auðvitað þyrfti að skýra það hvers vegna embættismaður í utanríkisráðuneytinu var látinn skrifa undir þessa uppfærslu. Þá þarf líka að koma fram hvort þetta hafi verið rætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar þáverandi sem var starfsstjórn. Mín reynsla er sú að embættismenn skrifa ekki undir svona samninga og breytingar á þeim nema með leyfi ráðherra.“ Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
Upplýst var í fréttaskýringarþættinum Kveik á Rúv í gær að stjórnvöld hefðu gert viðbætur við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna sem voru undirritaðar 13. og 17. október 2017. Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var við völd þegar síðari viðbótin var undirrituð. Í viðbótinni koma fram ný ákvæði í samninginn eins og „Operating locations“ sem fjallar um sérstök aðgerðarsvæði Bandaríkjahers hér á landi. Sérfræðingar sem koma fram í Kveik telja ákvæði tvíræð og veiti Bandaríkjaher aukna heimild til aðgerða hér á landi án skýrs samþykkis Alþingis. Þá kom fram í þættinum í gær að þessi viðbót hafi ekki verið rædd á Alþingi eða birt í Stjórnartíðindum. „Aldrei verið að leyna neinu“ Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var utanríkisráðherra þegar viðbótin var gerð. Varst þú meðvitaður um að verið væri að gera þessar viðbætur? „Ég man ekki eftir nákvæmlega þessum þætti málsins. Svo það sé sagt þá var aldrei verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð. Ef sérfræðingur ráðuneytisins hefði talið eðlilegt að það væri farið með þetta inn í utanríkismálanefnd eða þingið þá hefðum við að sjálfsögðu gert það. En ég man ekki eftir þessu sérstaka máli. Hann segir hins vegar gott að verið sé að ræða öryggis- og varnamál. „Því meira sem við ræðum þessi mál því betra.“ Hefði ekki verið eðlilegt að bera þetta líka undir Alþingis og utanríkismálanefnd? „Ef að sérfræðingarnir sem kláruðu þessa útfærslu hefði talið það eðlilegt hefðum við að sjálfsögðu gert það.“ Mikilvægt að málið verði upplýst Rósa Björk Brynjólfsdóttir var þingmaður Vinstri grænna í minnihluta í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma. Hún furðar sig á að málið hafi ekki komið á borð nefndarinnar. „Það sem mér finnst vera aðkallandi að skýra betur er hvers vegna vegna farið var í undirritun á uppfærslu á varnarsamningnum á þessum tíma þegar starfsstjórn var við völd. Samkvæmt túlkun þjóðréttarfræðinga sem Kveikur talaði við í gær eru alla vega þarna atriði sem hefði þurft að bera undir Alþingi.“ Þú sast í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma. Kom þetta mál aldrei ekki inn á ykkar borð? „Nei þetta kom ekki inn á okkar borð.“ Hún telur afar mikilvægt málið verði upplýst. „Auðvitað þyrfti að skýra það hvers vegna embættismaður í utanríkisráðuneytinu var látinn skrifa undir þessa uppfærslu. Þá þarf líka að koma fram hvort þetta hafi verið rætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar þáverandi sem var starfsstjórn. Mín reynsla er sú að embættismenn skrifa ekki undir svona samninga og breytingar á þeim nema með leyfi ráðherra.“
Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira