Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur ekki fram hvar meint brot á að hafa átt sér stað, en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra.
Atvikið sem málið varðar mun hafa átt sér stað í nóvember 2023.
Manninum er gefið að sök að grípa um bert brjóst drengs, og síðan kysst og sogið eða sleikt brjóst drengsins við bringu.
Þess er krafist fyrir hönd sonarins að manninum verði gert að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur.