Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 10:32 Svona fór James Tarkowski í Alexis Mac Allister, eftir að hafa farið fyrst í boltann. Rautt spjald miðað við núgildandi reglur en Tarkowski slapp. Getty/Liverpool James Tarkowski hefði eftir allt saman átt að fá að líta rauða spjaldið fyrir að fara af krafti með takkana í Alexis Mac Allister í grannaslag Everton og Liverpool í gærkvöld. Hann slapp hins vegar með skrekkinn og hefur enn ekki fengið rautt í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Margir töldu ljóst að Tarkowski ætti að fá rauða spjaldið á 11. mínútu leiksins í gær. Þó að hann færi fyrst í boltann fór hann með harkalegum hætti með sólann á undan sér í Mac Allister sem lá eftir. Tarkowski fékk gult spjald. Myndbandsdómari leiksins skoðaði svo atvikið í tíu sekúndur en ákvað svo að ekki bæri að endurskoða málið. Viðurkenna mistökin BBC Sport greinir hins vegar frá því í dag að samkvæmt upplýsingum frá dómarasambandinu, PGMOL, hefði verið um það gróft brot að ræða að rauða spjaldið hefði átt að fara á loft. Myndbandsdómari hefði sem sagt átt að senda Sam Barrott í skjáinn og Barrott hefði átt að leiðrétta ákvörðun sína um gula spjaldið. 63 - James Tarkowski now has the joint most yellow cards without ever being sent off in Premier League history (63). Physical. pic.twitter.com/arZXhrRYRZ— OptaJoe (@OptaJoe) April 2, 2025 Dómarasambandið telur nauðsynlegt að viðurkenna mistök sem þessi sem fyrst til að allt sé uppi á borðum og minni vafi um hvernig reglurnar séu. Tarkowski bað Mac Allister afsökunar að leik loknum en þessi 32 ára enski varnarmaður deilir metinu yfir flest gul spjöld á ferlinum, 63 talsins, án þess að hafa fengið eitt einasta rauða spjald í úrvalsdeildinni. Barton ekki sammála David Moyes, stjóri Everton, viðurkenndi eftir 1-0 sigur Liverpool í gær að Tarkowski hefði verið heppinn að haldast inni á vellinum. Arne Slot, stjóri Liverpool, sagði að „jafnvel fólk sem líkaði ekki við Liverpool“ segði að um augljóst rautt spjald væri að ræða. Þeir eru þó til sem að telja að brot Tarkowski ætti ekki að verðskulda rautt spjald. Joey Barton lýsti þeirri skoðun þar sem hann fylgdist með leiknum í beinni. „Þetta er almennileg tækling í grannaslag. Áfram gakk,“ sagði Barton en bætti við: „VAR á eftir að uppfæra þetta. Hann verður sendur af velli.“ “It’s not even a foul!” @Joey7Barton on Tarkowski’s tackle pic.twitter.com/ZZNtvJwkWP— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) April 3, 2025 Enski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Margir töldu ljóst að Tarkowski ætti að fá rauða spjaldið á 11. mínútu leiksins í gær. Þó að hann færi fyrst í boltann fór hann með harkalegum hætti með sólann á undan sér í Mac Allister sem lá eftir. Tarkowski fékk gult spjald. Myndbandsdómari leiksins skoðaði svo atvikið í tíu sekúndur en ákvað svo að ekki bæri að endurskoða málið. Viðurkenna mistökin BBC Sport greinir hins vegar frá því í dag að samkvæmt upplýsingum frá dómarasambandinu, PGMOL, hefði verið um það gróft brot að ræða að rauða spjaldið hefði átt að fara á loft. Myndbandsdómari hefði sem sagt átt að senda Sam Barrott í skjáinn og Barrott hefði átt að leiðrétta ákvörðun sína um gula spjaldið. 63 - James Tarkowski now has the joint most yellow cards without ever being sent off in Premier League history (63). Physical. pic.twitter.com/arZXhrRYRZ— OptaJoe (@OptaJoe) April 2, 2025 Dómarasambandið telur nauðsynlegt að viðurkenna mistök sem þessi sem fyrst til að allt sé uppi á borðum og minni vafi um hvernig reglurnar séu. Tarkowski bað Mac Allister afsökunar að leik loknum en þessi 32 ára enski varnarmaður deilir metinu yfir flest gul spjöld á ferlinum, 63 talsins, án þess að hafa fengið eitt einasta rauða spjald í úrvalsdeildinni. Barton ekki sammála David Moyes, stjóri Everton, viðurkenndi eftir 1-0 sigur Liverpool í gær að Tarkowski hefði verið heppinn að haldast inni á vellinum. Arne Slot, stjóri Liverpool, sagði að „jafnvel fólk sem líkaði ekki við Liverpool“ segði að um augljóst rautt spjald væri að ræða. Þeir eru þó til sem að telja að brot Tarkowski ætti ekki að verðskulda rautt spjald. Joey Barton lýsti þeirri skoðun þar sem hann fylgdist með leiknum í beinni. „Þetta er almennileg tækling í grannaslag. Áfram gakk,“ sagði Barton en bætti við: „VAR á eftir að uppfæra þetta. Hann verður sendur af velli.“ “It’s not even a foul!” @Joey7Barton on Tarkowski’s tackle pic.twitter.com/ZZNtvJwkWP— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) April 3, 2025
Enski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira