Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2025 22:18 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, ræðir við Gianni Infantino, forseta FIFA, á ársþingi UEFA í Belgrad. Getty/Tullio Puglia Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu er ekki hrifinn að þeirri hugmynd að fjölga enn meira á heimsmeistaramóti karla í fótbolta. FIFA er nú að velta því fyrir sér að fjölga þjóðum í úrslitakeppni HM upp í 64 lið. Næsta HM fer fram næsta sumar og þar munu 48 þjóðir taka þátt en 32 þjóðir voru á síðasta heimsmeistaramóti 2022. Þetta hefur verið í umræðunni eftir að tillaga kom frá stjórnarmanni frá Úrúgvæ á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins. ESPN segir frá. Það væri þá verið að fjölga þjóðum um sextán á tveimur heimsmeistaramótum í röð og það án þess að reynsla sé komin á 48 þjóða heimsmeistarakeppni. „Þessi tillaga kom mér jafnvel meira á óvart en ykkur,“ sagði Aleksander Ceferin á blaðamannafundi eftir ársþing UEFA í Belgrad í Serbíu. „Ég tel að þetta sé slæm hugmynd,“ sagði Ceferin sem er líka varaforseti FIFA. Gianni Infantino, forseti FIFA, vill fjölga þátttökuþjóðum enn meira, og er að reyna að koma þessu í gegn. Svo margar þátttökuþjóðir hefðu auðvitað það í för mér sér að gæðin myndu minnka og að það þyrfti einnig að koma fyrir 128 leikjum á rúmum mánuði. „Þetta er ekki góð hugmynd fyrir sjálfa heimsmeistarakeppnina og þetta er heldur ekki gott fyrir undankeppnina,“ sagði Ceferin. UEFA er með sextán sæti á HM 2026 og það hefur kallað á breytta undankeppni. Nú eru riðlarnir tólf og sumar þjóðir spila færri leiki en öll undankeppnin fer fram í ár. Spánn og Portúgal halda HM 2030 ásamt Marokkó en Suðurameríkuþjóðirnar Argentína, Paragvæ og Úrúgvæ hýsa einn leik í byrjun móts til að halda upp á að það eru hundrað ár liðin frá fyrstu heimsmeistarakeppninni sem fór fram í Úrúgvæ 1930. „Það er skrýtið að við fengum ekki að vita neitt um þessa tillögu áður en hún kom fyrir þingið. Ég veit ekki hvaðan hún kom,“ sagði Ceferin. FIFA UEFA HM 2030 í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
FIFA er nú að velta því fyrir sér að fjölga þjóðum í úrslitakeppni HM upp í 64 lið. Næsta HM fer fram næsta sumar og þar munu 48 þjóðir taka þátt en 32 þjóðir voru á síðasta heimsmeistaramóti 2022. Þetta hefur verið í umræðunni eftir að tillaga kom frá stjórnarmanni frá Úrúgvæ á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins. ESPN segir frá. Það væri þá verið að fjölga þjóðum um sextán á tveimur heimsmeistaramótum í röð og það án þess að reynsla sé komin á 48 þjóða heimsmeistarakeppni. „Þessi tillaga kom mér jafnvel meira á óvart en ykkur,“ sagði Aleksander Ceferin á blaðamannafundi eftir ársþing UEFA í Belgrad í Serbíu. „Ég tel að þetta sé slæm hugmynd,“ sagði Ceferin sem er líka varaforseti FIFA. Gianni Infantino, forseti FIFA, vill fjölga þátttökuþjóðum enn meira, og er að reyna að koma þessu í gegn. Svo margar þátttökuþjóðir hefðu auðvitað það í för mér sér að gæðin myndu minnka og að það þyrfti einnig að koma fyrir 128 leikjum á rúmum mánuði. „Þetta er ekki góð hugmynd fyrir sjálfa heimsmeistarakeppnina og þetta er heldur ekki gott fyrir undankeppnina,“ sagði Ceferin. UEFA er með sextán sæti á HM 2026 og það hefur kallað á breytta undankeppni. Nú eru riðlarnir tólf og sumar þjóðir spila færri leiki en öll undankeppnin fer fram í ár. Spánn og Portúgal halda HM 2030 ásamt Marokkó en Suðurameríkuþjóðirnar Argentína, Paragvæ og Úrúgvæ hýsa einn leik í byrjun móts til að halda upp á að það eru hundrað ár liðin frá fyrstu heimsmeistarakeppninni sem fór fram í Úrúgvæ 1930. „Það er skrýtið að við fengum ekki að vita neitt um þessa tillögu áður en hún kom fyrir þingið. Ég veit ekki hvaðan hún kom,“ sagði Ceferin.
FIFA UEFA HM 2030 í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira