Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2025 09:59 Veðmál á leik í íslensku 2. deildinni voru stöðvuð í seinni hálfleik þar sem óeðlilega mikið þótti veðjað á ákveðin úrslit. Getty Fjórir leikmenn voru kærðir vegna gruns um hagræðingu úrslita í leik í 2. deild karla á Íslandi í fyrra. Þeir voru allir úrskurðaðir saklausir, af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Leikurinn fór fram í ágúst á síðasta ári en ekki kemur fram í úrskurðinum hvaða lið mættust eða hvaða leikmenn voru kærðir. Ljóst er að sönnunarbyrði í svona málum, þar sem leikmenn eru sakaðir um að hafa viljandi haft óeðlileg áhrif á úrslit leikja til að hagnast, er afar erfið. Var það niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun þess að leikmenn hefðu gerst brotlegir og meðal annars tekið fram að ekki væri hægt að draga neinar ályktanir út frá skoðun á myndbandsupptöku. Óeðlilega mikið veðjað á fjölda marka í seinni hálfleik Í úrskurðinum kemur fram að KSÍ hafi upphaflega fengið ábendingu um að mikið hefði verið veðjað á það, eftir 40. mínútu leiksins, að skoraður yrði meira en ákveðinn fjöldi marka. Öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Samantektir frá Genius Sport og Sportradar, í gegnum UEFA, staðfestu þetta. Samkvæmt þeim var mikið veðjað á sigur annars liðsins með tveimur mörkum eða fleirum, og að fimm mörk eða fleiri yrðu skoruð í leiknum. Veðbankinn Pinnacle lokaði fyrir veðmál í beinni áður en leik lauk, sem bendir til þess að áhyggjur hafi verið af því að eitthvað gruggugt væri á svæði. Samkvæmt Sportradar jukust veðmál mikið á að minnsta kosti tveggja marka sigur og að minnst fimm mörk yrðu skoruð, þrátt fyrir að staðan væri markalaus í hálfleik. Lokaði veðbankinn Bet365 fyrir veðmál í beinni á 69. mínútu leiksins. Atvik sem þóttu sérstök Bæði GS og Sportradar greindu atvik leiksins og samkvæmt greiningu GS voru atvik í leiknum þar sem hinir kærðu komu við sögu sem þóttu sérstök, meðal annars með hliðsjón af varnartilburðum, staðsetningu og ákvörðunum leikmanna. Ekki þótti þó sannað að leikmenn væru viðriðnir eitthvað misjafnt. Leikmennirnir fjórir kváðust allir saklausir og bentu til að mynda á að fótbolti væri hraður leikur þar sem mistök ættu sér óhjákvæmilega stað. Ekki liggja fyrir í málinu nein gögn sem tengja þá með beinum eða óbeinum hætti við veðmál í tengslum við leikinn. Í úrskurðinum segir að sú meinta háttsemi sem kæra framkvæmdastjóra KSÍ beinist að, að hagræða úrslitum leikja, verði að teljast með alvarlegri brotum sem finnist innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Slík brot kalli á þungar refsingar og því sé mikilvægt að sönnunarmati sé fullnægt. Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar í heild sinni. Íslenski boltinn Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Leikurinn fór fram í ágúst á síðasta ári en ekki kemur fram í úrskurðinum hvaða lið mættust eða hvaða leikmenn voru kærðir. Ljóst er að sönnunarbyrði í svona málum, þar sem leikmenn eru sakaðir um að hafa viljandi haft óeðlileg áhrif á úrslit leikja til að hagnast, er afar erfið. Var það niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun þess að leikmenn hefðu gerst brotlegir og meðal annars tekið fram að ekki væri hægt að draga neinar ályktanir út frá skoðun á myndbandsupptöku. Óeðlilega mikið veðjað á fjölda marka í seinni hálfleik Í úrskurðinum kemur fram að KSÍ hafi upphaflega fengið ábendingu um að mikið hefði verið veðjað á það, eftir 40. mínútu leiksins, að skoraður yrði meira en ákveðinn fjöldi marka. Öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Samantektir frá Genius Sport og Sportradar, í gegnum UEFA, staðfestu þetta. Samkvæmt þeim var mikið veðjað á sigur annars liðsins með tveimur mörkum eða fleirum, og að fimm mörk eða fleiri yrðu skoruð í leiknum. Veðbankinn Pinnacle lokaði fyrir veðmál í beinni áður en leik lauk, sem bendir til þess að áhyggjur hafi verið af því að eitthvað gruggugt væri á svæði. Samkvæmt Sportradar jukust veðmál mikið á að minnsta kosti tveggja marka sigur og að minnst fimm mörk yrðu skoruð, þrátt fyrir að staðan væri markalaus í hálfleik. Lokaði veðbankinn Bet365 fyrir veðmál í beinni á 69. mínútu leiksins. Atvik sem þóttu sérstök Bæði GS og Sportradar greindu atvik leiksins og samkvæmt greiningu GS voru atvik í leiknum þar sem hinir kærðu komu við sögu sem þóttu sérstök, meðal annars með hliðsjón af varnartilburðum, staðsetningu og ákvörðunum leikmanna. Ekki þótti þó sannað að leikmenn væru viðriðnir eitthvað misjafnt. Leikmennirnir fjórir kváðust allir saklausir og bentu til að mynda á að fótbolti væri hraður leikur þar sem mistök ættu sér óhjákvæmilega stað. Ekki liggja fyrir í málinu nein gögn sem tengja þá með beinum eða óbeinum hætti við veðmál í tengslum við leikinn. Í úrskurðinum segir að sú meinta háttsemi sem kæra framkvæmdastjóra KSÍ beinist að, að hagræða úrslitum leikja, verði að teljast með alvarlegri brotum sem finnist innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Slík brot kalli á þungar refsingar og því sé mikilvægt að sönnunarmati sé fullnægt. Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar í heild sinni.
Íslenski boltinn Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira