Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2025 09:59 Veðmál á leik í íslensku 2. deildinni voru stöðvuð í seinni hálfleik þar sem óeðlilega mikið þótti veðjað á ákveðin úrslit. Getty Fjórir leikmenn voru kærðir vegna gruns um hagræðingu úrslita í leik í 2. deild karla á Íslandi í fyrra. Þeir voru allir úrskurðaðir saklausir, af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Leikurinn fór fram í ágúst á síðasta ári en ekki kemur fram í úrskurðinum hvaða lið mættust eða hvaða leikmenn voru kærðir. Ljóst er að sönnunarbyrði í svona málum, þar sem leikmenn eru sakaðir um að hafa viljandi haft óeðlileg áhrif á úrslit leikja til að hagnast, er afar erfið. Var það niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun þess að leikmenn hefðu gerst brotlegir og meðal annars tekið fram að ekki væri hægt að draga neinar ályktanir út frá skoðun á myndbandsupptöku. Óeðlilega mikið veðjað á fjölda marka í seinni hálfleik Í úrskurðinum kemur fram að KSÍ hafi upphaflega fengið ábendingu um að mikið hefði verið veðjað á það, eftir 40. mínútu leiksins, að skoraður yrði meira en ákveðinn fjöldi marka. Öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Samantektir frá Genius Sport og Sportradar, í gegnum UEFA, staðfestu þetta. Samkvæmt þeim var mikið veðjað á sigur annars liðsins með tveimur mörkum eða fleirum, og að fimm mörk eða fleiri yrðu skoruð í leiknum. Veðbankinn Pinnacle lokaði fyrir veðmál í beinni áður en leik lauk, sem bendir til þess að áhyggjur hafi verið af því að eitthvað gruggugt væri á svæði. Samkvæmt Sportradar jukust veðmál mikið á að minnsta kosti tveggja marka sigur og að minnst fimm mörk yrðu skoruð, þrátt fyrir að staðan væri markalaus í hálfleik. Lokaði veðbankinn Bet365 fyrir veðmál í beinni á 69. mínútu leiksins. Atvik sem þóttu sérstök Bæði GS og Sportradar greindu atvik leiksins og samkvæmt greiningu GS voru atvik í leiknum þar sem hinir kærðu komu við sögu sem þóttu sérstök, meðal annars með hliðsjón af varnartilburðum, staðsetningu og ákvörðunum leikmanna. Ekki þótti þó sannað að leikmenn væru viðriðnir eitthvað misjafnt. Leikmennirnir fjórir kváðust allir saklausir og bentu til að mynda á að fótbolti væri hraður leikur þar sem mistök ættu sér óhjákvæmilega stað. Ekki liggja fyrir í málinu nein gögn sem tengja þá með beinum eða óbeinum hætti við veðmál í tengslum við leikinn. Í úrskurðinum segir að sú meinta háttsemi sem kæra framkvæmdastjóra KSÍ beinist að, að hagræða úrslitum leikja, verði að teljast með alvarlegri brotum sem finnist innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Slík brot kalli á þungar refsingar og því sé mikilvægt að sönnunarmati sé fullnægt. Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar í heild sinni. Íslenski boltinn Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Leik lokið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Leikurinn fór fram í ágúst á síðasta ári en ekki kemur fram í úrskurðinum hvaða lið mættust eða hvaða leikmenn voru kærðir. Ljóst er að sönnunarbyrði í svona málum, þar sem leikmenn eru sakaðir um að hafa viljandi haft óeðlileg áhrif á úrslit leikja til að hagnast, er afar erfið. Var það niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun þess að leikmenn hefðu gerst brotlegir og meðal annars tekið fram að ekki væri hægt að draga neinar ályktanir út frá skoðun á myndbandsupptöku. Óeðlilega mikið veðjað á fjölda marka í seinni hálfleik Í úrskurðinum kemur fram að KSÍ hafi upphaflega fengið ábendingu um að mikið hefði verið veðjað á það, eftir 40. mínútu leiksins, að skoraður yrði meira en ákveðinn fjöldi marka. Öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Samantektir frá Genius Sport og Sportradar, í gegnum UEFA, staðfestu þetta. Samkvæmt þeim var mikið veðjað á sigur annars liðsins með tveimur mörkum eða fleirum, og að fimm mörk eða fleiri yrðu skoruð í leiknum. Veðbankinn Pinnacle lokaði fyrir veðmál í beinni áður en leik lauk, sem bendir til þess að áhyggjur hafi verið af því að eitthvað gruggugt væri á svæði. Samkvæmt Sportradar jukust veðmál mikið á að minnsta kosti tveggja marka sigur og að minnst fimm mörk yrðu skoruð, þrátt fyrir að staðan væri markalaus í hálfleik. Lokaði veðbankinn Bet365 fyrir veðmál í beinni á 69. mínútu leiksins. Atvik sem þóttu sérstök Bæði GS og Sportradar greindu atvik leiksins og samkvæmt greiningu GS voru atvik í leiknum þar sem hinir kærðu komu við sögu sem þóttu sérstök, meðal annars með hliðsjón af varnartilburðum, staðsetningu og ákvörðunum leikmanna. Ekki þótti þó sannað að leikmenn væru viðriðnir eitthvað misjafnt. Leikmennirnir fjórir kváðust allir saklausir og bentu til að mynda á að fótbolti væri hraður leikur þar sem mistök ættu sér óhjákvæmilega stað. Ekki liggja fyrir í málinu nein gögn sem tengja þá með beinum eða óbeinum hætti við veðmál í tengslum við leikinn. Í úrskurðinum segir að sú meinta háttsemi sem kæra framkvæmdastjóra KSÍ beinist að, að hagræða úrslitum leikja, verði að teljast með alvarlegri brotum sem finnist innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Slík brot kalli á þungar refsingar og því sé mikilvægt að sönnunarmati sé fullnægt. Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar í heild sinni.
Íslenski boltinn Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Leik lokið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki