Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2025 09:59 Veðmál á leik í íslensku 2. deildinni voru stöðvuð í seinni hálfleik þar sem óeðlilega mikið þótti veðjað á ákveðin úrslit. Getty Fjórir leikmenn voru kærðir vegna gruns um hagræðingu úrslita í leik í 2. deild karla á Íslandi í fyrra. Þeir voru allir úrskurðaðir saklausir, af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Leikurinn fór fram í ágúst á síðasta ári en ekki kemur fram í úrskurðinum hvaða lið mættust eða hvaða leikmenn voru kærðir. Ljóst er að sönnunarbyrði í svona málum, þar sem leikmenn eru sakaðir um að hafa viljandi haft óeðlileg áhrif á úrslit leikja til að hagnast, er afar erfið. Var það niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun þess að leikmenn hefðu gerst brotlegir og meðal annars tekið fram að ekki væri hægt að draga neinar ályktanir út frá skoðun á myndbandsupptöku. Óeðlilega mikið veðjað á fjölda marka í seinni hálfleik Í úrskurðinum kemur fram að KSÍ hafi upphaflega fengið ábendingu um að mikið hefði verið veðjað á það, eftir 40. mínútu leiksins, að skoraður yrði meira en ákveðinn fjöldi marka. Öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Samantektir frá Genius Sport og Sportradar, í gegnum UEFA, staðfestu þetta. Samkvæmt þeim var mikið veðjað á sigur annars liðsins með tveimur mörkum eða fleirum, og að fimm mörk eða fleiri yrðu skoruð í leiknum. Veðbankinn Pinnacle lokaði fyrir veðmál í beinni áður en leik lauk, sem bendir til þess að áhyggjur hafi verið af því að eitthvað gruggugt væri á svæði. Samkvæmt Sportradar jukust veðmál mikið á að minnsta kosti tveggja marka sigur og að minnst fimm mörk yrðu skoruð, þrátt fyrir að staðan væri markalaus í hálfleik. Lokaði veðbankinn Bet365 fyrir veðmál í beinni á 69. mínútu leiksins. Atvik sem þóttu sérstök Bæði GS og Sportradar greindu atvik leiksins og samkvæmt greiningu GS voru atvik í leiknum þar sem hinir kærðu komu við sögu sem þóttu sérstök, meðal annars með hliðsjón af varnartilburðum, staðsetningu og ákvörðunum leikmanna. Ekki þótti þó sannað að leikmenn væru viðriðnir eitthvað misjafnt. Leikmennirnir fjórir kváðust allir saklausir og bentu til að mynda á að fótbolti væri hraður leikur þar sem mistök ættu sér óhjákvæmilega stað. Ekki liggja fyrir í málinu nein gögn sem tengja þá með beinum eða óbeinum hætti við veðmál í tengslum við leikinn. Í úrskurðinum segir að sú meinta háttsemi sem kæra framkvæmdastjóra KSÍ beinist að, að hagræða úrslitum leikja, verði að teljast með alvarlegri brotum sem finnist innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Slík brot kalli á þungar refsingar og því sé mikilvægt að sönnunarmati sé fullnægt. Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar í heild sinni. Íslenski boltinn Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Leikurinn fór fram í ágúst á síðasta ári en ekki kemur fram í úrskurðinum hvaða lið mættust eða hvaða leikmenn voru kærðir. Ljóst er að sönnunarbyrði í svona málum, þar sem leikmenn eru sakaðir um að hafa viljandi haft óeðlileg áhrif á úrslit leikja til að hagnast, er afar erfið. Var það niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun þess að leikmenn hefðu gerst brotlegir og meðal annars tekið fram að ekki væri hægt að draga neinar ályktanir út frá skoðun á myndbandsupptöku. Óeðlilega mikið veðjað á fjölda marka í seinni hálfleik Í úrskurðinum kemur fram að KSÍ hafi upphaflega fengið ábendingu um að mikið hefði verið veðjað á það, eftir 40. mínútu leiksins, að skoraður yrði meira en ákveðinn fjöldi marka. Öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Samantektir frá Genius Sport og Sportradar, í gegnum UEFA, staðfestu þetta. Samkvæmt þeim var mikið veðjað á sigur annars liðsins með tveimur mörkum eða fleirum, og að fimm mörk eða fleiri yrðu skoruð í leiknum. Veðbankinn Pinnacle lokaði fyrir veðmál í beinni áður en leik lauk, sem bendir til þess að áhyggjur hafi verið af því að eitthvað gruggugt væri á svæði. Samkvæmt Sportradar jukust veðmál mikið á að minnsta kosti tveggja marka sigur og að minnst fimm mörk yrðu skoruð, þrátt fyrir að staðan væri markalaus í hálfleik. Lokaði veðbankinn Bet365 fyrir veðmál í beinni á 69. mínútu leiksins. Atvik sem þóttu sérstök Bæði GS og Sportradar greindu atvik leiksins og samkvæmt greiningu GS voru atvik í leiknum þar sem hinir kærðu komu við sögu sem þóttu sérstök, meðal annars með hliðsjón af varnartilburðum, staðsetningu og ákvörðunum leikmanna. Ekki þótti þó sannað að leikmenn væru viðriðnir eitthvað misjafnt. Leikmennirnir fjórir kváðust allir saklausir og bentu til að mynda á að fótbolti væri hraður leikur þar sem mistök ættu sér óhjákvæmilega stað. Ekki liggja fyrir í málinu nein gögn sem tengja þá með beinum eða óbeinum hætti við veðmál í tengslum við leikinn. Í úrskurðinum segir að sú meinta háttsemi sem kæra framkvæmdastjóra KSÍ beinist að, að hagræða úrslitum leikja, verði að teljast með alvarlegri brotum sem finnist innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Slík brot kalli á þungar refsingar og því sé mikilvægt að sönnunarmati sé fullnægt. Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar í heild sinni.
Íslenski boltinn Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn