Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 11:21 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist tilbúinn til viðræðna um tolla sína, eftir að ráðgjafar hans og ráðherra sögðu tollana komna til að vera. Getty/Andrew Harnik Helstu ráðgjafar og ráðherrar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vörðu stórum hluta gærdagsins í viðtöl við fjölmiðla. Þar voru þeir flestir sammála um að umfangsmiklir tollar Trumps á flest öll ríki heims væru komin til að vera. Ekki væri um að ræða einhverskonar opnunarleik fyrir viðræður um milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem ítrekuðu þetta í viðtölum í gær voru Peter Navarro, ráðgjafi Trumps, og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Lutnick þvertók fyrir það í gær að Trump myndi hætta við tollana og sagði að þeir snerust ekki um viðræður heldur væri markmiðið að endurskipuleggja alþjóðaviðskipti. Trump sjálfur steig svo fram seint í gær og jók enn frekar á óreiðuna með því að vera í þversögn við það sem hans fólk hafði verið að segja allan daginn. Það var eftir að viðbrögð markaða við tollum Trumps höfðu vægast sagt verið slæm og sagðist Trump þá tilbúinn til viðræðna við leiðtoga annarra ríkja. „Öll löndin eru að hringja í okkur. Það er fegurðin við það sem við gerum,“ sagði Trump, samkvæmt frétt Washington Post. „Við setjumst í bílstjórasætið. Ef við hefðum beðið þessi lönd um að gera okkur greiða hefðu þau sagt nei. Nú munu þau gera hvað sem er fyrir okkur.“ Við það bætti Trump að tollarnir gæfu ríkisstjórn hans öfluga stöðu fyrir viðræður. Tollar gerðu það alltaf. Tollar á tolla ofan Í einföldu máli sagt þá tilkynnti Trump í fyrrakvöld að Bandaríkin myndu setja tíu prósenta toll á innflutning frá flestum ríkjum heims, auk nokkurra óbyggðra eyja nærri Suðurskautslandi, sem tækju gildi þann 5. apríl. Þar að auki yrðu tugir annarra ríkja, sem Bandaríkin eru með viðskiptahalla við, beitt auka tollum en þeir taka mið af umfangi viðskiptahallans. Því meira sem hallar á Bandaríkin í þeim milliríkjaviðskiptum, því hærri verða tollarnir. Tollar þessir eru frá ellefu til fimmtíu prósent og eiga þeir að taka gildi þann 9. apríl. Sjá einnig: Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Reikniregla þessi kemur sérstaklega niður á fátækum löndum í Asíu. Löndum þar sem bandarísk fyrirtæki framleiða mikið af vörum sem eru svo fluttar til Bandaríkjanna og flokkaðar sem innflutningur. Bandaríkin eru þess vegna með mikinn viðskiptahalla gagnvart löndunum, sem verða fyrir vikið beitt hærri tollum en önnur. Er það einnig í kjölfar þess að Trump hefur stöðvað þróunaraðstoð til þessara landa, auk annarra. Vill deila og drottna Greinendur búast fastlega við því að hinn almenni tíu prósenta tollur muni vera til staðar út kjörtímabil Trumps, í það minnsta. Mikil óvissa hefur þó ríkt um viðbótartollana. Hvert markmið þeirra á að vera og hvort þeir séu komnir til að vera. Í frétt Wall Street Journal segir að Trump vilji reyna að koma í veg fyrir hefndartolla og mögulegt viðskiptastríð, með því að bjóða þeim fyrstu til að semja við hann og Bandaríkin betri skilmála en aðrir geta fengið. Trump hefur hótað því að tvöfalda tolla á þau ríki sem setja hefndartolla á Bandaríkin. Í grunninn vill Trump deila og drottna. Sjá einnig: Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Ráðamenn víða um heim hafa hótað aðgerðum vegna tollanna en enn sem komið er hafa engir opinberað þær nema Kanadamenn, sem tilkynntu í gær 25 prósenta toll á bandaríska bíla, sem eru ekki framleiddir með tilliti til viðskiptasamnings Kanada, Mexíkó og Bandaríkjanna. Þessi tollur er til viðbótar við aðrar aðgerðir sem Kanadamenn hafa gripið til vegna tolla Trumps í þeirra garð. Þá opinberuðu ráðamenn í Kína í morgun að þar á bæ yrði 34 prósenta tolli bætt á allan innflutning frá Bandaríkjunum, þann 10. apríl. Í Evrópu er verið að skoða aðgerðir gegn sölu Bandaríkjanna á þjónustu og tæknifyrirtækjum. Slíkar aðgerðir eru þó álitnar sem loka úrræði. Flest ljós hafa logað rauð á mörkuðum heimsins síðustu daga.AP/Seth Wenig Markmið í mótsögn Í annarri grein WSJ, sem fjallar um hvernig hinn svokallaði „frelsunardagur“ Bandaríkjanna kom til, kemur fram að starfsmenn Hvíta hússins hafi átt í stökustu vandræðum með undirbúning tollanna. Það hafi að miklu leyti verið vegna þess að markmið Trumps með þeim hafi tekið breytingum og forsetinn hafi á köflum verið í mótsögn við sjálfan sig um hvað hann vildi áorka. Hann lýsti því yfir að hann vildi að tollarnir öfluðu mikilla tekna fyrir Bandaríkin og að þeir leiddu til aukinna fjárfestinga þar. Trump sagðist einnig vilja refsa löndum vegna áðurnefndra viðskiptahalla. Að endingu var ákveðið að fara báðar leiðir. Almennir tollar og refsitollar. Þá voru einnig haldnir fundir um að ráðgjafar Trumps fjölluðu um tollana á svipuðum nótum. Það yrði talað um tollana á þann veg að þeir væru komnir til að vera, en það gekk ekki eftir, eins og áður hefur komið fram. Heimildarmenn WSJ segja marga viðskiptaleiðtoga, þingmenn og aðra hafa reynt að tala við Trump og fá hann til að hætta við tollana. Hækkandi verðlag Undanfarnar vikur hafa Trump-liðar reynt að undirbúa bandarísku þjóðina fyrir það að erfiðir tímar geti verið í vændum. Sú orðræða hefur haldið áfram eftir yfirlýsinguna á miðvikudaginn en hún hefur í einföldu máli sagt gengið út á að væntanlegir erfiðleikar muni á endanum borga sig fyrir Bandaríkjamenn. Trump sjálfur lýsti tollunum í gær við skurðaðgerð og sagði að nú myndi bataferli taka við en að endingu yrðu Bandaríkin öflugri og ríkari en fyrir aðgerðina. Greinendur segja öruggt að verðlag muni hækka í Bandaríkjunum en fyrir forsetakosningarnar í fyrra sýndu kannanir fram á að í augum kjósenda var hækkandi verðlag einn helsti vandi Bandaríkjanna. Margir vara við því að kreppa sé í vændum. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Tengdar fréttir Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31 Öll félög lækkuðu nema þrjú Dagurinn var eldrauður í kauphöllinni hér á landi, líkt og víðast hvar annars staðar, eftir að tollar Donalds Trump tóku gildi í gærkvöldi. Gengi aðeins þriggja félaga lækkaði ekki. 3. apríl 2025 16:31 Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Atvinnuvegaráðherra segir tolla Trump geta haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi. Mikilvægt sé að Ísland festist ekki milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í tollastríði. 3. apríl 2025 15:45 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Meðal þeirra sem ítrekuðu þetta í viðtölum í gær voru Peter Navarro, ráðgjafi Trumps, og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Lutnick þvertók fyrir það í gær að Trump myndi hætta við tollana og sagði að þeir snerust ekki um viðræður heldur væri markmiðið að endurskipuleggja alþjóðaviðskipti. Trump sjálfur steig svo fram seint í gær og jók enn frekar á óreiðuna með því að vera í þversögn við það sem hans fólk hafði verið að segja allan daginn. Það var eftir að viðbrögð markaða við tollum Trumps höfðu vægast sagt verið slæm og sagðist Trump þá tilbúinn til viðræðna við leiðtoga annarra ríkja. „Öll löndin eru að hringja í okkur. Það er fegurðin við það sem við gerum,“ sagði Trump, samkvæmt frétt Washington Post. „Við setjumst í bílstjórasætið. Ef við hefðum beðið þessi lönd um að gera okkur greiða hefðu þau sagt nei. Nú munu þau gera hvað sem er fyrir okkur.“ Við það bætti Trump að tollarnir gæfu ríkisstjórn hans öfluga stöðu fyrir viðræður. Tollar gerðu það alltaf. Tollar á tolla ofan Í einföldu máli sagt þá tilkynnti Trump í fyrrakvöld að Bandaríkin myndu setja tíu prósenta toll á innflutning frá flestum ríkjum heims, auk nokkurra óbyggðra eyja nærri Suðurskautslandi, sem tækju gildi þann 5. apríl. Þar að auki yrðu tugir annarra ríkja, sem Bandaríkin eru með viðskiptahalla við, beitt auka tollum en þeir taka mið af umfangi viðskiptahallans. Því meira sem hallar á Bandaríkin í þeim milliríkjaviðskiptum, því hærri verða tollarnir. Tollar þessir eru frá ellefu til fimmtíu prósent og eiga þeir að taka gildi þann 9. apríl. Sjá einnig: Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Reikniregla þessi kemur sérstaklega niður á fátækum löndum í Asíu. Löndum þar sem bandarísk fyrirtæki framleiða mikið af vörum sem eru svo fluttar til Bandaríkjanna og flokkaðar sem innflutningur. Bandaríkin eru þess vegna með mikinn viðskiptahalla gagnvart löndunum, sem verða fyrir vikið beitt hærri tollum en önnur. Er það einnig í kjölfar þess að Trump hefur stöðvað þróunaraðstoð til þessara landa, auk annarra. Vill deila og drottna Greinendur búast fastlega við því að hinn almenni tíu prósenta tollur muni vera til staðar út kjörtímabil Trumps, í það minnsta. Mikil óvissa hefur þó ríkt um viðbótartollana. Hvert markmið þeirra á að vera og hvort þeir séu komnir til að vera. Í frétt Wall Street Journal segir að Trump vilji reyna að koma í veg fyrir hefndartolla og mögulegt viðskiptastríð, með því að bjóða þeim fyrstu til að semja við hann og Bandaríkin betri skilmála en aðrir geta fengið. Trump hefur hótað því að tvöfalda tolla á þau ríki sem setja hefndartolla á Bandaríkin. Í grunninn vill Trump deila og drottna. Sjá einnig: Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Ráðamenn víða um heim hafa hótað aðgerðum vegna tollanna en enn sem komið er hafa engir opinberað þær nema Kanadamenn, sem tilkynntu í gær 25 prósenta toll á bandaríska bíla, sem eru ekki framleiddir með tilliti til viðskiptasamnings Kanada, Mexíkó og Bandaríkjanna. Þessi tollur er til viðbótar við aðrar aðgerðir sem Kanadamenn hafa gripið til vegna tolla Trumps í þeirra garð. Þá opinberuðu ráðamenn í Kína í morgun að þar á bæ yrði 34 prósenta tolli bætt á allan innflutning frá Bandaríkjunum, þann 10. apríl. Í Evrópu er verið að skoða aðgerðir gegn sölu Bandaríkjanna á þjónustu og tæknifyrirtækjum. Slíkar aðgerðir eru þó álitnar sem loka úrræði. Flest ljós hafa logað rauð á mörkuðum heimsins síðustu daga.AP/Seth Wenig Markmið í mótsögn Í annarri grein WSJ, sem fjallar um hvernig hinn svokallaði „frelsunardagur“ Bandaríkjanna kom til, kemur fram að starfsmenn Hvíta hússins hafi átt í stökustu vandræðum með undirbúning tollanna. Það hafi að miklu leyti verið vegna þess að markmið Trumps með þeim hafi tekið breytingum og forsetinn hafi á köflum verið í mótsögn við sjálfan sig um hvað hann vildi áorka. Hann lýsti því yfir að hann vildi að tollarnir öfluðu mikilla tekna fyrir Bandaríkin og að þeir leiddu til aukinna fjárfestinga þar. Trump sagðist einnig vilja refsa löndum vegna áðurnefndra viðskiptahalla. Að endingu var ákveðið að fara báðar leiðir. Almennir tollar og refsitollar. Þá voru einnig haldnir fundir um að ráðgjafar Trumps fjölluðu um tollana á svipuðum nótum. Það yrði talað um tollana á þann veg að þeir væru komnir til að vera, en það gekk ekki eftir, eins og áður hefur komið fram. Heimildarmenn WSJ segja marga viðskiptaleiðtoga, þingmenn og aðra hafa reynt að tala við Trump og fá hann til að hætta við tollana. Hækkandi verðlag Undanfarnar vikur hafa Trump-liðar reynt að undirbúa bandarísku þjóðina fyrir það að erfiðir tímar geti verið í vændum. Sú orðræða hefur haldið áfram eftir yfirlýsinguna á miðvikudaginn en hún hefur í einföldu máli sagt gengið út á að væntanlegir erfiðleikar muni á endanum borga sig fyrir Bandaríkjamenn. Trump sjálfur lýsti tollunum í gær við skurðaðgerð og sagði að nú myndi bataferli taka við en að endingu yrðu Bandaríkin öflugri og ríkari en fyrir aðgerðina. Greinendur segja öruggt að verðlag muni hækka í Bandaríkjunum en fyrir forsetakosningarnar í fyrra sýndu kannanir fram á að í augum kjósenda var hækkandi verðlag einn helsti vandi Bandaríkjanna. Margir vara við því að kreppa sé í vændum.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Tengdar fréttir Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31 Öll félög lækkuðu nema þrjú Dagurinn var eldrauður í kauphöllinni hér á landi, líkt og víðast hvar annars staðar, eftir að tollar Donalds Trump tóku gildi í gærkvöldi. Gengi aðeins þriggja félaga lækkaði ekki. 3. apríl 2025 16:31 Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Atvinnuvegaráðherra segir tolla Trump geta haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi. Mikilvægt sé að Ísland festist ekki milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í tollastríði. 3. apríl 2025 15:45 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31
Öll félög lækkuðu nema þrjú Dagurinn var eldrauður í kauphöllinni hér á landi, líkt og víðast hvar annars staðar, eftir að tollar Donalds Trump tóku gildi í gærkvöldi. Gengi aðeins þriggja félaga lækkaði ekki. 3. apríl 2025 16:31
Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Atvinnuvegaráðherra segir tolla Trump geta haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi. Mikilvægt sé að Ísland festist ekki milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í tollastríði. 3. apríl 2025 15:45