„Sorgardagur fyrir Manchester City“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2025 22:32 Pep Guardiola og Kevin De Bruyne hafa unnið mikið saman með Manchester City. Getty/Michael Regan Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, tjáði sig um fréttir dagsins en Kevin De Bruyne staðfesti þá að hann sé á sínu síðasta tímabili með félaginu. Guardiola segir að De Bruyne sé einn af bestu leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið hjá City í áratug. Hann kom þangað frá Wolfsburg fyrir 55 milljónir punda árið 2015. Síðan þá hefur De Bruyne unnið sextán titla með félaginu þar af hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum. Belginn frábæri hefur skorað 70 mörk og gefið 118 stoðsendingar í 280 deildarleikjum á þessum tíma en 193 þeirra hefur City unnið. „Þetta er sorgardagur fyrir Manchester City. Hvað hann gefur okkur mikið, sem er manngæska og svo auðvitað það sem ég þarf ekki að útskýra fyrir ykkur sem eru áhrif hans á árangur okkar síðasta áratuginn. Það væri ómögulegt að sjá það allt gerast án hans,“ sagði Pep Guardiola. "There's no doubt he's one of the greatest." 🩵 pic.twitter.com/CcvJP4D7XV— Manchester City (@ManCity) April 4, 2025 „Þetta er sorgardagur af því að hluti af okkur er að fara. Þetta er eins og þegar Vincent Kompany fór eða þegar Sergio Aguero fór eða þegar David Silva fór. Allir þessir leikmenn skiluðu miklu til liðsins. Þetta er því sorgardagur,“ sagði Guardiola. „Við eigum enn eftir tíu leiki og vonandi ellefu. Sex þeirra eru á heimavelli og ég vona að við getum notið þeirra með okkar stuðningsmönnum og ég er viss um að hann fái alla þá ást og viðurkenningu sem hann á skilið,“ sagði Guardiola. „Hann er einn af bestu leikmönnunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem og hjá þessu félagi. Það er enginn vafi um það. Þú verður að passa þig með slíkri yfirlýsingu af virðingu við þá sem hafa spilað í deildinni síðustu tuttugu til þrjátíu ár en það er samt enginn vafi í mínum augum að hann sé einn af þeim bestu,“ sagði Guardiola. „Stoðsendingar hans og mörkin hans. Yfirsýn hans á síðasta þriðjungi vallarins. Það verður erfitt að fylla í þetta skarð. Allir geta tekið góðar ákvarðanir og gefið stoðsendingar en að gera það í öll þessi ár og í öllum þessum leikjum er einstakt,“ sagði Guardiola. It's a sad day at Manchester City as Pep Guardiola reacts to Kevin de Bruyne's announcement that he will leave the club at the end of the season 😢 pic.twitter.com/rmD1EdwudN— Match of the Day (@BBCMOTD) April 4, 2025 Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Guardiola segir að De Bruyne sé einn af bestu leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið hjá City í áratug. Hann kom þangað frá Wolfsburg fyrir 55 milljónir punda árið 2015. Síðan þá hefur De Bruyne unnið sextán titla með félaginu þar af hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum. Belginn frábæri hefur skorað 70 mörk og gefið 118 stoðsendingar í 280 deildarleikjum á þessum tíma en 193 þeirra hefur City unnið. „Þetta er sorgardagur fyrir Manchester City. Hvað hann gefur okkur mikið, sem er manngæska og svo auðvitað það sem ég þarf ekki að útskýra fyrir ykkur sem eru áhrif hans á árangur okkar síðasta áratuginn. Það væri ómögulegt að sjá það allt gerast án hans,“ sagði Pep Guardiola. "There's no doubt he's one of the greatest." 🩵 pic.twitter.com/CcvJP4D7XV— Manchester City (@ManCity) April 4, 2025 „Þetta er sorgardagur af því að hluti af okkur er að fara. Þetta er eins og þegar Vincent Kompany fór eða þegar Sergio Aguero fór eða þegar David Silva fór. Allir þessir leikmenn skiluðu miklu til liðsins. Þetta er því sorgardagur,“ sagði Guardiola. „Við eigum enn eftir tíu leiki og vonandi ellefu. Sex þeirra eru á heimavelli og ég vona að við getum notið þeirra með okkar stuðningsmönnum og ég er viss um að hann fái alla þá ást og viðurkenningu sem hann á skilið,“ sagði Guardiola. „Hann er einn af bestu leikmönnunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem og hjá þessu félagi. Það er enginn vafi um það. Þú verður að passa þig með slíkri yfirlýsingu af virðingu við þá sem hafa spilað í deildinni síðustu tuttugu til þrjátíu ár en það er samt enginn vafi í mínum augum að hann sé einn af þeim bestu,“ sagði Guardiola. „Stoðsendingar hans og mörkin hans. Yfirsýn hans á síðasta þriðjungi vallarins. Það verður erfitt að fylla í þetta skarð. Allir geta tekið góðar ákvarðanir og gefið stoðsendingar en að gera það í öll þessi ár og í öllum þessum leikjum er einstakt,“ sagði Guardiola. It's a sad day at Manchester City as Pep Guardiola reacts to Kevin de Bruyne's announcement that he will leave the club at the end of the season 😢 pic.twitter.com/rmD1EdwudN— Match of the Day (@BBCMOTD) April 4, 2025
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira