„Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. apríl 2025 20:32 Heiða Björg segir tillögurnar almennings vel geta nýst þótt aðeins fjórðungur sé eftir af kjörtímabilinu. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn hefur leitað á náðir borgarbúa í leit að tillögum um hvað megi betur fara í rekstri borgarinnar. Allt verður tekið til greina, og borgarstjóri segir stuttan tíma ekki vera vandamál. Reykjavíkurborg hóf í upphafi mánaðar að safna tillögum um hvernig mætti nýta tíma starfsfólks og fjármuni borgarinnar betur. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Á þremur dögum hafa áttatíu tillögur borist, flestar nafnlausar. Í þeim opnu kennir þó ýmissa grasa. Sýnishorn af þeim má sjá í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. Meðal þess sem lagt er til er að borgin hætti alfarið fjárstuðningi við Golfklúbb Reykjavíkur, byggð verði þétt á vellinum, og að þessum golfvelli hér verði fundinn nýr staður, til dæmis á Hólmsheiði. Einhverjar tillögur snúa að því að áform um Borgarlínu verði sköluð niður, eða þeim slaufað alfarið. Fólk geti einfaldlega notað einkabílinn áfram, nú eða strætó. Enn aðrir nefna hraðahindranir, og segja þær til óþurftar. Mun hagkvæmara væri að setja upp hraðamyndavélar, sem lækki umferðarhraða, og sæki tekjur í borgarsjóð. Og svo eru enn aðrir sem benda á að borgarfulltrúar séu of margir, og þeim beri að fækka. Þar að auki, eigi að lækka laun borgarstjóra. En hvernig ætlar borgarstjórn að vinna úr þessum tillögum? Hópur greinir tillögurnar fyrir borgarstjórn „Það er fólk sem sorterar þær fyrir okkur, og síðan er hópur sem greinir þær frekar og vinnur úr þeim tillögur sem við munum nýta til framfara í borginni,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Ljóst er að skoðanir fólks eru margar og mismunandi. „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina. Síðan verða auðvitað einhverjar valdar út sem eru til þess fallnar að auka árangur, hagræða eða gera borgina betri.“ Ár er langur tími í pólitík Frestur til að skila inn tillögum rennur út 30. apríl, en þá er rétt rúmlega ár eftir af kjörtímabilinu. Einhverjir kynnu að spyrja sig hvort nægur tími sé til stefnu til þess að gera eitthvað við tillögurnar. „Ár er einn fjórði af kjörtímabili og er mikilvægur. Allt kjörtímabilið nýtist og við munum nýta þennan tíma vel til þess að bæði nýta þessar tillögur fyrir áætlanagerð fyrir næsta ár, af því að fjárhagsætlunarvinnan er byrjuð, en líka ef við sjáum eitthvað sem við getum breytt nú þegar, þá munum við að sjálfsögðu skoða það.“ Það sé fagnaðarefni að fólk vilji taka þátt. „Þetta er svona lýðræðisferli. Við erum auðvitað að reyna að bæta og auka aðkomu íbúanna að því að taka ákvarðanir með okkur um hvað við eigum að gera,“ segir borgarstjóri. Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira
Reykjavíkurborg hóf í upphafi mánaðar að safna tillögum um hvernig mætti nýta tíma starfsfólks og fjármuni borgarinnar betur. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Á þremur dögum hafa áttatíu tillögur borist, flestar nafnlausar. Í þeim opnu kennir þó ýmissa grasa. Sýnishorn af þeim má sjá í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. Meðal þess sem lagt er til er að borgin hætti alfarið fjárstuðningi við Golfklúbb Reykjavíkur, byggð verði þétt á vellinum, og að þessum golfvelli hér verði fundinn nýr staður, til dæmis á Hólmsheiði. Einhverjar tillögur snúa að því að áform um Borgarlínu verði sköluð niður, eða þeim slaufað alfarið. Fólk geti einfaldlega notað einkabílinn áfram, nú eða strætó. Enn aðrir nefna hraðahindranir, og segja þær til óþurftar. Mun hagkvæmara væri að setja upp hraðamyndavélar, sem lækki umferðarhraða, og sæki tekjur í borgarsjóð. Og svo eru enn aðrir sem benda á að borgarfulltrúar séu of margir, og þeim beri að fækka. Þar að auki, eigi að lækka laun borgarstjóra. En hvernig ætlar borgarstjórn að vinna úr þessum tillögum? Hópur greinir tillögurnar fyrir borgarstjórn „Það er fólk sem sorterar þær fyrir okkur, og síðan er hópur sem greinir þær frekar og vinnur úr þeim tillögur sem við munum nýta til framfara í borginni,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Ljóst er að skoðanir fólks eru margar og mismunandi. „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina. Síðan verða auðvitað einhverjar valdar út sem eru til þess fallnar að auka árangur, hagræða eða gera borgina betri.“ Ár er langur tími í pólitík Frestur til að skila inn tillögum rennur út 30. apríl, en þá er rétt rúmlega ár eftir af kjörtímabilinu. Einhverjir kynnu að spyrja sig hvort nægur tími sé til stefnu til þess að gera eitthvað við tillögurnar. „Ár er einn fjórði af kjörtímabili og er mikilvægur. Allt kjörtímabilið nýtist og við munum nýta þennan tíma vel til þess að bæði nýta þessar tillögur fyrir áætlanagerð fyrir næsta ár, af því að fjárhagsætlunarvinnan er byrjuð, en líka ef við sjáum eitthvað sem við getum breytt nú þegar, þá munum við að sjálfsögðu skoða það.“ Það sé fagnaðarefni að fólk vilji taka þátt. „Þetta er svona lýðræðisferli. Við erum auðvitað að reyna að bæta og auka aðkomu íbúanna að því að taka ákvarðanir með okkur um hvað við eigum að gera,“ segir borgarstjóri.
Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira