Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 10:15 Max Verstappen sýndi í nótt af hverju hann hefur orðið heimsmeistari í formúlu 1 undanfarin ár. Hér fagnar hann mögnuðum lokahring sínum í tímatökunni í Japan. Getty/Kym Illman Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen minnti heldur betur á sig í tímatökunni fyrir Japanskappaksturinn í nótt. Tímatakan var í beinni á Vodafone Sport og það var mikil dramatík þegar Verstappen náði ráspólnum á síðustu stundu. Hér fyrir neðan má horfa á þennan rosalega lokahring. Klippa: Lokahringur Verstappen í tímatökunni í Japan Kristján Einar Kristjánsson, formúlusérfræðingur, átti ekki von á þessum magnaða lokahring frá hollenska heimsmeistaranum. „Það leit aldrei út fyrir að Max ætti einhvern möguleika á að berjast um ráspólinn svona. McLaren menn virtust vera með þetta algjörlega í vasanum en þessi hringur Max var einfaldlega magnaður,“ sagði Kristján Einar. „Það er hvergi að sjá að hann skilji eftir neinn tíma eftir á brautinni og miðað við hvað Red Bull bíllinn hefur verið erfiður við ökumennina í byrjun tímabils þá er nánast óskiljanlegt að hann finni þetta. Hann er að líka að fera það á Suzuka, sem er sennilega sú braut sem ökumenn þurfa mest traust á bílinn til að ná góðum hring. Þetta var ökumanns ráspóll ekki spurning, jafnvel sá besti á ferli Max,“ sagði Kristján. „Það sýnir líka hversu mögnuð keppnin er í byrjun tímabilsins að aðeins fjórir hundraðshlutar úr sekúndu skilja að topp þrjú. Mclaren menn eru með báða bílana sína beint fyrir aftan Max og munu sækja hart að honum frá fyrsta hring á morgun,“ sagði Kristján. Japanskappaksturinn er í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 4.30 í fyrramálið. Akstursíþróttir Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Tímatakan var í beinni á Vodafone Sport og það var mikil dramatík þegar Verstappen náði ráspólnum á síðustu stundu. Hér fyrir neðan má horfa á þennan rosalega lokahring. Klippa: Lokahringur Verstappen í tímatökunni í Japan Kristján Einar Kristjánsson, formúlusérfræðingur, átti ekki von á þessum magnaða lokahring frá hollenska heimsmeistaranum. „Það leit aldrei út fyrir að Max ætti einhvern möguleika á að berjast um ráspólinn svona. McLaren menn virtust vera með þetta algjörlega í vasanum en þessi hringur Max var einfaldlega magnaður,“ sagði Kristján Einar. „Það er hvergi að sjá að hann skilji eftir neinn tíma eftir á brautinni og miðað við hvað Red Bull bíllinn hefur verið erfiður við ökumennina í byrjun tímabils þá er nánast óskiljanlegt að hann finni þetta. Hann er að líka að fera það á Suzuka, sem er sennilega sú braut sem ökumenn þurfa mest traust á bílinn til að ná góðum hring. Þetta var ökumanns ráspóll ekki spurning, jafnvel sá besti á ferli Max,“ sagði Kristján. „Það sýnir líka hversu mögnuð keppnin er í byrjun tímabilsins að aðeins fjórir hundraðshlutar úr sekúndu skilja að topp þrjú. Mclaren menn eru með báða bílana sína beint fyrir aftan Max og munu sækja hart að honum frá fyrsta hring á morgun,“ sagði Kristján. Japanskappaksturinn er í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 4.30 í fyrramálið.
Akstursíþróttir Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti