Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir og Dögg Guðmundsdóttir skrifa 5. apríl 2025 18:00 Einskonar carnivore bylgja hefur verið áberandi að undanförnu og margir stokkið á þann vagn, oft í von um þyngdartap og bætta heilsu. En er þarna loksins kominn hinn eini sanni töfrakúr sem alla vanda leysir? Við getum sagt sem svo að í gegnum tíðina hafa ýmis mataræði/kúrar orðið vinsæl, sum skaðlegri en önnur. Vísindamenn telja þó carnivore mataræðið eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda. Nú höfum við farið yfir mataræðið áður en sem stutt upprifjun þá byggir það alfarið á neyslu kjöts og annarra dýraafurða, ásamt ríkulegri neyslu salts og smjörs. Oftar en ekki inniheldur mataræðið mikið magn af mettaðri fitu, rauðu kjöti og unnum kjötvörum, sem rannsóknir hafa tengt við aukna hættu á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Ofan á það kemur svo útilokun á öllum matvælum sem eru verndandi gegn þessum sjúkdómum, svo sem grænmeti, ávöxtum og heilkornum. Ástæðan fyrir því að við viljum minna á þetta er vegna mikilla aukninga í vinsældum að undanförnu. Þá er mikilvægt að fólk sé meðvitað um að mataræðið er sérstaklega varhugavert fyrir eldri einstaklinga eða þá sem eru nú þegar með háan blóðþrýsting eða í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Of mikil neysla á salti og mettaðri fitu getur haft alvarleg áhrif á hjartaheilsu og afleiðingar fyrir þá sem nú þegar eru í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá er það einnig svo að þrátt fyrir að ungt og heilbrigt fólk finni líklega ekki fyrir skaða til skemmri tíma litið, er það áhyggjuefni þegar það fylgir mataræðinu í lengri tíma. Það er því ekki að undra að sérfræðingar í næringarfræði og lýðheilsu tali ítrekað gegn þessu mataræði. Það er gert af góðvild og með heilsu almennings í huga, enda er markmiðið að draga úr áhættu og stuðla að heilbrigðum lífsstíl. Með tilkomu samfélagsmiðla dreifast alls kyns upplýsingar hratt á milli fólks og hver sem er getur sagt hvað sem er á netinu. Gagnrýnin hugsun hefur aldrei verið mikilvægari eins og bent er á í greininni, Eru samfélagsmiðlar að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausinn’. Nú erum við með sérfræðiþekkingu í næringarfræði, en það eru vísindi sem krefjast þess að við þekkjum hvernig líkaminn virkar og að við séum kunnugar innri og ytri áhrifaþáttum þess að næra sig til að fá sem bestan árangur líffræðilega séð. Til þess þurfum við að vera með vísindin á hreinu og sífellt að vera á tánum hvað varðar nýjar rannsóknir. Þegar við þó miðlum þessari þekkingu með vísindin að vopni og hag landsmanna fyrir brjósti, mæta okkur stundum ásakanir um menntahroka eða athugasemdir um að við ættum ekki að „skipta okkur af“ matarvenjum fólks. Ráðleggingar okkar snúast hins vegar aldrei um að skipa fólki fyrir heldur einfaldlega að upplýsa almenning um bestu vísindalega þekkingu hvers tíma. Fólk má svo að sjálfsögðu prófa það mataræði sem það vill, en hlutverk okkar er að gera fólki grein fyrir mögulegum hættum sem geta fylgt því til langs tíma svo að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun. Það gleður okkar næringarfræðinga hjarta að sjálfsögðu að vita af fólki að lifa og dafna í eigin skinni og hugsa vel um heilsuna sína. Enda er heilsan okkar dýrmætasta eign. En við vonum þó að fólk virði sömuleiðis okkar vegferð í að starfa sem einhverskonar forvarnargildi í þeirri gríðarlegu upplýsingaóreiðu sem ríkir þar sem markmiðið er alltaf að hafa jákvæð áhrif á lífsvenjur og heilsu fólks. Það skiptir nefnilega máli hvaða upplýsingar við veljum að taka mark á og innleiða í líf okkar og að þær séu traustar og réttar. Í ljósi vinsælda carnivore að undanförnu til þyngdartaps viljum við að lokum minna á að þyngdartap er ekki alltaf sama sem heilbrigði, og sumu þyngdartapi fylgir meiri skaði fyrir heilsu en ágóði. Sé tilgangurinn þyngdartap er hægt að ná því fram á öruggari hátt en með carnivore mataræðinu, án þess að stofna heilsu sinni í hættu með aukinni áhættu á hjartasjúkdómum og ristilskrabbameini. Það mataræði sem er helst tengt við góðar heilsufarsútkomur ef við skoðum rannsóknir í heild er mataræði sem er ríkt af grænmeti, ávöxtum, heilkorni, fiski, baunum og mögru kjöti eins og kjúkling. Þú átt skilið að fá réttar og heilsueflandi upplýsingar svo þú getir tekið upplýsta ákvörðun um hvernig þú vilt haga þínu mataræði. Frekari traustar upplýsingar um næringu og leiðréttingar á næringarmýtum má finna hér: Næring og jafnvægi Guðrún Nanna Egilsdóttir er næringarfræðingur og Dögg Guðmundsdóttir er meistaranemi í klínískri næringarfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Matur Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Einskonar carnivore bylgja hefur verið áberandi að undanförnu og margir stokkið á þann vagn, oft í von um þyngdartap og bætta heilsu. En er þarna loksins kominn hinn eini sanni töfrakúr sem alla vanda leysir? Við getum sagt sem svo að í gegnum tíðina hafa ýmis mataræði/kúrar orðið vinsæl, sum skaðlegri en önnur. Vísindamenn telja þó carnivore mataræðið eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda. Nú höfum við farið yfir mataræðið áður en sem stutt upprifjun þá byggir það alfarið á neyslu kjöts og annarra dýraafurða, ásamt ríkulegri neyslu salts og smjörs. Oftar en ekki inniheldur mataræðið mikið magn af mettaðri fitu, rauðu kjöti og unnum kjötvörum, sem rannsóknir hafa tengt við aukna hættu á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Ofan á það kemur svo útilokun á öllum matvælum sem eru verndandi gegn þessum sjúkdómum, svo sem grænmeti, ávöxtum og heilkornum. Ástæðan fyrir því að við viljum minna á þetta er vegna mikilla aukninga í vinsældum að undanförnu. Þá er mikilvægt að fólk sé meðvitað um að mataræðið er sérstaklega varhugavert fyrir eldri einstaklinga eða þá sem eru nú þegar með háan blóðþrýsting eða í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Of mikil neysla á salti og mettaðri fitu getur haft alvarleg áhrif á hjartaheilsu og afleiðingar fyrir þá sem nú þegar eru í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá er það einnig svo að þrátt fyrir að ungt og heilbrigt fólk finni líklega ekki fyrir skaða til skemmri tíma litið, er það áhyggjuefni þegar það fylgir mataræðinu í lengri tíma. Það er því ekki að undra að sérfræðingar í næringarfræði og lýðheilsu tali ítrekað gegn þessu mataræði. Það er gert af góðvild og með heilsu almennings í huga, enda er markmiðið að draga úr áhættu og stuðla að heilbrigðum lífsstíl. Með tilkomu samfélagsmiðla dreifast alls kyns upplýsingar hratt á milli fólks og hver sem er getur sagt hvað sem er á netinu. Gagnrýnin hugsun hefur aldrei verið mikilvægari eins og bent er á í greininni, Eru samfélagsmiðlar að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausinn’. Nú erum við með sérfræðiþekkingu í næringarfræði, en það eru vísindi sem krefjast þess að við þekkjum hvernig líkaminn virkar og að við séum kunnugar innri og ytri áhrifaþáttum þess að næra sig til að fá sem bestan árangur líffræðilega séð. Til þess þurfum við að vera með vísindin á hreinu og sífellt að vera á tánum hvað varðar nýjar rannsóknir. Þegar við þó miðlum þessari þekkingu með vísindin að vopni og hag landsmanna fyrir brjósti, mæta okkur stundum ásakanir um menntahroka eða athugasemdir um að við ættum ekki að „skipta okkur af“ matarvenjum fólks. Ráðleggingar okkar snúast hins vegar aldrei um að skipa fólki fyrir heldur einfaldlega að upplýsa almenning um bestu vísindalega þekkingu hvers tíma. Fólk má svo að sjálfsögðu prófa það mataræði sem það vill, en hlutverk okkar er að gera fólki grein fyrir mögulegum hættum sem geta fylgt því til langs tíma svo að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun. Það gleður okkar næringarfræðinga hjarta að sjálfsögðu að vita af fólki að lifa og dafna í eigin skinni og hugsa vel um heilsuna sína. Enda er heilsan okkar dýrmætasta eign. En við vonum þó að fólk virði sömuleiðis okkar vegferð í að starfa sem einhverskonar forvarnargildi í þeirri gríðarlegu upplýsingaóreiðu sem ríkir þar sem markmiðið er alltaf að hafa jákvæð áhrif á lífsvenjur og heilsu fólks. Það skiptir nefnilega máli hvaða upplýsingar við veljum að taka mark á og innleiða í líf okkar og að þær séu traustar og réttar. Í ljósi vinsælda carnivore að undanförnu til þyngdartaps viljum við að lokum minna á að þyngdartap er ekki alltaf sama sem heilbrigði, og sumu þyngdartapi fylgir meiri skaði fyrir heilsu en ágóði. Sé tilgangurinn þyngdartap er hægt að ná því fram á öruggari hátt en með carnivore mataræðinu, án þess að stofna heilsu sinni í hættu með aukinni áhættu á hjartasjúkdómum og ristilskrabbameini. Það mataræði sem er helst tengt við góðar heilsufarsútkomur ef við skoðum rannsóknir í heild er mataræði sem er ríkt af grænmeti, ávöxtum, heilkorni, fiski, baunum og mögru kjöti eins og kjúkling. Þú átt skilið að fá réttar og heilsueflandi upplýsingar svo þú getir tekið upplýsta ákvörðun um hvernig þú vilt haga þínu mataræði. Frekari traustar upplýsingar um næringu og leiðréttingar á næringarmýtum má finna hér: Næring og jafnvægi Guðrún Nanna Egilsdóttir er næringarfræðingur og Dögg Guðmundsdóttir er meistaranemi í klínískri næringarfræði
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar