Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, ræðir stöðuna í hafinu í kringum landið í kjölfar viðtals við Þorstein Sigurðsson forstjóra Hafró fyrir viku. Öfugt við Hafró telur Jón að fiskveiðistjórnunin og -ráðgjöfin hafi brugðist algjörlega og henni sé um að kenna hversu nytjastofnar minnka mikið.
Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins ræða áhrif tollahækkana bandaríkjastjórnar á heimshagkerfið, á hag almennings, fyrirtækja og Íslands.
Sigmar Guðmundsson og Bergþór Ólason alþingismenn ræða tillögur ríkisstjórnar um hækkun/leiðréttingu veiðigjalda. Rothögg fyrir sjávarútveg eða eðlileg leiðrétting??
Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands ræðir skipulagðan stuld stórfyrirtækja á höfundarvörðu efni sem notað er til að fóðra gagnabanka gervigreindar í gegnum ólögmæt bókasöfn á netinu. Fjölmargir íslenskir höfundar eiga bækur/vísindagreinar sem nýttar eru með þessum hætti.
Hægt er að fylgjast með þættinum í spilaranum hér að neðan.