Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2025 16:09 Andri Már Rúnarsson skoraði sjö mörk fyrir Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Getty/Jan Woitas Andri Már Rúnarsson átti stórleik fyrir lið Leipzig sem mætti Magdeburg í þýska handboltanum í dag. Lærisveinum Heiðmars Felixsonar mistókst að koma sér á topp deildarinnar. Leipzig sem Rúnar Sigtryggsson þjálfar tók á móti Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Magdeburg sat í 6. sæti deildarinnar fyrir leikinn en gæti, með sigri í þeim leikjum sem liðið á til góða, komið sér aðeins einu stigi frá toppliðum deildarinnar. Leikurinn í dag var jafn og spennandi. Heimamenn í Leipzig voru einu marki yfir í hálfleik og í síðari hálfleik var jafnt á öllum tölum þar til Magdeburg náði tveggja marka forystu í stöðunni 25-23. Eftir það var Magdeburg með frumkvæðið og komst mest þremur mörkum yfir. Þegar fimmtán sekúndur eftir gat Magdeburg tryggt sér sigurinn með marki úr vítakasti. Matthias Musche klikkaði hins vegar og Lepizig fékk tækifæri til að jafna. Andri Már fékk skot á lokasekúndunum en tókst ekki að skora og Magdeburg fagnaði 31-30 sigri. Andri Már átti góðan leik fyri Leipzig og skoraði sjö mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi Magnússon eitt. Leipzig er í 13. sæti í ágætri fjarlægð frá fallsæti en Magdeburg í 6. sæti að reyna að eltast við toppliðin. Misstu af gullnu tækifæri Hannover Burgdorf var í 3. sæti fyrir leiki dagsins og gat með sigri gegn Göppingen á heimavelli tyllt sér á topp deildarinnar, uppfyrir bæði Fusche Berlin og Melsungen. Leikurinn reyndist hins vegar erfiðari fyrir heimaliðið en flestir bjuggust við en Göppingen var í 14. sæti fyrir leik. Eftir jafnan fyrri hálfleik náði Göppingen áhlaupi undir lok hans og leiddi 18-15 í hálfleik. Þegar Göppingen náði síðan fimm marka forystu um miðjan fyrri hálfleik áttu heimamenn engin svör. Þeir komust mest átta mörkum yfir og unnu að lokum 36-30 sigur. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Göppingen en lærisveinar Heiðmars Felixsonar í Hannover Burgdorf naga sig eflaust í handarbökin að hafa misst af tækifærinu að ná toppsæti deildarinnar. Þýski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Leipzig sem Rúnar Sigtryggsson þjálfar tók á móti Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Magdeburg sat í 6. sæti deildarinnar fyrir leikinn en gæti, með sigri í þeim leikjum sem liðið á til góða, komið sér aðeins einu stigi frá toppliðum deildarinnar. Leikurinn í dag var jafn og spennandi. Heimamenn í Leipzig voru einu marki yfir í hálfleik og í síðari hálfleik var jafnt á öllum tölum þar til Magdeburg náði tveggja marka forystu í stöðunni 25-23. Eftir það var Magdeburg með frumkvæðið og komst mest þremur mörkum yfir. Þegar fimmtán sekúndur eftir gat Magdeburg tryggt sér sigurinn með marki úr vítakasti. Matthias Musche klikkaði hins vegar og Lepizig fékk tækifæri til að jafna. Andri Már fékk skot á lokasekúndunum en tókst ekki að skora og Magdeburg fagnaði 31-30 sigri. Andri Már átti góðan leik fyri Leipzig og skoraði sjö mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi Magnússon eitt. Leipzig er í 13. sæti í ágætri fjarlægð frá fallsæti en Magdeburg í 6. sæti að reyna að eltast við toppliðin. Misstu af gullnu tækifæri Hannover Burgdorf var í 3. sæti fyrir leiki dagsins og gat með sigri gegn Göppingen á heimavelli tyllt sér á topp deildarinnar, uppfyrir bæði Fusche Berlin og Melsungen. Leikurinn reyndist hins vegar erfiðari fyrir heimaliðið en flestir bjuggust við en Göppingen var í 14. sæti fyrir leik. Eftir jafnan fyrri hálfleik náði Göppingen áhlaupi undir lok hans og leiddi 18-15 í hálfleik. Þegar Göppingen náði síðan fimm marka forystu um miðjan fyrri hálfleik áttu heimamenn engin svör. Þeir komust mest átta mörkum yfir og unnu að lokum 36-30 sigur. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Göppingen en lærisveinar Heiðmars Felixsonar í Hannover Burgdorf naga sig eflaust í handarbökin að hafa misst af tækifærinu að ná toppsæti deildarinnar.
Þýski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira