„Það eru ekki skattahækkanir“ Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2025 16:09 Daði Már svaraði Guðrúnu fullum hálsi. Vísir/Anton Brink Fjármála- og efnahagsráðherra vísar því á bug að ríkisstjórnin ætli að hækka skatta á almenning. Hlutfall tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu falli samfellt allt tímabil fjármálaáætlunar til ársins 2030. Þá muni afnám samsköttunar hjóna milli skattþrepa einungis koma niður á þeim sem eru í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þannig skili það ekki skattahækkunum til almennings. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók upp þráðinn frá því í síðustu viku og gagnrýndi harðlega áform ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks, sem koma fram í fjármálaáætlun fyrir árin 2026 -2030. Fjármálaáætlunin er til umræðu í þinginu í dag en Guðrún ákvað að nýta óundirbúinn fyrirspurnartíma til þess að spyrja Daða Má Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, út í áformin. „Meðal annars er lagt til að afnema samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Ég hef áður bent á að sú breyting bitni helst á heimilum þar sem annað foreldri er tímabundið með lægri tekjur – vegna náms, veikinda, fæðingarorlofs eða barnauppeldis. Heimilin í landinu glíma nú þegar við áskoranir. Húsnæðiskostnaður er hár, matvælaverð í sögulegum hæðum og vaxtastig hefur verið hátt,“ sagði Guðrún. Segir breytingarnar munu koma niður á heimilunum Guðrún rakti að samhliða þessu hefði verið vakin athygli á alvarlegum afleiðingum fyrirhugaðra tolla í Bandaríkjunum undir forystu Donalds Trump. Þótt markmið tollastefnunnar beindist að stórum efnahagsvæðum eins og Evrópusambandinu og Kína, væri ljóst að hún myndi hafa keðjuverkandi áhrif á Ísland. Samkvæmt forsvarsmönnum atvinnulífsins mætti búast við hærra innflutningsverði, röskun í aðfangakeðjum og samdrætti í ferðaþjónustu. Þeir hefðu lýst áhrifunum sem „alltumlykjandi“. Þegar slík ytri óvissa bættist við heimagerðar skattabreytingar og auknar álögur, þá kæmi það mest niður á heimilunum, fólkinu í landinu sem þegar glímdi við þrengingar í rekstri daglegs lífs. „Því spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra: Af hverju velur ríkisstjórnin að auka álögur á heimili landsins – einmitt nú – þegar efnahagsleg framtíðarsýn er óviss, alþjóðlegar aðstæður óstöðugar og heimilin þegar undir þrýstingi?“ Svaraði aftur með sambærilegum hætti Daði Már þakkaði Guðrúnu fyrir spurninguna og sagði hana raunar hafa spurt að henni áður. Það gerði flokksbróðir hennar Guðlaugur Þór Þórðarson einnig í síðustu viku. „Ég vil svara henni með sambærilegum hætti og ég hef gert áður. Það er að segja, farið hefur verið vandlega yfir afleiðingar þessarar samsköttunar og afnáms hennar. Ég vil vekja athygli þingheims á því að hér á einungis við um nýtingu skattþrepa og ekki nýtingu persónuafsláttar, sem helst áfram óbreytt. Rannsóknir skattayfirvalda á því hverjir hafa getað nýtt sér þennan möguleika staðfesta ekki það sem háttvirtur þingmaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, heldur fram, um að hér sé um að ræða barnafjölskyldur og þá sem tímabundið verða fyrir tekjulækkun. Heldur fyrst og fremst efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þar sem raunverulega einhver munur er á skattþrepum.“ Svarið þunnt Guðrún þakkaði ráðherra fyrir svarið en sagði þó að henni þætti það frekar þunnt. Það væri grundvallaratriði í ríkisfjármálum að þjóðin geti treyst því að forsendur standist. Að þegar skattar eru hækkaðir, eða nýjar álögur kynntar, þá liggi fyrir hvers vegna og hvert markmiðið er. En við umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar virtist þessi einfalda krafa vera lögð til hliðar. Áformin um aukna tekjuöflun væru sett fram án þess að sýnt væri fram á hver áhrifin verða á heimili landsins. Engin gögn fylgdu um hvaða hópar bera byrðarnar, aðeins yfirlýsingar um að ríkið þyrfti meiri peninga. „Það er eins og skattheimta sé orðin markmið í sjálfu sér, ekki tæki til að byggja upp betra samfélag. Þeir sem eiga að greiða meira fá engin svör – ekki um tilganginn, ekki um afleiðingarnar. Þessu til viðbótar liggja enn ekki fyrir nauðsynlegar greiningar og útreikningar sem gera Alþingi kleift að meta áhrifin. Og þegar ríkisstjórn leggur fram fjármálaáætlun án fullnægjandi gagna – en með fullmótaða áætlun um álögur – þá er það ekki aðhald. Það er ábyrgðarleysi.“ Almenningur eigi betra skilið Á sama tíma hefði ríkisstjórnin ekki birt skýra sýn á áhrif áætlunarinnar á ráðstöfunartekjur, atvinnustig eða verðbólguþróun. „Við blasir stefna sem hvílir á álögum, ekki trausti.“ „Því spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra: Hvernig getur ríkisstjórn, sem kynnti það með hátíðlegum orðum á sínum fyrsta blaðamannafundi að skattar yrðu ekki hækkaðir á almenning, réttlætt að fyrsta verkið sé að gera nákvæmlega það? Almenningur á betra skilið en ríkisstjórn sem segir eitt og gerir hið gagnstæða.“ Varla hægt að halda því fram að þeir tekjuhæstu séu hluti af almenningi Daði Már þakkaði Guðrúnu aftur fyrir ítrekaða spurningu. „Ég tek það fram, svo að ég sé alveg skýr, að þessi breyting hefur einungis áhrif í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Það er að segja, það er varla hægt að halda því fram að hér sé um álögur á almenning að ræða. Síðan vil ég rifja upp með háttvirtum þingmanni að fyrir liggur bæði fjármálastefna og fjármálaáætlun, sem sýnir að hlutfall tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu fellur samfellt allt tímabil fjármálaáætlunar. „Það eru ekki skattahækkanir.“ Alþingi Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók upp þráðinn frá því í síðustu viku og gagnrýndi harðlega áform ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks, sem koma fram í fjármálaáætlun fyrir árin 2026 -2030. Fjármálaáætlunin er til umræðu í þinginu í dag en Guðrún ákvað að nýta óundirbúinn fyrirspurnartíma til þess að spyrja Daða Má Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, út í áformin. „Meðal annars er lagt til að afnema samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Ég hef áður bent á að sú breyting bitni helst á heimilum þar sem annað foreldri er tímabundið með lægri tekjur – vegna náms, veikinda, fæðingarorlofs eða barnauppeldis. Heimilin í landinu glíma nú þegar við áskoranir. Húsnæðiskostnaður er hár, matvælaverð í sögulegum hæðum og vaxtastig hefur verið hátt,“ sagði Guðrún. Segir breytingarnar munu koma niður á heimilunum Guðrún rakti að samhliða þessu hefði verið vakin athygli á alvarlegum afleiðingum fyrirhugaðra tolla í Bandaríkjunum undir forystu Donalds Trump. Þótt markmið tollastefnunnar beindist að stórum efnahagsvæðum eins og Evrópusambandinu og Kína, væri ljóst að hún myndi hafa keðjuverkandi áhrif á Ísland. Samkvæmt forsvarsmönnum atvinnulífsins mætti búast við hærra innflutningsverði, röskun í aðfangakeðjum og samdrætti í ferðaþjónustu. Þeir hefðu lýst áhrifunum sem „alltumlykjandi“. Þegar slík ytri óvissa bættist við heimagerðar skattabreytingar og auknar álögur, þá kæmi það mest niður á heimilunum, fólkinu í landinu sem þegar glímdi við þrengingar í rekstri daglegs lífs. „Því spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra: Af hverju velur ríkisstjórnin að auka álögur á heimili landsins – einmitt nú – þegar efnahagsleg framtíðarsýn er óviss, alþjóðlegar aðstæður óstöðugar og heimilin þegar undir þrýstingi?“ Svaraði aftur með sambærilegum hætti Daði Már þakkaði Guðrúnu fyrir spurninguna og sagði hana raunar hafa spurt að henni áður. Það gerði flokksbróðir hennar Guðlaugur Þór Þórðarson einnig í síðustu viku. „Ég vil svara henni með sambærilegum hætti og ég hef gert áður. Það er að segja, farið hefur verið vandlega yfir afleiðingar þessarar samsköttunar og afnáms hennar. Ég vil vekja athygli þingheims á því að hér á einungis við um nýtingu skattþrepa og ekki nýtingu persónuafsláttar, sem helst áfram óbreytt. Rannsóknir skattayfirvalda á því hverjir hafa getað nýtt sér þennan möguleika staðfesta ekki það sem háttvirtur þingmaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, heldur fram, um að hér sé um að ræða barnafjölskyldur og þá sem tímabundið verða fyrir tekjulækkun. Heldur fyrst og fremst efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þar sem raunverulega einhver munur er á skattþrepum.“ Svarið þunnt Guðrún þakkaði ráðherra fyrir svarið en sagði þó að henni þætti það frekar þunnt. Það væri grundvallaratriði í ríkisfjármálum að þjóðin geti treyst því að forsendur standist. Að þegar skattar eru hækkaðir, eða nýjar álögur kynntar, þá liggi fyrir hvers vegna og hvert markmiðið er. En við umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar virtist þessi einfalda krafa vera lögð til hliðar. Áformin um aukna tekjuöflun væru sett fram án þess að sýnt væri fram á hver áhrifin verða á heimili landsins. Engin gögn fylgdu um hvaða hópar bera byrðarnar, aðeins yfirlýsingar um að ríkið þyrfti meiri peninga. „Það er eins og skattheimta sé orðin markmið í sjálfu sér, ekki tæki til að byggja upp betra samfélag. Þeir sem eiga að greiða meira fá engin svör – ekki um tilganginn, ekki um afleiðingarnar. Þessu til viðbótar liggja enn ekki fyrir nauðsynlegar greiningar og útreikningar sem gera Alþingi kleift að meta áhrifin. Og þegar ríkisstjórn leggur fram fjármálaáætlun án fullnægjandi gagna – en með fullmótaða áætlun um álögur – þá er það ekki aðhald. Það er ábyrgðarleysi.“ Almenningur eigi betra skilið Á sama tíma hefði ríkisstjórnin ekki birt skýra sýn á áhrif áætlunarinnar á ráðstöfunartekjur, atvinnustig eða verðbólguþróun. „Við blasir stefna sem hvílir á álögum, ekki trausti.“ „Því spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra: Hvernig getur ríkisstjórn, sem kynnti það með hátíðlegum orðum á sínum fyrsta blaðamannafundi að skattar yrðu ekki hækkaðir á almenning, réttlætt að fyrsta verkið sé að gera nákvæmlega það? Almenningur á betra skilið en ríkisstjórn sem segir eitt og gerir hið gagnstæða.“ Varla hægt að halda því fram að þeir tekjuhæstu séu hluti af almenningi Daði Már þakkaði Guðrúnu aftur fyrir ítrekaða spurningu. „Ég tek það fram, svo að ég sé alveg skýr, að þessi breyting hefur einungis áhrif í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Það er að segja, það er varla hægt að halda því fram að hér sé um álögur á almenning að ræða. Síðan vil ég rifja upp með háttvirtum þingmanni að fyrir liggur bæði fjármálastefna og fjármálaáætlun, sem sýnir að hlutfall tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu fellur samfellt allt tímabil fjármálaáætlunar. „Það eru ekki skattahækkanir.“
Alþingi Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira