Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 16:03 Ég mótmæli harðlega umfangsmiklum þéttingaráformum Reykjavíkurborgar í Grafarvogi. Hverfið er eitt það fjölmennasta í borginni og hefur frá upphafi verið skipulagt sem fjölskylduvænt lágreist úthverfi með nálægð við bæði ósnortna náttúru og manngerð útivistarsvæði. Hér ríkir öflug hverfisvitund og samhent samfélag sem ber umhyggju fyrir umhverfi sínu og nágrönnum. Fleiri íbúðir – en sömu innviðirnir Nú stendur til að fjölga íbúðum verulega innan þegar gróins og fullbyggðs hverfis – á kostnað lífsgæða þeirra sem þar búa nú þegar. Grunninnviðir eins og leik- og grunnskólar, samgöngur og félagsþjónusta anna varla þeim fjölda sem fyrir er, hvað þá þeim sem áformað er að bæta við. Foreldrar neyðast til að senda börn sín í leikskóla utan hverfis og fastir liðir í lífi fólks – eins og að komast til og frá vinnu – eru nú þegar hamlaðir af auknum umferðarþunga og veikburða samgönguinnviðum. Græn svæði eru ekki auðir reitir En það sem vegur þyngst er að dýrmæt græn svæði eru undir. Svæði sem gegna lykilhlutverki í daglegri heilsu og vellíðan íbúa – þar sem börn leika sér, fjölskyldur fara í göngutúra, íþróttir eru stundaðar og náttúran nýtur sín. Að taka þessi svæði undir byggð gengur gegn sjálfbærni, gegn lýðheilsu – og gegn öllu því sem Reykjavík vill standa fyrir sem borg fólksins. Samráð sem aldrei átti sér stað Þéttingaráformin hafa verið kynnt með afar takmörkuðum hætti og án raunverulegs samráðs við íbúa. Hátt í þúsund athugasemdir hafa nú þegar borist borginni – allar málefnalegar, vandaðar og vel rökstuddar. Engin þeirra snýst um að fólk sé „á móti breytingum“. Heldur um að þessi breyting – í þessu hverfi – sé ekki gerð af skynsemi eða í sátt við íbúa og umhverfi. Verndum grænu svæðin og andrými hverfanna Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg endurskoði áformin í heild sinni. Það þarf að virða sérstöðu Grafarvogs, vernda þau grænu svæði sem gera hverfið aðlaðandi og lífvænlegt, og leggja áherslu á að styrkja þá innviði sem þegar eru yfirkeyrðir. Aðeins þannig verður hægt að tryggja sjálfbæra og sanngjarna þróun – ekki bara fyrir íbúa Grafarvogs, heldur fyrir borgina í heild. Er þitt græna svæði næst? Höfundur er íbúi í Grafarvogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég mótmæli harðlega umfangsmiklum þéttingaráformum Reykjavíkurborgar í Grafarvogi. Hverfið er eitt það fjölmennasta í borginni og hefur frá upphafi verið skipulagt sem fjölskylduvænt lágreist úthverfi með nálægð við bæði ósnortna náttúru og manngerð útivistarsvæði. Hér ríkir öflug hverfisvitund og samhent samfélag sem ber umhyggju fyrir umhverfi sínu og nágrönnum. Fleiri íbúðir – en sömu innviðirnir Nú stendur til að fjölga íbúðum verulega innan þegar gróins og fullbyggðs hverfis – á kostnað lífsgæða þeirra sem þar búa nú þegar. Grunninnviðir eins og leik- og grunnskólar, samgöngur og félagsþjónusta anna varla þeim fjölda sem fyrir er, hvað þá þeim sem áformað er að bæta við. Foreldrar neyðast til að senda börn sín í leikskóla utan hverfis og fastir liðir í lífi fólks – eins og að komast til og frá vinnu – eru nú þegar hamlaðir af auknum umferðarþunga og veikburða samgönguinnviðum. Græn svæði eru ekki auðir reitir En það sem vegur þyngst er að dýrmæt græn svæði eru undir. Svæði sem gegna lykilhlutverki í daglegri heilsu og vellíðan íbúa – þar sem börn leika sér, fjölskyldur fara í göngutúra, íþróttir eru stundaðar og náttúran nýtur sín. Að taka þessi svæði undir byggð gengur gegn sjálfbærni, gegn lýðheilsu – og gegn öllu því sem Reykjavík vill standa fyrir sem borg fólksins. Samráð sem aldrei átti sér stað Þéttingaráformin hafa verið kynnt með afar takmörkuðum hætti og án raunverulegs samráðs við íbúa. Hátt í þúsund athugasemdir hafa nú þegar borist borginni – allar málefnalegar, vandaðar og vel rökstuddar. Engin þeirra snýst um að fólk sé „á móti breytingum“. Heldur um að þessi breyting – í þessu hverfi – sé ekki gerð af skynsemi eða í sátt við íbúa og umhverfi. Verndum grænu svæðin og andrými hverfanna Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg endurskoði áformin í heild sinni. Það þarf að virða sérstöðu Grafarvogs, vernda þau grænu svæði sem gera hverfið aðlaðandi og lífvænlegt, og leggja áherslu á að styrkja þá innviði sem þegar eru yfirkeyrðir. Aðeins þannig verður hægt að tryggja sjálfbæra og sanngjarna þróun – ekki bara fyrir íbúa Grafarvogs, heldur fyrir borgina í heild. Er þitt græna svæði næst? Höfundur er íbúi í Grafarvogi
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun