Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. apríl 2025 22:01 Konráð S. Guðjónsson óttast áhrif tollgjaldanna á almenning. Vísir/Ívar Fannar Fjórir dagar eru síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setti tollgjöld á innflutningsvörur til Bandaríkjanna og hafa markaðir brugðist harkalega við. Hagfræðingur gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn. Markaðir víðs vegar um heim hafa brugðist illa við tollgjöldum Trumps, til að mynda varð algjört verðfall á Wall Street auk falls í mörkuðum í Evrópu og Asíu. „Fyrst og fremst mikil óvissa um hvaða afleiðingar þetta mun hafa í för með sér. Það er kannski ein ástæðan fyrir því að við sjáum enn og aftur þessa þróun á mörkuðum í dag er að við erum að sjá skýrari vísbendingar um það að Trump og hans fólk sé alvara með því að keyra þetta í gegn. Þetta er ekki einhvers konar leið til að fá einhverjar betri samninga við aðra,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur og efnahagsráðgjafi síðustu ríkisstjórnarinnar. Trump tilkynnti tollgjöldin með spjaldi sem hann hélt á lofti. Ísland hlaut tíu prósenta tollgjöld en 34 prósent tollgjöld fara á innflutningsvörur í Kína og tuttugu prósent frá Evrópusambandinu. Konráð segir aðferðina sem farin var til að reikna út tollgjöldin galna. „Í raun og veru er þetta bara reiknað með einhverri formúlu sem að ég held að fólk sé ennþá að átta sig á hversu galin er. Ef að nemandi á fyrsta ári í hagfræði myndi kokka þetta upp þá held ég að hann yrði felldur umsvifalaust fyrir að nota þessa aðferðafræði. Það gat enginn gert sér í hugarlund að setja tolla með þessum grundvelli en þetta virðist einfaldlega vera veruleikinn og við þurfum einhvern veginn að fóta okkur í nýja og skrýtna umhverfi.“ Konráð óttast að tollgjöldin gætu farið að hafa áhrif á almenning hérlendis. Ísland sé mjög háð utanríkisviðskiptum. „Við flytjum út til dæmis sjávarafurðir fyrir fimmtíu milljarða og aðrar vörur upp á rúmlega annað eins, fáum fullt af bandarískum ferðamönnum og ég held að við þurfum að sjá það. Maður er búinn að heyra að það er eðlilega mikill ótti um áhrifin á ferðaþjónustuna hérna og vegna þess að þetta getur þýtt til skamms tíma niðursveiflu í Bandaríkjunum og dragi þá úr ferðavilja,“ segir hann. „Á móti er kannski smá huggun gegn harmi að það er ekki verið að setja tolla á ferðalög þannig að það gæti verið að neyslan færist í meiri mæli í ferðalög milli landa eða þjónustuviðskipti en hver veit hvað Trump vill taka upp á þessum efnum.“ Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Markaðir víðs vegar um heim hafa brugðist illa við tollgjöldum Trumps, til að mynda varð algjört verðfall á Wall Street auk falls í mörkuðum í Evrópu og Asíu. „Fyrst og fremst mikil óvissa um hvaða afleiðingar þetta mun hafa í för með sér. Það er kannski ein ástæðan fyrir því að við sjáum enn og aftur þessa þróun á mörkuðum í dag er að við erum að sjá skýrari vísbendingar um það að Trump og hans fólk sé alvara með því að keyra þetta í gegn. Þetta er ekki einhvers konar leið til að fá einhverjar betri samninga við aðra,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur og efnahagsráðgjafi síðustu ríkisstjórnarinnar. Trump tilkynnti tollgjöldin með spjaldi sem hann hélt á lofti. Ísland hlaut tíu prósenta tollgjöld en 34 prósent tollgjöld fara á innflutningsvörur í Kína og tuttugu prósent frá Evrópusambandinu. Konráð segir aðferðina sem farin var til að reikna út tollgjöldin galna. „Í raun og veru er þetta bara reiknað með einhverri formúlu sem að ég held að fólk sé ennþá að átta sig á hversu galin er. Ef að nemandi á fyrsta ári í hagfræði myndi kokka þetta upp þá held ég að hann yrði felldur umsvifalaust fyrir að nota þessa aðferðafræði. Það gat enginn gert sér í hugarlund að setja tolla með þessum grundvelli en þetta virðist einfaldlega vera veruleikinn og við þurfum einhvern veginn að fóta okkur í nýja og skrýtna umhverfi.“ Konráð óttast að tollgjöldin gætu farið að hafa áhrif á almenning hérlendis. Ísland sé mjög háð utanríkisviðskiptum. „Við flytjum út til dæmis sjávarafurðir fyrir fimmtíu milljarða og aðrar vörur upp á rúmlega annað eins, fáum fullt af bandarískum ferðamönnum og ég held að við þurfum að sjá það. Maður er búinn að heyra að það er eðlilega mikill ótti um áhrifin á ferðaþjónustuna hérna og vegna þess að þetta getur þýtt til skamms tíma niðursveiflu í Bandaríkjunum og dragi þá úr ferðavilja,“ segir hann. „Á móti er kannski smá huggun gegn harmi að það er ekki verið að setja tolla á ferðalög þannig að það gæti verið að neyslan færist í meiri mæli í ferðalög milli landa eða þjónustuviðskipti en hver veit hvað Trump vill taka upp á þessum efnum.“
Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent