„Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 11:09 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun segir Félag atvinnurekenda á villigötum og hafnar með öllu „tilhæfulausum aðdróttunum“ félagsins í garð Ríkisendurskoðunar um vanhæfi þeirra til að fjalla um Íslandspóst ohf. Ríkisendurskoðun hafnar því jafnframt í tilkynningu að embættið hafi villt um fyrir Alþingi í mars í fyrra þegar birtar voru niðurstöður frumathugunar á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu nr. 98/2019. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem þessu var haldið fram. Ríkisendurskoðun segir í tilkynningu sinni að þau hafi ekki fengið afrit af þessu bréfi eða félagið verið í samskiptum við embættið vegna málsins. „Er hér um að ræða endurtekið efni af hálfu félagsins eftir birtingu frumathugunarinnar án þess að það hafi með nokkrum hætti leitast við að rökstyðja endurteknar dylgjur sínar eða afla skýringa sem varða hlutverk eða stjórnsýslu Ríkisendurskoðunar,“ segir í tilkynningunni. ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekandaVísir/Vilhelm Embættið segir niðurstöður sínar úr frumathugun á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu nr. 98/2019 skýrar og standa óhaggaðar. Í niðurstöðunum hafi komið fram að margar af þeim spurningum sem komu fram í úttektarbeiðni Alþingis hafi ekki lútið að lögbundnu hlutverki og verksviði embættisins auk þess sem margar spurninganna hafi þegar fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Sjá einnig: Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm „Það er alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi, en hann er trúnaðarmaður þess að lögum og ábyrgur gagnvart því við endurskoðun og eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins. Samkvæmt lögum er ríkisendurskoðandi endurskoðandi Íslandspósts ohf. Athugun og endurskoðun á réttleika rekstrarupplýsinga er lögbundið hlutverk embættisins og skapar því ekki vanhæfi í störfum sínum. Eins og dæmin sanna geta vissulega fylgt opinberum rekstri álitamál sem takast á við hinar ýmsu skoðanir og viðskiptalega hagsmuni á markaði. Við störf Ríkisendurskoðunar er horft til þess að gagnrýni beri mestan árangur ef hún er málefnaleg og vel rökstudd,“ segir að lokum. Pósturinn Félagasamtök Alþingi Ríkisendurskoðun Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Ríkisendurskoðun hafnar því jafnframt í tilkynningu að embættið hafi villt um fyrir Alþingi í mars í fyrra þegar birtar voru niðurstöður frumathugunar á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu nr. 98/2019. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem þessu var haldið fram. Ríkisendurskoðun segir í tilkynningu sinni að þau hafi ekki fengið afrit af þessu bréfi eða félagið verið í samskiptum við embættið vegna málsins. „Er hér um að ræða endurtekið efni af hálfu félagsins eftir birtingu frumathugunarinnar án þess að það hafi með nokkrum hætti leitast við að rökstyðja endurteknar dylgjur sínar eða afla skýringa sem varða hlutverk eða stjórnsýslu Ríkisendurskoðunar,“ segir í tilkynningunni. ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekandaVísir/Vilhelm Embættið segir niðurstöður sínar úr frumathugun á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu nr. 98/2019 skýrar og standa óhaggaðar. Í niðurstöðunum hafi komið fram að margar af þeim spurningum sem komu fram í úttektarbeiðni Alþingis hafi ekki lútið að lögbundnu hlutverki og verksviði embættisins auk þess sem margar spurninganna hafi þegar fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Sjá einnig: Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm „Það er alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi, en hann er trúnaðarmaður þess að lögum og ábyrgur gagnvart því við endurskoðun og eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins. Samkvæmt lögum er ríkisendurskoðandi endurskoðandi Íslandspósts ohf. Athugun og endurskoðun á réttleika rekstrarupplýsinga er lögbundið hlutverk embættisins og skapar því ekki vanhæfi í störfum sínum. Eins og dæmin sanna geta vissulega fylgt opinberum rekstri álitamál sem takast á við hinar ýmsu skoðanir og viðskiptalega hagsmuni á markaði. Við störf Ríkisendurskoðunar er horft til þess að gagnrýni beri mestan árangur ef hún er málefnaleg og vel rökstudd,“ segir að lokum.
Pósturinn Félagasamtök Alþingi Ríkisendurskoðun Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira