„Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2025 12:51 Daði Már kveðst fylgjast náið með þróun mála. Vísir/Vilhelm Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að það þurfi að horfa marga áratugi aftur í tímann til að sjá eitthvað í líkingu við þá atburði sem eru að eiga sér stað í fjármálaheiminum í dag vegna ákvörðunar Bandaríkjaforseta í tollamálum. Í dag heldur forsætisráðherra út til Brussel til að funda með forsvarsmönnum ESB og til að reyna að koma þeim í skilning um stöðu Íslands. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun, að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á heimsmörkuðum og sagði að til staðar væri hætta á að heimskreppa gæti skollið á. Daði sagðist deila áhyggjum Ásgeirs af þróuninni. „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður eða við þurfum að fara mjög marga áratugi aftur í tímann – og í raun allt annan heim - til þess að sjá eitthvað svipað þannig að ég deili þeim áhyggjum með honum að þetta er ný staða og við þurfum að fylgjast mjög náið með hvernig þróunin verður.“ Hann var þá beðinn um að leggja mat á mögulegt framhald þessarar þróunar sem farin er af stað. „Það er mjög erfitt að spá um framtíðina. Viðbrögð Kína kölluðu á ný viðbrögð frá Bandaríkjunum, verði meira af því þá vitum við raunverulega ekki hvar þetta endar. Við þessa fyrstu útgáfu sem kom af tollunum var okkar mat að áhrifin á íslenska hagkerfið væru ekki veruleg, ekki beinu áhrifin, en auðvitað ef þetta hægir mjög á hagvexti í heiminum þá eru það aldrei góðar fréttir fyrir lítið og opið hagkerfi,“ sagði Daði Már. Í dag heldur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra út til Kaupmannahafnar og í fyrramálið til Brussel til að eiga þar fundi með forsvarsmönnum Evrópusambandsins til að reyna að tryggja stöðu Íslands. „Við erum náttúrulega hluti af innri markaðnum sem EES og EFTA-land en við erum ekki í tollabandalagi Evrópusambandsins. Ég hef verið í virkum samskiptum við hin löndin sem eru í þessu EFTA bandalagi, Noreg og Liechtenstein og við erum í sameiningu að reyna að koma þeim skilaboðum til skila að ef það verður farið í einhverja allsherjar tolla eða innflutningstakmarkanir hjá Evrópusambandinu að þá verði litið til þess að þrátt fyrir að við séum ekki í tollabandalagi þá séum við virkur hluti af innri markaðnum og að við lendum ekki í þeim tollum þannig að þetta eru skilaboðin sem hafa verið lengi að koma frá okkur og núna erum við að ítreka þau í persónu í Brussel á morgun.“ Bandaríkin Evrópusambandið Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi. 8. apríl 2025 12:43 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun, að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á heimsmörkuðum og sagði að til staðar væri hætta á að heimskreppa gæti skollið á. Daði sagðist deila áhyggjum Ásgeirs af þróuninni. „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður eða við þurfum að fara mjög marga áratugi aftur í tímann – og í raun allt annan heim - til þess að sjá eitthvað svipað þannig að ég deili þeim áhyggjum með honum að þetta er ný staða og við þurfum að fylgjast mjög náið með hvernig þróunin verður.“ Hann var þá beðinn um að leggja mat á mögulegt framhald þessarar þróunar sem farin er af stað. „Það er mjög erfitt að spá um framtíðina. Viðbrögð Kína kölluðu á ný viðbrögð frá Bandaríkjunum, verði meira af því þá vitum við raunverulega ekki hvar þetta endar. Við þessa fyrstu útgáfu sem kom af tollunum var okkar mat að áhrifin á íslenska hagkerfið væru ekki veruleg, ekki beinu áhrifin, en auðvitað ef þetta hægir mjög á hagvexti í heiminum þá eru það aldrei góðar fréttir fyrir lítið og opið hagkerfi,“ sagði Daði Már. Í dag heldur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra út til Kaupmannahafnar og í fyrramálið til Brussel til að eiga þar fundi með forsvarsmönnum Evrópusambandsins til að reyna að tryggja stöðu Íslands. „Við erum náttúrulega hluti af innri markaðnum sem EES og EFTA-land en við erum ekki í tollabandalagi Evrópusambandsins. Ég hef verið í virkum samskiptum við hin löndin sem eru í þessu EFTA bandalagi, Noreg og Liechtenstein og við erum í sameiningu að reyna að koma þeim skilaboðum til skila að ef það verður farið í einhverja allsherjar tolla eða innflutningstakmarkanir hjá Evrópusambandinu að þá verði litið til þess að þrátt fyrir að við séum ekki í tollabandalagi þá séum við virkur hluti af innri markaðnum og að við lendum ekki í þeim tollum þannig að þetta eru skilaboðin sem hafa verið lengi að koma frá okkur og núna erum við að ítreka þau í persónu í Brussel á morgun.“
Bandaríkin Evrópusambandið Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi. 8. apríl 2025 12:43 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Hækkanir í Kauphöllinni á ný Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi. 8. apríl 2025 12:43
Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34
Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25