Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2025 15:54 Um 30 milljón rúmmetrar fóru úr kvikuhólfinu 1. apríl sem gerir þetta stærsta kvikuhlaupið síðan 10. nóvember 2023. Hættumat hefur verið uppfært og gildir til 15. apríl. Vísir/Vilhelm Landris heldur áfram undir Svartsengi og mælist það nú hraðara en eftir síðustu eldgos. Of snemmt er að segja til um þróun á hraða kvikusöfnunarinnar en á meðan hún heldur áfram eru líkur á endurteknum kvikuhlaupum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem byggir á aflögunargögnum og öðrum upplýsingum. Þar segir að hraði landrisins geti skýrst af því hversu mikið rúmmál kviku fór úr kerfinu í síðasta atburði og skjálftavirkni við kvikuganginn haldi áfram en fari minnkandi. „Um 30 milljón rúmmetrar fóru úr kvikuhólfinu 1. apríl sem gerir þetta stærsta kvikuhlaupið síðan 10. nóvember 2023,“ segir í tilkynningunni. Líkur á endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum Þó erfitt sé að segja til um áframhaldandi þróun á hraða kvikusöfnunarinnar þá sýni reynsla frá fyrri atburðum að hraði kvikusöfnunar minnkar yfirleitt eftir því sem líður á kvikusöfnunartímabilið milli gosa. Bíða þurfi í allavega viku, mögulega nokkrar vikur, til að segja til um hvort og þá hversu mikið hraði kvikusöfnunar mun breytast. „Miðað við þau gögn sem liggja fyrir er ljóst að innflæði kviku undir Svartsengi heldur áfram og er því atburðarásinni á Sundhnúksgígaröðinni ekki lokið. Á meðan kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi eru líkur á endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum. Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið og meta mögulegar sviðsmyndir út frá nýjustu gögnum,“ segir í tilkynningunni. Hættumat hefur verið uppfært og gildir til 15. apríl, að öllu óbreyttu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Síðasta sólahring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga og út á Reykjaneshrygg. Mælingar sýna greinilega að landris sé hafið undir Svartsengi en erfitt er að meta hraða kvikusöfnunar. 6. apríl 2025 11:59 Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa rúmlega 300 skjálftar mælst síðasta sólahringinn. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að enn mælist smáskjálftar við kvikuganginn á um fjögurra til sex kílómetra dýpi. 5. apríl 2025 10:51 Landris hafið á ný GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. 4. apríl 2025 14:54 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem byggir á aflögunargögnum og öðrum upplýsingum. Þar segir að hraði landrisins geti skýrst af því hversu mikið rúmmál kviku fór úr kerfinu í síðasta atburði og skjálftavirkni við kvikuganginn haldi áfram en fari minnkandi. „Um 30 milljón rúmmetrar fóru úr kvikuhólfinu 1. apríl sem gerir þetta stærsta kvikuhlaupið síðan 10. nóvember 2023,“ segir í tilkynningunni. Líkur á endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum Þó erfitt sé að segja til um áframhaldandi þróun á hraða kvikusöfnunarinnar þá sýni reynsla frá fyrri atburðum að hraði kvikusöfnunar minnkar yfirleitt eftir því sem líður á kvikusöfnunartímabilið milli gosa. Bíða þurfi í allavega viku, mögulega nokkrar vikur, til að segja til um hvort og þá hversu mikið hraði kvikusöfnunar mun breytast. „Miðað við þau gögn sem liggja fyrir er ljóst að innflæði kviku undir Svartsengi heldur áfram og er því atburðarásinni á Sundhnúksgígaröðinni ekki lokið. Á meðan kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi eru líkur á endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum. Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið og meta mögulegar sviðsmyndir út frá nýjustu gögnum,“ segir í tilkynningunni. Hættumat hefur verið uppfært og gildir til 15. apríl, að öllu óbreyttu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Síðasta sólahring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga og út á Reykjaneshrygg. Mælingar sýna greinilega að landris sé hafið undir Svartsengi en erfitt er að meta hraða kvikusöfnunar. 6. apríl 2025 11:59 Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa rúmlega 300 skjálftar mælst síðasta sólahringinn. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að enn mælist smáskjálftar við kvikuganginn á um fjögurra til sex kílómetra dýpi. 5. apríl 2025 10:51 Landris hafið á ný GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. 4. apríl 2025 14:54 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Síðasta sólahring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga og út á Reykjaneshrygg. Mælingar sýna greinilega að landris sé hafið undir Svartsengi en erfitt er að meta hraða kvikusöfnunar. 6. apríl 2025 11:59
Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa rúmlega 300 skjálftar mælst síðasta sólahringinn. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að enn mælist smáskjálftar við kvikuganginn á um fjögurra til sex kílómetra dýpi. 5. apríl 2025 10:51
Landris hafið á ný GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. 4. apríl 2025 14:54