Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. apríl 2025 12:03 Óhætt er að fullyrða að þeir Sigmar Guðmundsson og Vilhjálmur Árnason séu ósammála um hvað eigi sér nú stað á Alþingi. Mikið gekk á á Alþingi í gær þegar einungis tvö mál komust á dagskrá, annars vegar niðurfelling fasteignaskatta í Grindavíkurbæ og svo umræða um menntamál. Þingfundur hófst klukkan hálf tvö og lauk ekki fyrr en á miðnætti. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sakað stjórnarandstöðuna um málþóf vegna þessa. Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar segir augljóst að um málþóf sé að ræða. „Þau voru náttúrulega að tala í sex klukkutíma í gær um málefni sem tengist aðgerðum gagnvart Grindvíkingum sem er algjörlega fáheyrt, það hefur alltaf verið samstaða um það í þinginu síðan atburðirnir byrjuðu á Reykjanesskaga að þessi mál væru í forgangi.“ Sigmar segir alla sammála um málið en þrátt fyrir það hafi stjórnarandstaðan rætt það í sex klukkustundir í gær. „Og það var ekki fyrr en forseti þingsins sendi bréf til þess að spyrjast fyrir um það hvort það væri ekki hægt að klára málið fyrir páska að það fór eitthvað að þynnast í mælendaskránni en svo bara lengdist hún í næsta máli á eftir.“ Mikilvægt að talað sé um málin Vilhjálmur Árnason varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafnar ásökunum stjórnarflokkanna og segir stjórnarandstöðuna frekar hafa greitt fyrir málum ef eitthvað er. „Það er ekki um neitt málþóf að ræða þar sem það er nú bara hluti af þingmönnunum sem hefur tekið þátt í umræðunni.“ Hann segir mikilvægt að ríkisstjórnarflokkarnir átti sig á um hvað sé verið að ræða. Það séu orkumál, menntamál og mál Grindavíkur. Vilhjálmur segir stjórnarflokkana ekki hafa veitt stjórnarandstöðunni mikil tækifæri til að ræða það mál. „Og hafa ekki komið með neitt plan í því. Þetta eru nú bara tvö stærstu málin í síðustu kosningum, orkumál og menntamál. Það er skrítið ef stjórnarflokkarnir eru hræddir við umræðu í því þegar þingið er að fara að fjalla um þessi mikilvægu mál.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir heitt vatn í Hlíðum vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sakað stjórnarandstöðuna um málþóf vegna þessa. Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar segir augljóst að um málþóf sé að ræða. „Þau voru náttúrulega að tala í sex klukkutíma í gær um málefni sem tengist aðgerðum gagnvart Grindvíkingum sem er algjörlega fáheyrt, það hefur alltaf verið samstaða um það í þinginu síðan atburðirnir byrjuðu á Reykjanesskaga að þessi mál væru í forgangi.“ Sigmar segir alla sammála um málið en þrátt fyrir það hafi stjórnarandstaðan rætt það í sex klukkustundir í gær. „Og það var ekki fyrr en forseti þingsins sendi bréf til þess að spyrjast fyrir um það hvort það væri ekki hægt að klára málið fyrir páska að það fór eitthvað að þynnast í mælendaskránni en svo bara lengdist hún í næsta máli á eftir.“ Mikilvægt að talað sé um málin Vilhjálmur Árnason varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafnar ásökunum stjórnarflokkanna og segir stjórnarandstöðuna frekar hafa greitt fyrir málum ef eitthvað er. „Það er ekki um neitt málþóf að ræða þar sem það er nú bara hluti af þingmönnunum sem hefur tekið þátt í umræðunni.“ Hann segir mikilvægt að ríkisstjórnarflokkarnir átti sig á um hvað sé verið að ræða. Það séu orkumál, menntamál og mál Grindavíkur. Vilhjálmur segir stjórnarflokkana ekki hafa veitt stjórnarandstöðunni mikil tækifæri til að ræða það mál. „Og hafa ekki komið með neitt plan í því. Þetta eru nú bara tvö stærstu málin í síðustu kosningum, orkumál og menntamál. Það er skrítið ef stjórnarflokkarnir eru hræddir við umræðu í því þegar þingið er að fara að fjalla um þessi mikilvægu mál.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir heitt vatn í Hlíðum vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping Sjá meira