Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2025 16:56 Maðurinn fékk hliðslá í höfuðið. Þessi mynd er ekki af þeirri hliðslá. Getty/Isaac Murray Karlmaður sem hlaut líkamstjón þegar hliðslá á lóð Heklu hf. féll á höfuðið á honum fær engar bætur úr hendi vátryggingarfélags Heklu. Tveir dómarar Hæstaréttar töldu þó að hann ætti rétt á bótum. Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp síðdegis segir að maðurinn hafi orðið fyrir slysi þegar hann fékk í höfuðið hliðslá sem gegndi því hlutverki að takmarka umferð ökutækja að þjónustuverkstæði og bílastæðum við fasteign Heklu. Héraðsdómur hafði viðurkennt óskipta skaðabótaábyrgð Heklu og Vís vegna slyssins en Landsréttur snerið dóminum við og sýknað félögin tvö af öllum kröfum mannsins. Maðurinn óskaði eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar, sem veitti honum leyfi á grundvelli þess að úrslit málsins gætu haft verulegt almennt gildi um efnisatriði þess. Brutu ekki gegn skráðum reglum Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að með vísan til forsendna Landsréttar, sem reifaðar eru í fréttinni hér að ofan, væri ekki fallist á að Hekla hafi með uppsetningu og notkun hliðsins brotið gegn þeim skráðu hátternis- og varúðarreglum sem maðurinn vísaði til. Landsréttur vísaði í dómi sínum meðal annars til þess að upplýst væri að hliðið væri með CE-vottun en í henni fælist að framleiðandi vöru ábyrgðist að hún uppfyllti þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kvæðu á um. Þá féllst Landsréttur hvorki á að hliðið hefði verið vanbúið né að á Heklu hefði hvílt skylda til að búa það frekari öryggisbúnaði. Yrði ekki séð að uppsetning viðvörunarskilta, líkt og Hekla hefði sett upp eftir slysið, hefðu aukið öryggi hliðsins sem nokkru næmi. Ekki lægu fyrir gögn sem bentu til þess að hliðið hefði verið bilað eða gæfu ástæðu til að ætla að ranglega hefði verið staðið að uppsetningu þess. Jafnframt lægi ekkert fyrir um að viðhaldi hefði verið ábótavant. Óhappatilvik Í dómi Hæstaréttar segir að ekki væri talið að Hekla hefði mátt vita um sérstaka hættueiginleika hliðsins og með hliðsjón af aðstæðum málsins að öðru leyti væri ekki fallist á með manninum að Hekla hafi vanrækt að grípa til þeirra ráðstafana sem sanngjarnar mega teljast til að tryggja öryggi þeirra sem leið áttu um athafnasvæðið. Því væri ekki tilefni til að beita svo ströngu sakarmati í málinu að bótaábyrgð verði lögð á Heklu og VÍS á ætluðu líkamstjóni mannsins sem rakið verði til óhappatilviljunar. Því voru félögin tvö sýknuð af öllum kröfum mannsins. Málskostnaður var felldur niður milli aðila á öllum dómstigum. Telja Heklu hafa átt að gera ráðstafanir Í sératkvæði tveggja dómara Hæstaréttar af fimm sem dæmdu í málinu segir að ætla verði, eins og aðstæður voru á lóð Heklu þegar slysið varð, að umbúnaður hliðsins hafi verið með þeim hætti að maðurinn hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann gekk um það. Þannig hefðu varúðarmerkingar á borð við skilti í sjónhæð fyrir gangandi vegfarendur til að vekja athygli á hliðslánni, eða hljóð- eða ljósmerki, getað varað við þeirri hættu sem stafaði af henni uppréttri þegar maðurinn nálgaðist í þann mund sem hún féll úr lóðréttri stöðu niður á höfuð hans. Slíkar varúðarmerkingar hefðu útheimt litla fyrirhöfn og kostnað. Þegar litið er til hættueiginleika hliðsins verði Heklu metið til sakar að hafa vanrækt að grípa til slíkra ráðstafana sem sanngjarnar megi teljast til að tryggja öryggi þeirra sem leið áttu um athafnasvæði hennar. Dómararnir tveir telji því að eins og atvik þessa máls liggi fyrir skuli viðurkenna bótaskyldu Heklu og VÍS vegna líkamstjóns sem maðurinn hlaut af völdum slyss á lóð Heklu. Dómsmál Tryggingar Reykjavík Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp síðdegis segir að maðurinn hafi orðið fyrir slysi þegar hann fékk í höfuðið hliðslá sem gegndi því hlutverki að takmarka umferð ökutækja að þjónustuverkstæði og bílastæðum við fasteign Heklu. Héraðsdómur hafði viðurkennt óskipta skaðabótaábyrgð Heklu og Vís vegna slyssins en Landsréttur snerið dóminum við og sýknað félögin tvö af öllum kröfum mannsins. Maðurinn óskaði eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar, sem veitti honum leyfi á grundvelli þess að úrslit málsins gætu haft verulegt almennt gildi um efnisatriði þess. Brutu ekki gegn skráðum reglum Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að með vísan til forsendna Landsréttar, sem reifaðar eru í fréttinni hér að ofan, væri ekki fallist á að Hekla hafi með uppsetningu og notkun hliðsins brotið gegn þeim skráðu hátternis- og varúðarreglum sem maðurinn vísaði til. Landsréttur vísaði í dómi sínum meðal annars til þess að upplýst væri að hliðið væri með CE-vottun en í henni fælist að framleiðandi vöru ábyrgðist að hún uppfyllti þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kvæðu á um. Þá féllst Landsréttur hvorki á að hliðið hefði verið vanbúið né að á Heklu hefði hvílt skylda til að búa það frekari öryggisbúnaði. Yrði ekki séð að uppsetning viðvörunarskilta, líkt og Hekla hefði sett upp eftir slysið, hefðu aukið öryggi hliðsins sem nokkru næmi. Ekki lægu fyrir gögn sem bentu til þess að hliðið hefði verið bilað eða gæfu ástæðu til að ætla að ranglega hefði verið staðið að uppsetningu þess. Jafnframt lægi ekkert fyrir um að viðhaldi hefði verið ábótavant. Óhappatilvik Í dómi Hæstaréttar segir að ekki væri talið að Hekla hefði mátt vita um sérstaka hættueiginleika hliðsins og með hliðsjón af aðstæðum málsins að öðru leyti væri ekki fallist á með manninum að Hekla hafi vanrækt að grípa til þeirra ráðstafana sem sanngjarnar mega teljast til að tryggja öryggi þeirra sem leið áttu um athafnasvæðið. Því væri ekki tilefni til að beita svo ströngu sakarmati í málinu að bótaábyrgð verði lögð á Heklu og VÍS á ætluðu líkamstjóni mannsins sem rakið verði til óhappatilviljunar. Því voru félögin tvö sýknuð af öllum kröfum mannsins. Málskostnaður var felldur niður milli aðila á öllum dómstigum. Telja Heklu hafa átt að gera ráðstafanir Í sératkvæði tveggja dómara Hæstaréttar af fimm sem dæmdu í málinu segir að ætla verði, eins og aðstæður voru á lóð Heklu þegar slysið varð, að umbúnaður hliðsins hafi verið með þeim hætti að maðurinn hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann gekk um það. Þannig hefðu varúðarmerkingar á borð við skilti í sjónhæð fyrir gangandi vegfarendur til að vekja athygli á hliðslánni, eða hljóð- eða ljósmerki, getað varað við þeirri hættu sem stafaði af henni uppréttri þegar maðurinn nálgaðist í þann mund sem hún féll úr lóðréttri stöðu niður á höfuð hans. Slíkar varúðarmerkingar hefðu útheimt litla fyrirhöfn og kostnað. Þegar litið er til hættueiginleika hliðsins verði Heklu metið til sakar að hafa vanrækt að grípa til slíkra ráðstafana sem sanngjarnar megi teljast til að tryggja öryggi þeirra sem leið áttu um athafnasvæði hennar. Dómararnir tveir telji því að eins og atvik þessa máls liggi fyrir skuli viðurkenna bótaskyldu Heklu og VÍS vegna líkamstjóns sem maðurinn hlaut af völdum slyss á lóð Heklu.
Dómsmál Tryggingar Reykjavík Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira