Handbolti

Allir Ís­lendingarnir skoruðu þegar Kol­stad byrjaði úr­slita­keppnina með stæl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveinn Jóhannsson var markahæsti Íslendingurinn á vellinum í kvöld.
Sveinn Jóhannsson var markahæsti Íslendingurinn á vellinum í kvöld. Vísir/Vilhelm

Íslendingaliðið Kolstad byrjar vel í úrslitakeppninni um norska meistaratitilinn í handbolta.

Kolstad tók á móti Halden í kvöld í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Kolstad hefur titil að verja.

Kolstad vann leikinn á endanum með fjórtán marka mun, 33-19, og vantar nú bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum.

Kolstad sló Halden út 2-0 á sama stigi í fyrra og það stefnir í annað öruggan sigur í þessu einvígi.

Allir íslensku leikmennirnir í liði Kolstad komust á blað í kvöld.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk, bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir voru með tvö mörk hvor en markahæsti Íslendingurinn var línumaðurinn Sveinn Jóhannsson með fjögur mörk.

Simen Ulstad Lyse var markahæstur í liði Kolstad með sex mörk en Simon Jeppsson var með fimm mörk og fimm stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×