Tangen er samt bara 31 árs gamall og ætti að öllu eðlilegu að eiga nóg eftir. Það er heldur ekki eins og Tangen sé orðinn það lélegur að það vilji hann enginn. TV2 segir frá.
Tangen spilar með danska úrvalsdeildarfélaginu Skjern og en fær ekki nýjan samning hjá því félagi. Önnur félög hafa samt áhuga.
Tangen segir að hann vilji gera eitthvað annað en að spila handbolta á næsta ári. Tangen ætlar með annara að klára námið sitt. Hann hefur líka verið mjög virkur á samfélagsmiðlum og sér kannski fyrir sér framtíð þar.
Leikmaðurinn segir að það sé vissulega fullt af tilboðum á borðinu en hann hafi bara ekki lengur áhuga að stunda íþróttir á hæsta stigi.
Tangen er 195 sentimetra hægri skytta sem kom til Skjern árið 2018. Hann hefur skorað 163 landsliðsmörk í 102 landsleikjum.