Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Atli Ísleifsson skrifar 10. apríl 2025 12:44 Söngvarinn Jarvis Cocker stofnaði sveitina Pulp ásamt félögum sínum í Sheffield árið 1978. Myndin er tekin árið 2001. EPA Íslandsvinirnir í Britpop-sveitinni Pulp munu gefa út sína fyrstu plötu í heil 24 ár í júní næstkomandi. Platan ber nafnið More og kemur út 6. júní. Söngvarinn Jarvis Cocker og félagar greindu frá þessu í útvarpsþætti Lauren Laverne á BBC 6 Music í morgun. Síðasta plata sveitarinnar bar nafnið We Love Life og kom ut árið 2001. Í tilefni fréttanna er sveitin jafnframt búin að gefa út myndband við eitt lagið af væntanlegri plötu – lag sem ber nafnið Spike Island. Orðrómur hefur verið uppi síðustu ár um að sveitin ætlaði sér að gefa út nýtt efni í kjölfar endurkomunnar 2023 þegar sveitin kom aftur saman og tróð upp á tónleikum. Liðsmenn sveitarinnar tilkynntu árið 2002 að sveitin væri hætt störfum, en þeir komu þó aftur saman á árunum 2011 til 2013 og svo árið 2023. Síðustu misserin hefur sveitin spilað nokkurn fjölda nýrra laga á tónleikaferðalögum sínum – meðal annars Hymn of the North, Background Noise, Spike Island, My Sex og Farmer’s Market – en lögin verða öll á væntanlegri plötu. Alls verða ellefu lög á plötunni More. Pulp tróð upp í Laugardalshöllinni árið 1996, en meðal vinsælustu smella sveitarinnar eru Common People og Disco 2000. Tónlist Bretland Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Söngvarinn Jarvis Cocker og félagar greindu frá þessu í útvarpsþætti Lauren Laverne á BBC 6 Music í morgun. Síðasta plata sveitarinnar bar nafnið We Love Life og kom ut árið 2001. Í tilefni fréttanna er sveitin jafnframt búin að gefa út myndband við eitt lagið af væntanlegri plötu – lag sem ber nafnið Spike Island. Orðrómur hefur verið uppi síðustu ár um að sveitin ætlaði sér að gefa út nýtt efni í kjölfar endurkomunnar 2023 þegar sveitin kom aftur saman og tróð upp á tónleikum. Liðsmenn sveitarinnar tilkynntu árið 2002 að sveitin væri hætt störfum, en þeir komu þó aftur saman á árunum 2011 til 2013 og svo árið 2023. Síðustu misserin hefur sveitin spilað nokkurn fjölda nýrra laga á tónleikaferðalögum sínum – meðal annars Hymn of the North, Background Noise, Spike Island, My Sex og Farmer’s Market – en lögin verða öll á væntanlegri plötu. Alls verða ellefu lög á plötunni More. Pulp tróð upp í Laugardalshöllinni árið 1996, en meðal vinsælustu smella sveitarinnar eru Common People og Disco 2000.
Tónlist Bretland Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira