Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2025 12:30 Guðmundur Ari segir mikla stemningu í Samfylkingunni eftir gott gengi síðustu mánuði. Flokkurinn heldur landsfund um helgina og fagnar 25 ára afmæli á sama tíma. Vísir/Vilhelm Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleyni í Grafarvogi og verður fundurinn settur klukkan eitt. Þingflokksformaðurinn segir von á fjölmörgum gestum, sér í lagi á morgun þegar fundurinn verður opinn öllum í tilefni af 25 ára afmæli flokksins. „Það má eiginlega segja að það sé grasrótardagskrá í dag það sem er verið að vinna að stefnubreytingum, lagabreytingum og að kjósa í forystu flokksins. Á morgun er 25 ára afmælishátíð Samfylkingarinnar en í ár eru 25 ár síðan Samfylkingin var stofnuð. Þar munum við eiga samtal um öryggis- og varnarmál og við aðila vinnumarkaðarins og einnig fagna þessum fyrstu hundrað dögum Samfylkingarinnar í ríkisstjórn,“ segir Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Sterkir fulltrúar landsbyggðarinnar Klukkan fjögur í dag hefst kynning á frambjóðendum í stjórn. Kristrún Frostadóttir formaður er ein í framboði til embættisins og Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður, er sömuleiðis einn í framboði til endurkjörs. Tveir sækjast eftir stöðu ritara - Guðný Birna Guðmundsdóttir oddviti flokksins í Reykjanesbæ og Gylfi Þór Gíslason formaður verkalýðsmálaráðs flokksins og lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum. „Arna Lára sem var kjörin inn á þing gat ekki haldið áfram sem ritari flokksins samkvæmt lögum Samfylkingarinnar þannig að það eru tveir öflugir fulltrúar af landsbyggðinni að bjóða sig fram þar. Þannig að það verður spennandi að sjá hvað gerist þar.“ Jón Grétar Þórsson gjaldkeri flokksins sækist eftir endurkjöri og hefur enginn boðið sig fram á móti honum. Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra fyrir flokkinn, sækist þá eftir að verða formaður framkvæmdastjórnar - sem Guðmundur Ari var áður. Tímamót Fundurinn verður opinn öllum á morgun - svo lengi sem pláss leyfir. Guðmundur Ari gerir ráð fyrir fjölmenni. „Við gerum nú ráð fyrir fjölmennri samkomu og það er mikil stemning í flokknum eftir gott gengi síðustu vikur og mánuði. Þannig að við gerum ráð fyrir góðri stemningu um helgina,“ segir Guðmundur Ari. „Þetta eru tímamót og það er ákaflega ánægjulegt að geta fagnað þeim með því að vera stærsti flokkur landsins, vera með forsætisráðherra og í ríkisstjórn.“ Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, æltar að sækjast eftir embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. 8. apríl 2025 17:57 Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Kristrún Frostadóttir verður sjálfkjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins næstu helgi. Sitjandi varaformaður gefur kost á sér og hefur ekki enn fengið nein mótframboð. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur boðið sig fram í embætti ritara. 8. apríl 2025 15:20 Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir endurkjöri sem varaformaður. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, sækist ein eftir endurkjöri sem formaður. 8. apríl 2025 06:59 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
„Það má eiginlega segja að það sé grasrótardagskrá í dag það sem er verið að vinna að stefnubreytingum, lagabreytingum og að kjósa í forystu flokksins. Á morgun er 25 ára afmælishátíð Samfylkingarinnar en í ár eru 25 ár síðan Samfylkingin var stofnuð. Þar munum við eiga samtal um öryggis- og varnarmál og við aðila vinnumarkaðarins og einnig fagna þessum fyrstu hundrað dögum Samfylkingarinnar í ríkisstjórn,“ segir Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Sterkir fulltrúar landsbyggðarinnar Klukkan fjögur í dag hefst kynning á frambjóðendum í stjórn. Kristrún Frostadóttir formaður er ein í framboði til embættisins og Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður, er sömuleiðis einn í framboði til endurkjörs. Tveir sækjast eftir stöðu ritara - Guðný Birna Guðmundsdóttir oddviti flokksins í Reykjanesbæ og Gylfi Þór Gíslason formaður verkalýðsmálaráðs flokksins og lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum. „Arna Lára sem var kjörin inn á þing gat ekki haldið áfram sem ritari flokksins samkvæmt lögum Samfylkingarinnar þannig að það eru tveir öflugir fulltrúar af landsbyggðinni að bjóða sig fram þar. Þannig að það verður spennandi að sjá hvað gerist þar.“ Jón Grétar Þórsson gjaldkeri flokksins sækist eftir endurkjöri og hefur enginn boðið sig fram á móti honum. Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra fyrir flokkinn, sækist þá eftir að verða formaður framkvæmdastjórnar - sem Guðmundur Ari var áður. Tímamót Fundurinn verður opinn öllum á morgun - svo lengi sem pláss leyfir. Guðmundur Ari gerir ráð fyrir fjölmenni. „Við gerum nú ráð fyrir fjölmennri samkomu og það er mikil stemning í flokknum eftir gott gengi síðustu vikur og mánuði. Þannig að við gerum ráð fyrir góðri stemningu um helgina,“ segir Guðmundur Ari. „Þetta eru tímamót og það er ákaflega ánægjulegt að geta fagnað þeim með því að vera stærsti flokkur landsins, vera með forsætisráðherra og í ríkisstjórn.“
Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, æltar að sækjast eftir embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. 8. apríl 2025 17:57 Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Kristrún Frostadóttir verður sjálfkjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins næstu helgi. Sitjandi varaformaður gefur kost á sér og hefur ekki enn fengið nein mótframboð. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur boðið sig fram í embætti ritara. 8. apríl 2025 15:20 Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir endurkjöri sem varaformaður. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, sækist ein eftir endurkjöri sem formaður. 8. apríl 2025 06:59 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, æltar að sækjast eftir embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. 8. apríl 2025 17:57
Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Kristrún Frostadóttir verður sjálfkjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins næstu helgi. Sitjandi varaformaður gefur kost á sér og hefur ekki enn fengið nein mótframboð. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur boðið sig fram í embætti ritara. 8. apríl 2025 15:20
Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir endurkjöri sem varaformaður. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, sækist ein eftir endurkjöri sem formaður. 8. apríl 2025 06:59