Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar 11. apríl 2025 12:03 Rekstri Akureyrarbæjar verður seint lýst með orðum Nóbelskáldsins um að allt fari þetta einhvern veginn. Ársreikningar sveitarfélagsins sýna svart á hvítu að styrk stjórn fjármála og aðhald í rekstri hafa skilað góðum árangri. Síðustu ár hafa verið þung í rekstri sveitarfélaga enda verkefnin ærin. Akureyrarbær hefur ekki farið varhluta af því. Sem betur fer hefur ráðdeildin borgað sig og fjárhagur sveitarfélagsins er nú sterkari en verið hefur um langan tíma. Málaflokkar standast áætlun ársins, tekjurnar eru betri og vaxtaumhverfið hagfelldara. Árið 2024 var samstæðan rekin með 2.218 milljóna króna afgangi og gekk því mun betur en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Meginskýringar á bættri afkomu eru dvínandi verðbólga, hófleg hækkun lífeyrisskuldbindinga og hækkun tekna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hærri þjónustutekjur, einkum hjá hafnasamlagi og veitum. Niðurstaða aðalsjóðs og A-hluta er jákvæð og langt yfir væntingum sem er heldur betur gleðilegt. Samkvæmt sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 5,7 milljörðum króna sem er næstum 800 milljónum betri niðurstaða en áætlað var. Á sama tíma hefur verið fjárfest fyrir ríflega 5 milljarða í nýju hverfi, skólum og íþróttamannvirkjum sem og öðru. Skuldir hafa ennfremur lækkað hlutfallslega milli ára og var skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 2024 75% og lækkar um 5% frá fyrra ári. Skuldaviðmið A-hluta var 54% í árslok. Ég viðurkenni fúslega að ég er ákaflega hreykin af þessari góðu niðurstöðu. Víða kreppir skóinn á Íslandi í dag og í heiminum öllum, en við stöndum keik, rekum gott velferðarsamfélag sem iðar af menningu, býður upp á framúrskarandi uppfræðslu og menntun, mikil lífsgæði og íþróttastarf sem skilar okkur ár eftir ár titlum og viðurkenningum sem við getum öll verið stolt af. Bæjarfulltrúar, starfsfólk sveitarfélagsins, atvinnulífið og bæjarbúar allir eiga sinn þátt í þessari góðu niðurstöðu. Við getum verið þakklát fyrir okkar góða samfélag. Áfram Akureyri! Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Rekstri Akureyrarbæjar verður seint lýst með orðum Nóbelskáldsins um að allt fari þetta einhvern veginn. Ársreikningar sveitarfélagsins sýna svart á hvítu að styrk stjórn fjármála og aðhald í rekstri hafa skilað góðum árangri. Síðustu ár hafa verið þung í rekstri sveitarfélaga enda verkefnin ærin. Akureyrarbær hefur ekki farið varhluta af því. Sem betur fer hefur ráðdeildin borgað sig og fjárhagur sveitarfélagsins er nú sterkari en verið hefur um langan tíma. Málaflokkar standast áætlun ársins, tekjurnar eru betri og vaxtaumhverfið hagfelldara. Árið 2024 var samstæðan rekin með 2.218 milljóna króna afgangi og gekk því mun betur en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Meginskýringar á bættri afkomu eru dvínandi verðbólga, hófleg hækkun lífeyrisskuldbindinga og hækkun tekna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hærri þjónustutekjur, einkum hjá hafnasamlagi og veitum. Niðurstaða aðalsjóðs og A-hluta er jákvæð og langt yfir væntingum sem er heldur betur gleðilegt. Samkvæmt sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 5,7 milljörðum króna sem er næstum 800 milljónum betri niðurstaða en áætlað var. Á sama tíma hefur verið fjárfest fyrir ríflega 5 milljarða í nýju hverfi, skólum og íþróttamannvirkjum sem og öðru. Skuldir hafa ennfremur lækkað hlutfallslega milli ára og var skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 2024 75% og lækkar um 5% frá fyrra ári. Skuldaviðmið A-hluta var 54% í árslok. Ég viðurkenni fúslega að ég er ákaflega hreykin af þessari góðu niðurstöðu. Víða kreppir skóinn á Íslandi í dag og í heiminum öllum, en við stöndum keik, rekum gott velferðarsamfélag sem iðar af menningu, býður upp á framúrskarandi uppfræðslu og menntun, mikil lífsgæði og íþróttastarf sem skilar okkur ár eftir ár titlum og viðurkenningum sem við getum öll verið stolt af. Bæjarfulltrúar, starfsfólk sveitarfélagsins, atvinnulífið og bæjarbúar allir eiga sinn þátt í þessari góðu niðurstöðu. Við getum verið þakklát fyrir okkar góða samfélag. Áfram Akureyri! Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar