Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. apríl 2025 12:51 Baldur Þórhallsson segir nauðsynlegt að horfa til þess að þrjú stórveldi; Bandaríkin, Kína og Rússland, séu í auknum mæli að skipta heiminum á milli sín í áhrifasvæði. Vísir/Vilhelm Íslendingar munu líklega ekki eiga þann valkost að færa sig af áhrifasvæði Bandaríkjanna segir prófessor í stjórnmálafræði. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera nýtt áhættumat áður en stefna í öryggis- og varnarmálum sé mótuð. Varnarsamningur virðist veita Bandaríkjamönnum ansi frjálsar hendur hér á landi. Ráðstefna um alþjóðasamvinnu á krossgötum stendur yfir í Norræna húsinu í dag þar sem sérfræðingar úr ýmsum áttum ræða stöðu Íslands í breyttri heimsmynd. Þar sagði Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nauðsynlegt að horfa til þess að þrjú stórveldi; Bandaríkin, Kína og Rússland, séu í auknum mæli að skipta heiminum á milli sín í áhrifasvæði. Þar geri Bandaríkin kröfu um yfirráð í sínu nærumhverfi, líkt og sannast hefur í málefnum Grænlands. Ríki Evrópu séu að þétta raðirnar og geti orðið valkostur fyrir Ísland í átökum stórveldanna. „Að þessu sögðu vaknar spurningin um hvort Bandaríkin muni gefa okkur og Íslandi þann valkost að færa sig af áhrifasvæði þess og yfir á áhrifasvæði Evrópusambandsins og bandalagsríkja þess. Ég tel það mjög ólíklegt og held að við munum ekki eiga þann valkost. Og við verðum á áhrifasvæði Bandaríkjanna svo lengi sem þau telja að við séum á áhrifasvæði þeirra,“ sagði Baldur. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, í nýlegri og umdeildri heimsókn sinni til Grænlands.vísir/AP Hann telur að tryggja þurfi stoðir varnarsamvinnu Evrópumegin þannig að enginn vafi leiki á því að Íslendingar séu bæði á áhrifasvæði Bandaríkjanna og Evrópu. „Þannig við verðum jafn mikilvæg í vörnum bæði Evrópuríkja og Bandaríkjanna. Það held ég að gæti styrkt varnir okkar verulega í framtíðinni.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir benti á að áhættumat hafi verið gert í sinni tíð sem utanríkisráðherra eftir brotthvarf Bandaríkjahers vegna breyttrar stöðu. Það þurfi einnig að gera nú í ljósi breyttrar heimsmyndar.Vísir/Einar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur nauðysnlegt að gera nýtt áhættumat áður en ný stefna verður mótuð í öryggis- og vernarmálum. Ekki sé hægt að neita því að Íslendingar séu á áhrifasvæði Bandaríkjanna. „Við verðum að hugsa um hvers konar varnir erum við að tala um. Hvernig varnir þurfum við, hverju þurfum við að verjast og hverjum. Við getum ekki bara horft á heimsmynd gærdagsins og miðað varnarviðbörð og pólitík út frá því,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Ekki sé hægt að neita því að Ísland sé innan áhrifasvæði Bandaríkjanna. „Bara landfræðilega og hvernig við erum staðsett gerir það að verkum. Þess vegna þurfum við að skoða hvað það þýðir og hvað getur það falið í sér. Hversu mikið þeir geta hreiðrað um sig hér ef þeim sýnist svo.“ Frá heimsókn Vance til Grænlands.vísir/AP Í þeim breytingum sem gerðar voru á varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna árið 2017 sé meðal annrs rætt um að Íslendingum beri skylda til þess að tryggja þeim starfsaðstöðu hér á landi, líkt og fjallað var um í Kveik á dögunum. „Mér sýnist að samningurinn feli það í sér að þeir geti haft ansi frjálsar hendur með það hvað þeir geti komið hingað með mikinn mannafla eða styrk og tekið mikið svæði,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún vísaði til orðræðu rússneskra stjórnvalda um að fullvalda ríki séu einungis þau sem geti varið fullveldi sitt. „Þetta er það sama og Trump er að segja, þegar Trump er að tala um Grænland og Kanada og að segja að Bandaríkin geti farið sínu fram af því það er í þágu hagsmuna þeirra, í þágu varnarhagsmuna heimsins. Þetta er ný heimsmynd. Þess vegna þurfum við að hugsa vel hvernig við skilgreinum okkar stöðu og hagsmuni.“ Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grænland Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
Ráðstefna um alþjóðasamvinnu á krossgötum stendur yfir í Norræna húsinu í dag þar sem sérfræðingar úr ýmsum áttum ræða stöðu Íslands í breyttri heimsmynd. Þar sagði Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nauðsynlegt að horfa til þess að þrjú stórveldi; Bandaríkin, Kína og Rússland, séu í auknum mæli að skipta heiminum á milli sín í áhrifasvæði. Þar geri Bandaríkin kröfu um yfirráð í sínu nærumhverfi, líkt og sannast hefur í málefnum Grænlands. Ríki Evrópu séu að þétta raðirnar og geti orðið valkostur fyrir Ísland í átökum stórveldanna. „Að þessu sögðu vaknar spurningin um hvort Bandaríkin muni gefa okkur og Íslandi þann valkost að færa sig af áhrifasvæði þess og yfir á áhrifasvæði Evrópusambandsins og bandalagsríkja þess. Ég tel það mjög ólíklegt og held að við munum ekki eiga þann valkost. Og við verðum á áhrifasvæði Bandaríkjanna svo lengi sem þau telja að við séum á áhrifasvæði þeirra,“ sagði Baldur. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, í nýlegri og umdeildri heimsókn sinni til Grænlands.vísir/AP Hann telur að tryggja þurfi stoðir varnarsamvinnu Evrópumegin þannig að enginn vafi leiki á því að Íslendingar séu bæði á áhrifasvæði Bandaríkjanna og Evrópu. „Þannig við verðum jafn mikilvæg í vörnum bæði Evrópuríkja og Bandaríkjanna. Það held ég að gæti styrkt varnir okkar verulega í framtíðinni.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir benti á að áhættumat hafi verið gert í sinni tíð sem utanríkisráðherra eftir brotthvarf Bandaríkjahers vegna breyttrar stöðu. Það þurfi einnig að gera nú í ljósi breyttrar heimsmyndar.Vísir/Einar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur nauðysnlegt að gera nýtt áhættumat áður en ný stefna verður mótuð í öryggis- og vernarmálum. Ekki sé hægt að neita því að Íslendingar séu á áhrifasvæði Bandaríkjanna. „Við verðum að hugsa um hvers konar varnir erum við að tala um. Hvernig varnir þurfum við, hverju þurfum við að verjast og hverjum. Við getum ekki bara horft á heimsmynd gærdagsins og miðað varnarviðbörð og pólitík út frá því,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Ekki sé hægt að neita því að Ísland sé innan áhrifasvæði Bandaríkjanna. „Bara landfræðilega og hvernig við erum staðsett gerir það að verkum. Þess vegna þurfum við að skoða hvað það þýðir og hvað getur það falið í sér. Hversu mikið þeir geta hreiðrað um sig hér ef þeim sýnist svo.“ Frá heimsókn Vance til Grænlands.vísir/AP Í þeim breytingum sem gerðar voru á varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna árið 2017 sé meðal annrs rætt um að Íslendingum beri skylda til þess að tryggja þeim starfsaðstöðu hér á landi, líkt og fjallað var um í Kveik á dögunum. „Mér sýnist að samningurinn feli það í sér að þeir geti haft ansi frjálsar hendur með það hvað þeir geti komið hingað með mikinn mannafla eða styrk og tekið mikið svæði,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún vísaði til orðræðu rússneskra stjórnvalda um að fullvalda ríki séu einungis þau sem geti varið fullveldi sitt. „Þetta er það sama og Trump er að segja, þegar Trump er að tala um Grænland og Kanada og að segja að Bandaríkin geti farið sínu fram af því það er í þágu hagsmuna þeirra, í þágu varnarhagsmuna heimsins. Þetta er ný heimsmynd. Þess vegna þurfum við að hugsa vel hvernig við skilgreinum okkar stöðu og hagsmuni.“
Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grænland Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira