Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2025 21:47 Heiða á von á því að nýr samningur um eftirlitsmyndavélakerfið í miðborginni verði kláraður í vor. Vísir/Einar Borgarstjóri segir brýnt að nýr samningur um rekstur eftirlitsmyndavéla í miðborg verði undirritaður sem fyrst og á von á að málið verði afgreitt í síðasta lagi í maí. Borgin og lögregla hafa óskað eftir aðkomu dómsmálaráðuneytisins að málinu. Greint var frá því á RÚV í vikunni að eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar hefði verið í ólestri og að fjórðungur þeirra hefði ekki verið virkur. Kom fram að þetta væri afleiðing þess að meirihlutinn í borginni ákvað að endurnýja ekki samning um rekstur myndavélanna vegna áhyggna af persónuverndarmálum. Borgin, neyðarlínan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafa komið að rekstrinum. Óljóst hvert hlutverk borgarinnar verður Borgarstjóri sagði á þriðjudag að hún hefði ekki vitað að enginn samningur væri í gildi. Hún fundaði á föstudagsmorgun með Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra, þar sem myndavélakerfið var meðal annars rætt. „Halla Bergþóra ætlar að taka málið áfram, ræða við dómsmálaráðherra og boða svo til fundar. Það er allt á hreinu varðandi Reykjavíkurborg í þessu, við vorum búin að skila af okkur. Það þarf bara að klára málið,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Enn á eftir að koma í ljóst hvert hluverk borgarinnar verður í framhaldinu. Í fyrri samningi var það hlutverk borgarinnar að kaupa myndavélarnar og setja þær upp. „Það var neyðarlínan sem rak þær og lögreglan sem síðan hafði aðgang að þeim því þetta er efni sem á ekkert erindi nema í rannsóknarlegum tilgangi. Við þurfum að koma okkur saman um það núna en á meðan höfum við verið að halda þessum vélum við og höfum gert það í fyrra og erum að klára að gera við þær sem við fengum meldingu um að væru ekki í lagi.“ Býst við að málið verði afgreitt í vor Í miðborginni eru 54 eftirlitsmyndavélar og að sögn lögreglu ekki nærri því nógu margar. Ítrekað þarf lögregla að reiða sig á eftirlitsmyndavélar í eigu fyrirtækja við rannsókn mála. Heiða segir mikilvægt að myndavélar hins opinbera séu í lagi. „Þetta er auðvitað alltaf einhver millileið sem þarf að fara því við viljum ekki að íbúarnir upplifi eins og þeir séu undir stöðugu eftirliti stóra bróður. Þarna er lína og þess vegna fannst okkur þessi persónuverndarvinkill mjög mikilvægur. Að fólk viti hvar það er um það bil í mynd, að þegar þú ert í miðbænum þá er myndbandseftirlit og myndirnar séu geymdar ákveðið lengi,“ segir Heiða. Hvenær heldurðu að nýr samningur muni liggja fyrir? „Við Halla vorum sammála um það að þetta er í raun ekki flókið. Við þurfum að fá dómsmálaráðuneytið að borðinu og mér skilst að það sé viljugt. Hún mun svo bara kalla okkur saman og ég á ekki von á að þetta taki langan tíma. Apríl, maí í síðasta lagi.“ Reykjavík Lögreglan Borgarstjórn Tengdar fréttir Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. 8. apríl 2025 11:36 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Greint var frá því á RÚV í vikunni að eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar hefði verið í ólestri og að fjórðungur þeirra hefði ekki verið virkur. Kom fram að þetta væri afleiðing þess að meirihlutinn í borginni ákvað að endurnýja ekki samning um rekstur myndavélanna vegna áhyggna af persónuverndarmálum. Borgin, neyðarlínan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafa komið að rekstrinum. Óljóst hvert hlutverk borgarinnar verður Borgarstjóri sagði á þriðjudag að hún hefði ekki vitað að enginn samningur væri í gildi. Hún fundaði á föstudagsmorgun með Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra, þar sem myndavélakerfið var meðal annars rætt. „Halla Bergþóra ætlar að taka málið áfram, ræða við dómsmálaráðherra og boða svo til fundar. Það er allt á hreinu varðandi Reykjavíkurborg í þessu, við vorum búin að skila af okkur. Það þarf bara að klára málið,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Enn á eftir að koma í ljóst hvert hluverk borgarinnar verður í framhaldinu. Í fyrri samningi var það hlutverk borgarinnar að kaupa myndavélarnar og setja þær upp. „Það var neyðarlínan sem rak þær og lögreglan sem síðan hafði aðgang að þeim því þetta er efni sem á ekkert erindi nema í rannsóknarlegum tilgangi. Við þurfum að koma okkur saman um það núna en á meðan höfum við verið að halda þessum vélum við og höfum gert það í fyrra og erum að klára að gera við þær sem við fengum meldingu um að væru ekki í lagi.“ Býst við að málið verði afgreitt í vor Í miðborginni eru 54 eftirlitsmyndavélar og að sögn lögreglu ekki nærri því nógu margar. Ítrekað þarf lögregla að reiða sig á eftirlitsmyndavélar í eigu fyrirtækja við rannsókn mála. Heiða segir mikilvægt að myndavélar hins opinbera séu í lagi. „Þetta er auðvitað alltaf einhver millileið sem þarf að fara því við viljum ekki að íbúarnir upplifi eins og þeir séu undir stöðugu eftirliti stóra bróður. Þarna er lína og þess vegna fannst okkur þessi persónuverndarvinkill mjög mikilvægur. Að fólk viti hvar það er um það bil í mynd, að þegar þú ert í miðbænum þá er myndbandseftirlit og myndirnar séu geymdar ákveðið lengi,“ segir Heiða. Hvenær heldurðu að nýr samningur muni liggja fyrir? „Við Halla vorum sammála um það að þetta er í raun ekki flókið. Við þurfum að fá dómsmálaráðuneytið að borðinu og mér skilst að það sé viljugt. Hún mun svo bara kalla okkur saman og ég á ekki von á að þetta taki langan tíma. Apríl, maí í síðasta lagi.“
Reykjavík Lögreglan Borgarstjórn Tengdar fréttir Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. 8. apríl 2025 11:36 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. 8. apríl 2025 11:36